Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Blaðsíða 7
Friðrik Magnússon á Látrum
íyrir þá og aðstandendur þeirra
í landi, sem og aðra er á horfðu,
og svo segir Jóhann Bárðarson, er
á þetta horfði, að þessari sjón muni
hann aldrei gleyma. Hríð var á
öðru hverju og huldist þá landiö
fyrir þeim, er á bátnum voru, en
báturinn þeim, er á horfðu. Einn
af þeim, er starði út í sortann, var
8 ára drengur, sonur íormannsins
á Mávinum. Hvernig haldið þið að
honúrn hafi liðiö?
En áður cn varði sást bátur
koma af hafi og stefna að hinum
sökkvarxdi báti, cn öllum hinum til
hinnar mestu skelfingar, nam hann
ekki staðar eða gerði hina minnstu
tilraun til að bjarga, — ' held-
tir sneri strax frá og hélt til ísa-
fjarðar. Var þó þarna mjög fær
stjórnari á ferð, og er óskiljanlegt,
að formaöur sá skyldi ekki reyna
björgun. — Jóhann Bárðar-
son nefnir ekki formann þennan
°g enginn vill á hann minnast við
Húg. Jóhann reynir að afsaka mann
inn með því, að of mikil áhætta
hafi verið fyrir hann að nálgast
bátinn, cn af því sem á eftir verð-
nr sagt., held ég, að Jóhann geri
ofmikið úr þessu athafnaleysi.
Nærri má geta, hvernig skipsbrots-
Mönnunum hafi liðið, þegar vonin
úni björgun hvarf eins fljótt og
hún birtisl. Nti var aðeins einn
bátur ókominn að íandi, það var
Uúfan. en formaður á henni var
Bjárni Bárðarson. Og fyrr en varði
hom Dúfan í ljós og nálgaðist óð-
fluga hið sökkvandi skip. Bjarni
hufði þegar komið auga á Mávinn,
en hann kom þarna aðens til að at-
huga möguleika á lendingu. Bjarni
sá þegar að ólendandi var, en hann
kallaði þegar háseta sína á dekk
og skipaði þeim að binda seglið
á þá hlið Dúfunnar, sem hann ætl-
aði að leggja að Mávinum, því að
annað kom ekki til greina. Véla-
maður hans spurði Bjarna, hvort
hann ætlaði a'ð leggja að bátnum
í þessu veðri? „Já,” svaraði Bjarni.
„Heldurðu að það sé hægt í þessu
veðri?” spurði vélamaðurinn.
„íxáttu mig um það, passa þú vél-
ina. ég skal passa stýrið!” Svo
rcnndi hann skipi sínu að hinu
sökkvandi skipi og tókst að ná
fimm mönnum í fyrstu atrennu.
Síðan rétti hann Dúfuna af fyrir
sjóunum og iagði að bátsflakinu
á nýjan leik og tókst að ná þeim
sem eftir voru, formanninum og
öðrum til. Var þá á sortabylur og
sáu, þeir, cr í landi voru, ekki,
hvort þeir tveir, sem eftir voru
fyrst, liöfðu bjargazt en er élið
birti, sáu þeir Dúfuna á fullri ferð
út Vikina á leið til ísafjarðar.
Strax og Dúfan var landföst á
ísafirði, var símað til Bolungar-
víkur og létti þá mörgum. um
hjartaræturnar, ekki síst aðstand-
endum þeirra, er á Mávinum voru.
Svona var Bjarni. Þegar á reyndi,
var hann allra manna djarfastur
og öruggastur, fljótur að taka á-
kvarðanir og framkvæma þær á
réttan hátt. Lengi var þetta djarf-
lega björgunarafrek Bjarna og liá-
seta hans í minnum haft, og löngu
síðar eða 1939 gengust mætir
menn fyrir því, að Bjarna væri
sómi sýndur fyrir þetta frábæra
afrek og heiðraði Alþingi hann
með peningagjöf og sýndi þannig
æðsta stofnuu landsins, að Bjarni
var hetja og göfugmenni, sem bar
að laka tillit til.
Skal hér að lokum getið þeirra
manna cr á Mávinum voru, er
hann fórst. Formaður var Bárður
Jónsson af Hólsætt eins og Bjarni.
Var hann talinn einn efnilegasti
ungra manna í Bolungavík á sinni
tíð, lengi bóndi og hreppsnefndar-
maður í Hólshreppi, d. 1954. Átti
níu börn, en hversu mörg aí þeim
hafa horft á föður sinn á flakinu
af Mávinum veit ég ekki. .Annar
var Magnús Tyríingsson bóndi og
útgerðannaður á Hóli. Var hann
Bárður Jónsson
\
lengi formaður og aflaði vel, d.
1921, 57 ára. Þriðji var Magnús
sonur Magnúsar Tyrfingssonar þá
16 ára. Hann lézt ungur. Fjórði
Bergur Kristjánsson hreppsstjóri
og útgerðarmaður, og einn af þeim
er Jóhann Bárðarson telur liafa
haft einna mesta hæfileika sem
háseti fyrir handflýti og lipurð
við öll sjóverk. Fimmti Sigurður
Vagn Magnússon frá Tungugröf í
Steingrímsfirði f. 1870 d. 1939.
Sjötti líklega Kristján Júlíusson,
kvæntur maður i Bolungavík en
aðkominn. Um þann sjöunda er
mér ókunnugt, ef þeir hafa þá
nokkurntíma verið fleiri en sex,
en J óhann Bárðarson tclur, að þeir
hafi verið sjö.
29. okt. 1914 var fjöldi báta á
sjó við Djúp. Hvessti þá af suð-
austri með ofsa miklum. Rauk þá
sær allur sem lausamjöll, segir
Finnbogi Bernódusson, og sá ekki
til fjalla fyrir særoki. Þá íórst
einn bátur frá Bolungavik, Vigri.
Einn báturinn varð olíulaus í bar-
áttunni við veðrið og rak ósjálf-
bjarga. Fjöldi báta fór fram hjá
lionum, en enginn vcitti honum
aðstoð. þar til þar bar að Bjrana
Bárðarson á Dúfunni, en hún gekk
allra báta bezt. Bjarni var mað-
urinn sem aldrei brást. Hann fór
aldrei fram hjá bjarglausu skipi.
Hann lagði sem næst hinum véla-
vana bát og fleygði niðurstöðu-
hönk yfir í bátinn, en linýtti svo
olíubrúsa í hinn endann með 35
lítrum af olíu og beið svo þar til
báturinn hafði náð olíunni og kom-
ið vélinni af stað og fylgdi svo
ALÞVÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 247
»