Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 4
VIÐ SKULUM EKKI VERATIL BYRÐI Það er hjarta mitt, sem talar. Skynsemin er hlutlaus. — Eg verð að loka eyrunum fyrir r'ödd hjartans, .anzaði Burk. Og veiztu, hvers vegna það er? Það er vegna bókarinnar þeirrar arna. Hann benti mcð vísifingri á möppuna með heimilisreikning- unum. Þarna stendur svart á hvítu, að Burkett Johnson hafi ekki efni á öllu því, sem hugur- inn girnist. — Æ, ég er aldrei hrifinn af tölvísi, sagði Edith og hristi höf- uðið. r Burk svaraði engu. — Eg er viðskiptaráðunautur og hvemig heldur þú að fteri fyrir mér, ef ég spilaði rassinn úr buxunum mínum. Mér yrði blátt áfram bolað úr stéttinni." — Heldurðu í rauninni, að börn- in muni fara með fjárhag okkar? —• Svo segir bókin. Það þarf að kaupa hitt og annað, það kost- ar talsvert að láta börnin ganga í skóla. Okkur hefur veitzt fullt í fangi með að framfleyta tveiraur bömum hvað þá sex. — Má vera, anzaði Edie. — Og við höfum ekki getað lótið allt eftir okkur, sem okk- ur hefur langað til. Þegar börn- in langar að horfa á sjónvarp, verða þau að fara til nágrann- anna. Og við höfum enn ekki haft efni á að mála íbúðina á nýjan leik. Ekki höfum við heldur get- að endumýjað þennan bílgarm, sem við höfum átt síðastliðin tíu ár. Svona gæti ég talið í allt kvöld. — Ég veit, að við höfum ekki efni á þessari viðbót við fjöl- skylduna, svaraði Edie. En ein- hvern veginn finnst mér okkur bera siðferðileg skylda til að taka börnin. Eg gæti líka dútlað eitt- hvað í höndunum og reynt að spara til að gera þetta allt auðveldara. — Þú heldur það. En hvað með fatnað á alla hjörðina? — Við mundum hafa einhver ráð með að verða okkur úti um hann. —. Nei, og aftur nei. Burkett smellti saman fingurgómunum. Það verður að liafa það, þó að þið kallið mig nirfil og sviðing. Eg legg ekki út f þessa tvísýnu. — Okkur finnst þú enginn svíð- ingur. ;.u5.: — Jæja, þá. Burke.tt mJjdaðirt. En sjáðu bara til, ástin mfn. ÖU þau aukaútgjöld, sem við yrðtun að taka á okkar herðar.. Þau yrðu okkur áreiðanlega um megn. Skóla kostnaður, klipping á alla hjörð- ina tvisvar í mánuði, bíópjiðar um hverja helgi o.s.frv. Ég þori ekki að hugsa um alla þessa útgjalda- Iiði. — Eg gæti sjálf klippt angana og þannig sparað þá peninga. Svo gæti ég kennt þeim að njóta góðra bóka, og losað okkúr þann- ig við kostnaðinn af bíómlðum. — Ef ég á að heita húsbóndl í þessari fjölskyldu, þá er það mitt að sjá okkur farborða. Það bitnar á mér, sem aflaga fer, og ég verð að sjá um að við lifum ekki um efni fram. Þess vegna lýsi ég því yfir, að ég er andvíg- ur þessu ævintýri. — Jæja þá, anzaði Edie. — Segðu, að þú sért á sama máli, bað Burkett. Edie yppti öxlum. Eigum við ekki að fara að koma okkur I háttinn. Við skulum ekki tala meira um þetta. Og þau bjuggust til hvíldar. Eftir að þau voru lögzt fyrir, hvíslaði Burkett: — Þú ert sammála mér Edie, er það ekki? — Ilum, sagði hún og snéri sér til veggjar. — Mig langar enn að fá þau. í sama bili féll Mitch frnm úr rúmi sínu. Hann rak upp hóvært öskur. Burkett snaraðist fram úr og hljóp honum til aðstoðar. Það var allt í lagi með hann. En Sara var komin honura til aðstoðar, tók hann upp og reyndi að hugga hann. Sársaukinn hvarf úr and- liti hans, þegar hann kom auga á Burkett. Allt í lagi, vinur, sagði hann við snáðann. Þetta jafnar sig. Og svo tók þá Roy upp á þvf qð . ganga í svefni. Burkett kofn að honum, þar sem systir hans liafði náð . í hnakkadrembið á honum og stýrt lionum í rúmið aftur. Hún flóði í tárum og var bersýnilega mjög miður sín vegna þess óskunda, sem benni fannst bræður sínir hafa gert Johnsons fjölskyldunpi þessa nótt. Búrk- ett lagði hönd á höfuð henni og reyndi að stöðva tárin. Láttu þetta ekkert á þig fá, sagði hann vin- gjamlega. Vlð sofum bara þeim mun betur á eftir. Edie bættist i bópinn og gerði sitt til að hugga Söru. Og smám saman hætti gráturinn, og það eina, sem benti til þess, að hún hefði grátið var ofurlítill hiksti, sem hún gaf frá sér af og til. Svo fóru þaú öll í háttiiin aftur og sváfu vært til morguns. Þegar Burkett kom að árdegis- verðarborði næsta dag, var sú á- kvörðun, er hann hafði tekið dag- inn áður, enn óhögguð. Þá var það að Andy kom að máli við hann og sagði: „Eg ætla að útvega mér vinnu, pabbi. — Vinnu? Og hvað kemur til, ef mér leyfist að spyrja? — Ja, ég er orðinn nógu full- orðinn til að vinna sjálfur fyrlr , vasapenlngunum mfnum. Það á 324 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.