Sunnudagsblaðið - 17.04.1966, Qupperneq 18
vart Bretum, en þegar hann fór að hvetja íra opirr-
berlega til að ganga í brezka herinn, klofnaði sjálf-
boðaliðahreyfingin. Af þeim 180 þúsund sjálfboða-
liðum, sem þá höfðu gefið sig fram, skáru um 168
þúsund Redmondsmenn sig úr og tóku upp nafnið
þjóðvarnarlið. Flestir þeirra gengu síðan í herinn
og voru sendir til meginlandsins. Aðeins um tólf
þúsund mcnn, hinn upphaflegi harði Jcjarni þjóð-
ernissinna, héldu áfram tryggð við MacNeill. Sem
t-'riki í þágu I.R.B. styrktist sjálfboðaliðasveitin raun-
veruiega við klofninginn. Hins vegar hafa hlutföll-
in milli fylkinganna speglað nokkuð öruggiega skoð-
anir íra almennt.
!>. september 1914 kom æðsta ráð Bræðralagsins
saman til leynilegs fundar i Dyflinni. Þeir, sem að-
eins hefðu séð Tom Clarke við afgreiðsluborðið í
tóbaksbúðinni í Parnellstræti, hcfðu varla þekkt
hann fyrir sama mann, hefðu þeir heyrt hann á-
V’arpa ráðið. Hann talaði af hita og mælsku, er var
að því skapi magnaðri sem henni var sjaldnar beitt.
I'ann sagði, að erfiðleikar Englands gæfu írlandi
tækifæri. Þetta nýja stríð mætti ekki líða svo, að
vopnuð uppreisn yrði ekki gerð á írlandi, eins og
orðið hafði i Búastríðinu. Og jafnvel þótt upp-
reisnin mistækist, — en það var Clarke engan
veginn viss um, þá bæri kynslóð þeirra að lithella
bióði sínu í þágu írelsis Trlands. Þótt hann segði
það ekki, fólst í orðum hans ótti við, að án slíkra
fórna kynni írland að fallast á stöðu sína innan
brezka ríkisins.
Clarkc kom vilja sínum fram. Bræðralagið ákvað
formlcga að gera uppreisn, áður en styrjöldin væri
liti. Sérstakt herráð var myndað, sem í áttu sæti
þcir Clarke, Padraic Pearse, Sean MacDermott og
Joseph Plunkett, og MacDermott hófst þegar handa
við að skipuleggja hcrnaðaraðgerðir samkvæmt
heildarlínu, scm Clarke ákvað. Þá var fulltrúi frá
í R.B. scndur til Bandaríkjanna til að útvega fé í
samráði við Clan na Gael.
Um þessar mundir bauð Sir Rogcr Casement
bræðralaginu þjónustu sína. Sir Roger var mótmæl-
andi frá Úlster, kynlegur maður, dökkur á brún
og brá. Hann hafði yfir sér eitthvað óraunverulegt,
eins og hann væri stokkinn út úr miðaldaævintýr-
um og hefði ekki aðlagazt þeim nýja heimi, sem
hann var staddur í. Bræðralagið vildi ekkert hafa
með hann að gera, cn hcrráðið taldi þó ekki fært
að hafna liðvcizlu hans, þar eð hann naut alþjóð-
legrar frægðar. Von bráðar hélt Casement til Ncw
Vork til fundar við leiðtoga Can na Gaél. Viðstaða
hans í Bandarikjunum varð þó stutt, og 29. októbcr
hélt hann til Norcgs og þaðan áfram til Þýzkalands.
P.rindi hans þangað var að mynda herdeild írskra
síriðsfanga, afla vopna til uppreisnarinnar og reyna
að fá þýzku stjórnina til að lýsa því yfir, að sjálf-
siæði írlands væri mcðal styrjaldartakmarka
Þýzkalands.
Þegar átökin á vesturvígstöðvunum voru stöðnuð
í leðju skotgrafanna fór áhuginn á herþjónustu
dvinatidi bæði í Englandi og írlandi. írar höfðu
alltaf vcrið fúsir til að ganga í heri erlendis, en
253 aúNNUDAUsn;./.Ð _ alþýðublaðiþ
aldrei höfðu þeir streymt eins margir fyrr til jafn
hættulegra vígstöðva. Um það bil 250 þúsund gengu
í brezka hcrinn, en Suður-írarnir fengu þó ekki að
hafa samlenda foringja né eigin skjaldarmerki. Slíkt
fengu sjálfboðaliðar Carsons hins vegar. Þetta olli
talsverðri óánægju, og þegar yfirvofandi var, að
herskylda yrði tekin upp, magnaðist þjóðernisstefna
'íra. Þegar ríkisstjórn Asquiths lét af völdum og
við tók samsteypustjórn með Carson sem dómsmála-
ráðherra og átta sameiningarmönnum í ráðherra-
cmbættum, fór fylgið að hryn.ja af Redmond, Allt
sumarið 1915 efldist Sinn Fein, flokkur þjóðcrnis-
sinna, á kostnað þingflokksins.
Mcð þetta í huga hvatti Tom Clarke til að hafizt
yrði handa, en MacNeill, foringi sjálfboðaliðasveit-
anna kærði sig ekki um að vaða þannig út í opinn
dauðann. Bretar fyrir sitt leyti rcyndu fyrir allan
mun að íorðast uppreisn í irlandi meðan styrjöldin
stæði, og þegar Connoll.v og Markievicz greifafrú
gerðu aðsúg að Dyflinnarkastala í október 1915,
fóru yfirvöldin að ráðum Redmonds og héldu að sér
iiöndum. En Clarke hélt áfram að hvetja til að-
gerða, og nú fékk hann óvæntan stuðning frá James
Connolly og Borgarahernum. ConnoIIy Iýsti því yfir,
að hann myndi gangast sjálfur fyrir uppreisn, cf
aðrir gerðu það ekki mjög fljótlega. Engum, sem
þeíckti Connolly, gat blandazt hugur um, að hann
meinti það, sem hann sagði. I.R.B. tók Connolly
því fastan og hélt honum föngnum frá 19. til 22.
janúar 1916, en þá var hann látinn laus vegna hót-
ana Markicvicz greifafrúr og Borgarahersins. Conn-
ollv hafði varið þeim tíma, er hann var í haldi, til
viðræðna við fangaverði sína með svo góðum ár-
angri, að eftir þetta hafði Bræðralagið hann með
í ráðum, þótt hann fengizt aldrei til að ganga í
I.R.B.
Seinl í janúar 1916 lét æðsta ráðið undan cggj-
mim þeirra Clarkes og Connollys og ákvað upp-
reisnina. Dagurinn sem ákveðinn var, páskadagur,
sýnir þá dulhyggju, sem gegnsýrði hreyfinguna. Á
hinni miklu upprisuhátíð átti írland cinnig að rísa
upp.
Meðan þessu fór fram, sat Sir Roger Casement i
I'ýzkalandi og hafði ekki erindi.sem erfiði. Hvorki
Clan na Gael né I.R.B. höfðu sýnt honum fullan
trúnað: aðeins 52 stríðsfangar höfðu gengið í her-
sveit hans; og herstjórn Þjóðverja neitaði að taka
í mál að senda hcr lil írlands. Herforingjaráðið
vildi lofa því einu, að reynt yrði að koma vopnum
(il írlands og áhlaup yrðu gerð á vesturvígstöðv-
imum um páskana. Við þennan samning stóðu Þjóð-
verjar samvizkusamlega. 9. apríl lét gamall togari,
Auður, úr höfn í Lýbekku undir norskum fána, og í
lcstum skipsins voru 20 þúsund riíflar faldir. Auður
átti að skila þessum farmi á ákveðnum stað á ír-
landsströnd einhvern daginn frá 20. til 23. apríl,
og var þá gert ráð fyrir. að írskir sjálfboðaliðar
jrðu til staðar og tækju við vopnunum.
Bæði foringjar Clan na Gael (sem voru öruggh'
handan hafsins) og herráð Bræðralagsins virðast
haia gert sig ánægða með samkomulagið við Þjóð-