Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 42
lifun Mýkið brauðraspið í mjólkinni í nokkrar mínútur. Kreistið mjólkina úr raspinu og hrærið saman við hakkið ásamt smátt söxuðum hvítlauk, steinselju, parmesanosti, eggjarauðu, salti og chillípipar. Gætið að því að hafa blönduna ekki of þunna því þá molna bollurnar í sósunni. Mótið smáar bollur, hitið olíuna í potti og steikið þær þar til þær fá á sig gullinn lit. Færið bollurnar yfir á servíettu og látið olíuna leka úr þeim. Saxið grænmetið í sósuna. Mýkið lauk, gulrætur og sellerí í sama potti og bollurnar voru steiktar í. Bætið þá tómötunum út í ásamt salti og lárviðarlaufi. Látið sósuna malla á vægum hita í nokkrar mínútur. Slökkvið undir pottinum, fjarlægið lárviðarlaufið, setjið bollurnar út í sósuna, kryddið með chillípipar og hrærið basilíkuna saman við. Berið fram með soðnu spagettíi og parmesanosti. Ítalskar kjötbollur Bollur: 400 g spagettí 200 g nautahakk 1 b brauðrasp 2 msk mjólk 2 msk Galbani-parmesanostur 1 hvítlauksrif 1/2 b steinselja 1 eggjarauða Sósa: 500 g niðursoðnir tómatar 1/2 laukur 3 gulrætur 2 sellerístilkar 1 lárviðarlauf 3 msk basilíka ólívuolía salt og chillípipar Sjóðið kartöflurnar í saltvatni. Afhýðið og stappið/maukið meðan þær eru enn heitar. Hrærið eggin og ostinn saman við og kryddið eftir smekk. Hrærið þá hveitið varlega út í. Ef deigið er þunnt setjið þá meira hveiti en gætið að því að hnoða deigið ekki of mikið. Gott er að hnoða í hrærivél eða matvinnsluvél. Best er að skipta deiginu í fernt og rúlla hvern hluta upp í langa og mjóa pylsu, um 1,5–2 cm þykka, og skera hana í um 0,5–1 cm bita (gott að hafa borðið örlítið hveitistráð). Leggið bitana á hveitistráð viskastykki eða disk. Sjóðið gnocchi-ið í salt- vatni og takið upp úr vatninu þegar það flýtur upp á yfirborðið. Það má frysta gnocchi-ið og gott að gera það áður en pylsurnar eru skornar niður. Þá er auðvelt að skera þær örlítið frosnar í bita (eins og með smákökudeig). Útbúið béchamel-sósuna, hrærið ostinn og rjómann saman við, saltið og piprið eftir smekk. Látið ostinn bráðna vel út í sósuna. Gott að setja parmesanost í sósuna en þá er þetta hin hefðbundna „fjögurra-osta sósa“. Það má einnig nota eingöngu gorgonzolaost, þá 300 g út í magnið af béchamel-sósunni, og setja parmesanost út í ásamt rjómanum. Sósan er borin fram með gnocchi-inu. Þetta er stór upp- skrift. Gnocchi hæfir bæði sem forréttur og aðalréttur. Gnocchi með ostasósu Gnocchi: 1 kg kartöflur 2 egg 300–400 g hveiti 3 tsk Galbani-parmesanostur salt og svartur pipar Ostasósa: 100 g Galbani- gorgonzolaostur 100 g emmentalerostur 100 g Ísbúi 1/2 b rjómi 1 uppskrift af béhamel-sósu (sjá uppskrift af canneloni. Magnið af sósunni á við alla uppskriftina af gnocchi-inu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.