Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 5
Sexæringur með gömlu bolvísku Iagi, amíðaður fyrlr Byggðasafnið á ísafirði. Svona voru flestir bát' ar í Bolungarvik um síðustu aldamót Því. sem aðrir voru ekki menn til. Það mun ekki hafa verið fátítt 1 Bolungarvík að bjarga þurfti skipum og áhöfnum þeirra í brimi °S jafnvel blindhríð. Voru menn jafnan vakandi yfir velferð sIóniannanna, er illa urðu úti, og Var þá allt gert til að bjarga, það V£U' aðeins ein hugsun : að bjarga. janúar 1905 gerði ofsaveður a Vestf jörðum. 8. janúar var norð- vestan rok með svörtum éljum og m‘killi snjókomu, segir Friðrik f' innbogason frá Aðalvík, en hann Var heimtur úr helju vestur í i-olungarvík seint um kvöldið bann 7. eða daginn eftir. En um n<)ttina datt norðvestan áttin nið- llr og kl. 5 um morguninn var komið heiðbjart veður og blæja- '°gn. Var þá búizt til róðurs í Aðalvik, og svo mun og hafa ver- 15 í verstöðvunum við Djúp. 1 Þjóðviljanum 2. febrúar 1905 Scgir svo um slysadag þennan : •safirði, 7. jan. (Þjóðviljinn var gefinn út á Bessastöðum á Alftanesi). Þrír bátar fórust; á keim voru alls 15 manns. Fremur ll£egt veður um nóttina er menn ^ilu tii veðurs, en brim töluvert og ískyggilegt útlit, en»þar sem aflavon var, ef á sjó var farið, reru þó ýmis skip úr Bolungar- vík og sömuleiðis þrir mótorbát- ar- og einn bátur og mótorbátur frá ísafirði og einn bátur og mót- orbátur frá Hnífsdal. Veðrið versnaði er á daginn leið meir og meir, unz komið var ösku norð- an rok með afskaplegum sjó- gangi og brimi. í þessu veðri fór- ust þrír bátar með allri áhöfn og sá íjórði, sem Bolvíkingum tókst að bjarga öllum mönnum af. Einn var mótorbátur frá ísafirði með sex manna áhöfn. Formaður var Þórarinn Guðbjartsson, en hiriir voru : Bjarni H. Kristjáns- son bæjarfulltrúi, Guðmundur P. Torfason skipstjóri, Sigvaldi Árna- son, ísafii’ði, Jón Bjarnason frá Hjörsey, Einar Bjax-nason. Á öðr- um bátnum, sem var sexæringur, frá Hnífsdal, en gerður út frá Bol- ungarvík. fórust einnig sex menn. Þeir ætluðu að lenda í Ósvör á- samt öðrum bát. Voru þeir báðir vel fiskaðir og stöðvuðu báta sína fyrir frarnan lendinguna og seil- uðu út fisk til að létta skipin, en meðan á þessu stóð vefsnaði enn sjórinn. Hætti þá annar formað- urinn, sem var Halldór Jónsson frá Naustum, að seila og ruddi út i flýti því af fiskinum, sem hann taldi þörf og slapp við það í land heilu og höldnu, cn hon- um sagðist svo frá hinum bátnum, að þegar Halldór var nýlentur, hefði komið ógurlegt ólag og taldi hann að þá hefði hinn báturinn farizt, en ekkert sást fyrir hríð og myrkri. Á sexæringnum, sem fórst, voru þessir menn: Magnús Eggertsson formaður fró Hnífsdal; Helgi Þor- leifsson frá Hnífsdal; Guðmundur Guðbrandsson frá Miðdalsgröf í Steingrímsfirði; Valdimar Björns- son ísafirði; Jóhann Finnbogason ísafirði; Þoi'steinn, unglingspiltur úr Steingrímsfirði. Magnús hét fullu nafni Magnús Ágúst Eggerts- son og var frá Flatey á Breiða- firði, kvæntur maður og fór ekkja hans til Ameríku. Þriðji báturinn, sem fórst þenn- an óveðursdag, var lítill bátur frá Bolungai'vík með þriggja manna áhöfn og fórust allir. Á þeim bát var Teitur Jónsson, áður veitinga- maður á Ísaíii'ði, Ásgeir Einars- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 245

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.