Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 24
lifun innlit Hvernig lýsir þú eigin stíl? „Hann er gamaldags og notalegur og að sumu leyti kannski svolítið tímalaus, en hér er hann sniðinn að stærð hússins og aldri þess.“ Uppáhaldshluturinn? „Heartland-gaseldavélin sem við keyptum frá Kanada. Það er alveg frábært að elda á henni. Gaseldavélin er líka svo skemmtilega gamaldags, framleidd með sama útliti og var á henni fyrir hundrað árum.“ Hefur stíllinn breyst í áranna rás? „Nei, ekki svo mikið, við höfum ávallt verið hrifin af þessum stíl.“ Hvar kaupir þú hluti fyrir heimilið? „Í Tekk-Vöruhúsi, Dúxíana/Gegnum glerið, Öndvegi og Pottery Barn í Bandaríkjunum.“ Hvað langar þig í núna fyrir heimilið? „Ekkert sem stendur, við erum mjög sátt eins og er. Næstu verkefni eru utandyra, pallar, gangstéttir, matjurta- garður og að lagfæra þakið á bílskúrnum.“ Breytir þú umgjörð heimilisins eftir árstíðum? „Já, ég bæti mörgum kertaljósum við yfir haust- og vetrartímann og skrauti því tengdu. Yfir vor- og sumar- tímann er ég með blómaskraut og páska- og jólaskraut tekur að sjálfsögðu mikið pláss yfir hátíðirnar. Ég hef mjög gaman af því að skreyta, sérstaklega fyrir jólin og byrja á því strax í byrjun desember, bæði úti og inni.“ Uppáhaldslistamaður eða hönnuður? „Myndlistarmennirnir Egill Eðvarðsson og Karólína Lárusdóttir og þýski hönnuðurinn Gunther Lambert.“ Þarfasta heimilistækið? „Gaseldavélin.“ Hefur starf þitt og ferðalög haft áhrif á umgjörð heimilisins? „Já, að einhverju leyti hefur það gert það. Starfs míns vegna ferðast ég mikið og ég hef mjög gaman af því að skoða húsgagna- og heimilisverslanir erlendis þegar tækifæri gefst.“ Hvar er best að borða og hver er uppáhaldsmaturinn? „Hér heima á Lambastaðabrautinni og á veitingahúsinu La Primavera. Við erum mjög hrifin af ítölskum mat og íslenskri villibráð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.