Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2003, Blaðsíða 37
Ítalir eru þekktir fyrir frábæra matargerð. Pasta og pizzur koma fyrst upp í hugann hjá flestum þegar á það er minnst og gjarnan pastaréttir á borð við bolognese og lasagna. Til eru ótal uppskriftir að réttum sem þessum og engin ein er sú eina rétta þótt alltaf séu einhverjar betri en aðrar. Þær góðu eru geymdar og lifa mann fram af manni, þær eru viðeigandi við ýmis tilefni, hvort sem eldað er fyrir fjölskyldu eða vini. Góður og sannarlega ítalskur eftir- réttur verður að fylgja í kjölfarið á fullkominni … og laaangri máltíð. Í matinn lifun U m sj ó n: H al la B ár a G es ts d ó tt ir • L jó sm yn d ir G un na r Sv er ri ss o n Hitið mjólkina, varist að hún sjóði, mýkið matarlímið í köldu vatni og látið síðan út í mjólkina. Setjið 6 dl af rjómanum og vanillustöngina í pott og sjóðið þar til blandan hefur soðið niður um allt að 1/3. Takið þá vanillustöngina upp úr rjómanum og skrapið fræin úr henni út í rjómann. Hellið mjólkinni með matarlíminu út í og hrærið. Látið kólna. Þeytið afganginn af rjómanum með flórsykrinum, hrærið varlega saman við rjómablönduna. Hellið í skál eða lítil form og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Ef þið viljið losa búðinginn úr litlu skálunum er best að dýfa þeim í heitt vatn og hvolfa á disk. Búðinginn er gott að bera fram með ferskum berjum haustsins, berjasósum, bræddu súkkulaði eða jafnvel þunnri karamellusósu. Uppskriftin er fyrir 4. Panna cotta 8 dl rjómi 1 vanillustöng 5 blöð matarlím 1 dl mjólk 100 g flórsykur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.