Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Qupperneq 9

Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Qupperneq 9
AFSRAM TERTZ er annar sovéthöfundanna tveggja í>ern i vetur voru dæmdir til langrar fangelsisvistar Jl'rir róg um fööurland sitt; þeir höfðu sent skáldrit ^in úr landi til birtingar erlendis.. Tertz sem réttu nafni heitir Andrei Sinajevskí er bókmenntafræð- ingur heima fyrir og hefur getið sér orö sem gagn- rýnandi og fræðimaður um seinni tíma bókmenntir Sovétríkjanna; hann hefur m a. annazt ýtarlegustu útgáfu sem enn hefur komið af Ijóðum Boris Past- ernaks í Sovétríkjunum og ritar þar inngang um skáldiö'og verk hans. Sinajevski er tiltölulega ungur maður, hann.mun vera á fertugsaldri, og hefur hann vakið athygli héima fyrir í seinni tið sem einn odd- viti ungra bókmenntamanna i Sovétrikjunum í bar- úitu þeirra gegn ríkjandi bókmenntakreddu þar Í kindi, sósíalrealismanum svokallaöa, og páfum þeim zem halda henni uppi. Fyrsta ritið undir nafni Abram Tertz birtist í Vcstur-Evrópu 1959, Frakklandi fyrst, síðan Bret• hindi og Bandaríkjunum og víöar um lönd. Þaö er *i:gerö sem nefnist Um sósialrealisma og gerir Tertz þai hróplegt gys aö þeirri bókmenntastefnu og i teikni hennar eingyöistrú kommúnisrhans og alls sooétskipulagsins. Sýnilega hefur hann, eins og aörir mcnntamenn af hans kynslóð, orðið fyrir miklum og afdrifaríkum áhrifum af falli Stalíns. Þvi lýsir hann i skáldsögunni Réttur er settwr sem kom út 1960; hún hefur veriö þýdd á íslenzku og kom út 1952. Réttur er settur er pólitskt deilurit, nístandi háð um sovézkt þjóðskipulag. En Tertz hefur einnig skrifaö „ópólitiskar” sögur þar sem hann leitast við aö jramfylgja þeirri listarstefnu sem hann lýsti i ritinu Um sósíalrealismann að korna skyldi i stað hans, semja skáldskap þar sem hiö fjarstæöufulla og fóránlega kemur í staö venjulegs raunsæis. Ein þeirra er sagan Grýlukertið sem mun birtast í fimm hlutum hér í blaðinu; hún kom fyrst út 1962. Abram Tertz var dæmdur í sjö ár'a fangelsi og fimm ára útlegö aö auki í janúar siöastliðnum — ug geta nú lesendur sjálfir dæmt um sök hans. V ÉG segi þessa sögu eins og skip- reika maður hermir frá hörmung- run sínum, kominn upp á eyðieyju eða á reki fyrir veðri og vind- Um- Hann fleygir bréfi sínu í flösku út á hafið.í þeirri von, að óldurnar skili henni einhvern tíma til fólks sem lesi bréfið, komist að sannleikanum löngu eftir að bréfritarinn sjálfur er dauður. En kemst flaskan nokkurn tíma W skila? Verður hún hrifin upp af öldunum sterkum sjómanns- höndum, grátið af aumkun yfir ^enni uppi á skipsþiljum? Eða mun sjávarseltan smátt og smátt tæra lakkið á stútnum, leysa upp Þappírinn, flaskan sjálf steyta á skeri full af söltum sjó eða stað- hæmast grafkyrr á mararbotni? Mitt hlutskipti er enn örðugra. Ég vil að verk mitt verði prentað og hljóti viðurkenning, þó svo ég hafi enga reynslu af fræðum né skáldskap. Einungis eftir þeirri krókaleið get ég gert mér von um að ná til þín, Vasili. Ó, Vasili! Trúðu mér til: ég hirði hvorki um fé né frama, bara að þú skilj- ir mig! Ég þarf ekki annarra les- enda við en þin. Samt mun saga min fara um ótaldar hendur fyrr en hún kann að slysast í veg fyr- ir þig. Hverra kosta á ég völ? Lífshafið er viðáttumikið, flaskari ofursmá, og hún hlýtur að rekast um óra- vegu áður en hún nái áfangastað. Fyrirgefðu mér, Vasili. Ég veit ekki hvar þú býrð. Ég veit ekki hvað þú heitir fullu nafni. Mér vannst enginn tími til að spyrja þess fyrr en það var orðið um seinan. En ég veit að þú lifir, eins og ég, á reki fyrir öldum rúms og tima. Og ég vona að einhvern dag kunni þig að bera inn í forn- bókaverzlun og reka augun í bók- ina mína snjóða og velkta uppi á hillu. Manstu þá eftir mér? Tekur hjarta þitt viðbragð við tilhugs- unina, vekjast skuggamyndir for- tíðarinnar upp fyrir þér að nýju? Réttirðu mér þá hjálparhönd? Vasili, ég bið þig einnar ein- ustu bónar: hafðu upp á Natösju! Sérðu til, hún hlýtur að búa í námunda við þig. LáttU það ekki Fyrsti hluti ALÞ ÍDUBLAOH) - SUNNUDAGSBIAÐ 249 1

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.