Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Síða 12
PASKAUPPREISNIN
DYFLINNI 1916
ívrir ÞÁ ATBURÐI, sem uröu á annan dag
póska 1916, höíðu fáir Dyflinnarbúar veitt litlu tó-
baksbúðinni í húsi nr. 44 A við Parnellstræti sér-
staka eftirtekt. Þetta var svo lítil og óhrjáleg og
svo venjuleg búðarhola, að það var hægt að sjá
hana hundrað sinnum án þess að taka eftir henni.
Fremra herbergið var tæpast nógu stórt til að rúma
það litla magn af sígarettum, vindlum, dagblöðum
op tímaritum, sem var á boðstólum og bakherberg-
ið. sem sást, þegar fortjaldi var ýtt til hliðar, var
jafn fátæklegt og ömurlegt.
Eigandi búðarinnar, Tom Clarke, var eins yfir-
Jætislaus og verziunin. Hann var grannvaxinn mað-
ur með grátt hár og þreytulegt grátt andlit, ljós-
b!á augu hans voru mild og óáreitin bak við gull-
spangargleraugu. En Clarke var samt leiðtogi
leynilegrar byltingarhreyfingar, sem stefndi að
því að kollvarpa yfirráðum Breta á írlandi og stofna
sjálfstætt írskt lýðveldi. Hógværð hans bar vott
um þolinmæði hans, og grátt litaraft hans var fang-
elsisfölvi, því að hann hafði setið í brezkum fang-
clsum um fimmtán ára skeið, eftir að hann var
dæmdur í Old Bailey í London í júní 1883 fyrir
þáttlöku í sprengjusamsæri írskra þjóðernissinna.
l'etta hafði gert hann að píslarvotti í augum sam-
landa hans, að þjóðhetju í líkingu við Wolfe Tone
og Iíobert Emmett og Daniel O’Connell. Þegar hann
var látinn laus úr fangelsinu árið 1898, höfðu bál
vcrið kveikt á ströndinni og mikill mannfjöldi safn-
rðist saman með blys til að bjóða hann velkominn
heim.
Innan skamms virtust þó flestir úr þeim mann-
fiölda hafa gleymt eldmóði sínum; menn sneru sér
að hinu daglega brauðstriti, fluttust til Ameríku
eða treystu því, að írska þingflokknum tækist að
fá heimastjórn fyi'ir írland á friðsamlegan hátt með
málflutningi í neðri deild brezka þingsins. Þegar
Toni Clarke var látinn laus, leit svo illa út fyrir
byltingarmálstaðinn, að hann var að því kominn að
flytjast úr landi. Mikið hafði gerzt á írlandi, meðan
hann sat í fangelsinu, og þegar hann kom aftur á
vettvang, líkaði honum ekki allt, sem hann sá.
í fyrsta skipti í sjö aldir virtist allt benda til
þess, að unnt yrði að leysa deilur Englendinga og
íra í bróðerni. Þó nokkur bjartsýni lá í loftinu, —
að minnsta kosti í þingsölunum í London. Ýmsir
menn beggja vegna írlandshafs voru farnir að spá
því, að sagan með Skotland endurtæki sig á ír-
landi, að írar gleymdu þeim misgjörðum, sem þeir
höfðu orðið fyrir, og hinum fornu konungum, en
lærðu í stað þess að lifa með stóra bróður í vin-
áttu og án allrar undirgefni.
Þrátt fyrir blysförina var irsk þjóðernisstefna
veik, þegar Clarke kom aftur til Dyflinnar, kannski
veikari en nokkru sinni fyrr. Þjóðernissinnar gátu
ekki einu sinni komið sér saman. Þeim mátti í aðal-
alriðum skipta í tvo flokka: þá, sem gerðu sig á-
nægða með friðsamlegar þingræðislegar endurbæt-
ur, — og þessi flokkur var langtum fjölmennari —
og hina, sem trúðu því, að við England væri ekki
hægt að tala nema með vopnum. Þótt þeir væru
orðnir fremur fáir, sem héldu fast við þessa síðari
skcðun, hafði hófsemdarmönnum aflazt hægt fylgi-
Frá 1870 til 1890 hafði verið hungursneyð á írlandi,
smábændur höfðu verið hraktir af jörðum sínum og
ströng þvingunarlög voru i gildi, sem leyfðu yfir-
völdunum að taka menn fasta og hneppa i fangelsi
án undangenginnar dómsrannsóknar.
Þcssa tvo áratugi var írland ,,mikið hörmunga-
land,” sem líktist lítið því landi dýrlinga og fræði-
manna, sem skáldin ortu um.
Á áratugnum 1870—1880 felldi brezka þingið
2C frumvörp, sem stefndu að því að bæta ástandið á
írlandi, og frá 1870 til 1886 voru 129 708 leiguliða-
fcændur hraktír af jörðum sínum. Þetta fólk var
miskunnarlaust rekið burtu, og þar sem annars var
ekki völ, ílýði það þúsundum saman á hverju ári til
Ameríku eða Ástralíu. Oftast hafði það ekki annað
með sér en fötin, sem það stóð í, og djúpstæða
béiskju.
En um aldamótin sáust þess ýmis merki, að end-
urbætur væru i nánd. Jarðarafgjöld voru lækkuð,
leiguliðum var tryggt jarðnæði og kosningalögunum
var breytt, svo að fjöldi þeirra íra, sem höfðu kosn-
ingarétt, þrefaldaðist. Þýðingarmest var þó kannski,
að samvizka frjálslyndra manna í Englandi var farin
að rumska, — og þegar það gerðist, gat engin kúgun
verið örugg. Þegar þessir hreinskilnu, alvarlegu og
252 UUNNUDAGSE„AÐ _ ALÞÝDUBLAÐIÐ