Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 26.04.1964, Blaðsíða 9
sá, að gluggatjöldin stóðu i björtu °áli. „Þú segir satt strákur", sagSi Kjarval hissa. „Teatret brænder". svo slökktu þeir báliS í sam'ein- Jngu. Millner gekk stundum meS Waðna skammbyssu, þar sem hann óttaðist mjög um líf sitt. Einu sifatai gekk það svo heila nótt, að JÞeir sambýlismennirnir sneru henni á víxl þannig að hlaupið ýmist vissi að Kjarval eða frá hon- um. Þegar Millner hélt, að Kjar- val væri sofnaður, hagræddi hann byssunni þannig að hlaupiS sneri að Kjarval, en þegar Kjarval hugði Millner sofnaðan .læddist hann fram úr og sneri byssuhlaupinu i aðra átt. Þannig gekk það á víxl alla nóttina unz eldaði af degi, °g mesti óttinn fór af Millner. Já, það var kúnstugt sambýlið í Listvinahúsinu! Áriö 1927 urðu tímamót i sögu Listvinahússins. Þá hóf ungur og cfnilegur listamaður, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, að leggja þar drög aS leirbi-ennslu listmuna. Hann hafði lært listina í Þýzka- landi fyrstur íslendinga og taldi sig nú hafa komizt að þeirri niður- stöðu að leirbrennsla og listmuna- gerð ætti framtíð fyrir sér hér á landi, enda væri hér gnægð hrá- efna. Guðmundur gekk að þessu braut ryðjendastarfi sínu af þeim áhuga og atorku, sem honum var lagið, en synd væri að segja, að bjart- sýni hans fyndi alls staðar þann hljómgrunn, sem verðugur var. í byrjun voru ekki allir jafnhrifnir af brambolti þessa unga ofurhuga, en slíkar efasemdir urðu ekki lang lífar. Guðmundur sýndi það fljót- lega svo ekki varð um villzt, að leirmunagerð gat þrifizt á íslandi — og það vandræðalaust! Sinn fyrsta brennsluofn til fram leiðslunnar — og jafnframt þann fyrsta sinnar tegundar —hér á landi — fékk Guðmundur frá Þýzkalandi árið 1930, — og í nóv- ember sama ár var fyrst brennt 1 honum. Guðmundur safnaði að sér lærisveinum, er fram liðu stund- ir, — þar á meðal Baldri Ásgeirs- syni, Ragnari Kjartanssyni og Sveini Einarssyni, bróður sínum, — og auk þess fékk hann sér starfsfólk utanlands frá, því að hér var fátt manna í upphafi, er til þessara verka kunni. Þegar starfsfólk í listmunagerð Giið- mundar í Listvinahúsinu var flest voru þar 12—14 manns og unnið í þrennu lagi, þar sem erfitt var fyrir svo stóran hóp að athafná sig í ekki stærra húsnæði. Á þeim sextán árum, sem Guðmundur stóð fyrir listmunagerðinni í Listmuna- húsinu blómgaðist hagur fyrir- tækisins jafnt og þétt og enginn var sá íslendingur á þeim timum, er ekki kannaðist við gripina úr Listvinahúsinu. Jafnframt mótun margra fag- urra gripa, gerði Guðmundur á starfsárum sínum merkar og um> Frh. á bls. 330, ALl»ÝlttJELAi)ltí - BUNNUDAGÖBLAI) 329

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.