Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 20
lifun Lýsing – gerir heimilið að heimili segja margir og skiptir öllu máli. Hægt að skrifa lærða grein um lýsingu en best að segja að hugsa hana vandlega. Ef verið er að gera upp eða byggja er tækifæri til að hanna lýsingu og gera ráð fyrir ljósum í loftum og veggjum. Loftljós og lampar skreyta. Gerð og ljósstyrk pera skal hafa í huga til að andrúmsloftið verði rétt. Einnig borgar sig að taka tillit til þess hvernig lampar og ljós lýsa; upp, niður, vítt, þröngt, beint eða á ská. stofur Gólfefnin eru grunnurinn – það borgar sig að vanda valið á gólfefnum því þeim er kostnaðarsamt að breyta og það kostar mikla fyrirhöfn. Parketið er alltaf vinsælast og eikin hefur verið ráðandi undanfarið. Beykið hefur aðeins haldið sig til hlés, hvít áferð vakið forvitni og hnotan rutt sér til rúms. Annars er mynstur í parketi eins og á árum áður tískusveifla erlendis, sömuleiðis nokkrir litir í flísum notaðir saman og teppi og aftur teppi. Það þykir flott að teppaleggja með vönduðum og þykkum ullar- teppum, rýjateppum, og þá í litum og með sterku mynstri. Mottur eru einnig áberandi og sísal og kókos halda velli en einnig mælt með þeim í litum. Arnar – opinn eldur er aðlaðandi og frábært að hafa arin ef möguleiki er á. Það eru mörg atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að aringerð, fagleg jafnt sem þau sem varða útlit. Það eru ekki miklar eða örar tískusveiflur í örnum en hreinar og beinar línur hafa einkennt arna undanfarið. Eldstæðið verið niðri við gólf eða í miðjum ramma, engar hliðar á arni og eldstæðið á n.k. hillu. Áferð arna er einnig hægt að hafa fjölbreytta og jafnvel breyta reglulega; hafa arininn ómálaðan til að byrja með og þá leyfa múráferðinni að sjást. Mála hann síðan seinna, skipta reglulega um lit og kannski flísaleggja hann síðar. Gardínur – einfaldlega voða lítið um þær að segja því ein- hvern veginn er ekkert í tísku eða einfaldlega allt. Látlaust yfirbragð hefur verið einkenn- andi, gardínur eiga ekki að draga að sér athyglina heldur draga úr birtu og geislum án þess að myrkva. Þær eiga ekki að hylja fallega glugga eða útsýni. Rúllugardínur, felli- gardínur, „screen“gardínur, rimlagardínur, viðarfellitjöld. Vængir úr þunnum og gegn- sæjum efnum sem hanga eða eru strengdir á stöng sem n.k. rammi í gluggann og þá í ýmsum sniðum. Unnir veggir – öðruvísi áferð, litur, mynstur, flísar, vegg- fóður, viður. Mikið notað hjá þeim sem leggja línurnar. Allt gengur upp bara ef það er óvenjulegt og setur svip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.