24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 16.07.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Ekkert hefur gerst í niðurrifi toppstöðvarinnar í Elliðaárdal þrátt fyrir fyrirheit þar um. Landsvirkjun afhenti Reykjavíkurborg toppstöð- ina ásamt þremur lóðum í Elliðaár- dal til eignar í febrúar síðastliðnum með því skilyrði að borgin sæi um niðurrif stöðvarinnar. Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum formaður borg- arráðs, sagði þegar samkomulag tókst um tilfærslu eignanna í ágúst 2007 að byrja ætti á niðurrifi stöðv- arinnar á næstu vikum. Ekkert ból- ar hins vegar á þeim framkvæmd- um. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri á framkvæmda- og eignasviði, segir að útboðsgögn vegna niðurrifsins séu tilbúin. „Þetta er talsvert mál og við viljum ekki fara í þetta á meðan á laxveiðitímabilinu stendur. Því höfum við ekki farið af stað með þetta verk.“ Umtalsvert verk verður að rífa stöðina þar sem hún er klædd með asbesti sem að verður að rífa með mikilli varúð vegna mengunar- hættu. Mikill kostnaður mun því hljótast af niðurrifi stöðvarinnar. „Það er nú kannski ekki gott að gefa það upp nákvæmlega en það er ljóst að það mun kosta tugi milljóna,“ segir Hrólfur. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvenær verkið verður boðið út. Að sögn Hrólfs er enn umræða um að taka húsið til einhverra nota. „Það er samt ekkert fast í hendi með það. En ég reikna frekar með stöðin verði rifin. Tíminn sem við höfum til niðurrifsins eru desember til febrúar og því á ég frekar von á að þetta gerist í haust.“ freyr@24stundir.is Landsvirkjun afhenti Reykjavíkurborg toppstöðina í Elliðaárdal til niðurrifs en ennþá bólar ekkert á framkvæmdum Enn stendur toppstöðin og bíður örlaga sinna ➤ Toppstöðin var tekin í notkun1948 og var notuð fram á ní- unda áratuginn til að anna eftirspurn á álagstoppum. ➤ Staðið hefur til að rífa hanaum alllangt skeið, að minnsta kosti í áratug. TOPPSTÖÐIN Seig Lengi hefur staðið til að rífa toppstöðina en hún stendur enn Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Hluthafar í SPRON eru samkvæmt heimildum 24 stunda margir hverjir óánægðir með það verð sem þeir fá fyrir bréf sín, verði samruni SPRON og Kaupþings banka að veruleika. „Ég held að það sé almenn óánægja með þetta verð,“ segir Gunnar Þór Gíslason, hlutahafi og fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON. Þá þyki ekki góður kostur að fá greitt að 60% hluta með bréf- um í Exista. „En svo er spurning hvort óánægjan sé nægilega mikil til að hluthafar hafni samrunan- um.“ Samruninn er háður sam- þykki hluthafundar sem halda á í ágúst. Vilja markaðsvirði í vor Samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir SPRON og Kaupþings hafa samþykkt, verða greiddar sem nemur 3,83 krónum fyrir hvern hlut í SPRON, sem er markaðsvirði 30. júní 2008 að viðbættu 15% álagi. Hluthafi sem 24 stundir ræddi segist óánægður með að ekki hafi verið miðað við markaðsvirði bréf- anna áður en upplýst var um sam- runaviðræðurnar sem sagt var frá í lok apríl. Síðan hefur gengi bréfa í SPRON lækkað úr 5 í 3,1. Hluthafarnir frá greitt að 60% hluta með bréfum í Exista og að 40% hluta með bréfum í Kaup- þingi. Rögnvald Othar Erlingsson, sem sagði sig úr varastjórn SPRON í síðustu viku, segir ástæðuna fyrst og fremst þá að hann sé ósáttur við verðið sem hluthafar fá verði af samrunanum. „Það er í mínum huga óviðun- andi að fá greitt að 60% hluta í Ex- istabréfum,“ segir Rögnvald. Hann bendir á hversu mikið þau hafi lækkað í verði að undanförnu, sem hafi komið illa við hluthafa í SPRON þar sem sparisjóðurinn á stóran hlut í Exista. Ef horft er þrjá mánuði aftur í tímann hefur gengi bréfa í Exista lækkað úr um 12 í 6,25 eftir 5,3% lækkun félagsins í gær. Eins og einn ósáttur hluthafi í SPRON sem 24 stundir ræddu við benti á, er Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, einnig stjórnar- maður í Exista og Erlendur Hjalta- son, stjórnarformaður SPRON, einnig forstjóri Exista. Hrein heilindi í viðræðunum „Auðvitað er enginn hluthafi í dag í fyrirtæki ánægður með það verð sem bréfin ganga á, enda ljóst að hlutabréfamarkaðir hafa lækkað mjög mikið,“ segir Guðmundur Hauksson, um óánægju hluthafa. Hann segir ekki óeðlilegt að bréf í Exista séu boðin til hluthafa í ljósi þess að þau eru stór þáttur í fjárfe- stignum SPRON. Margir hafi væntingar um að þau muni hækka. Varðandi tengsl Guðmundar við Exista segir hann menn verða að hafa í huga að ástæða þess að hann stitji í stjórn Exista sé að SPRON er hluthafi í félaginu. „Það hefur verið hluverk mitt að gæta þessara hags- muna. En persónulega eru mínir hagsmunir nær alfarið tengdir hlutabréfaverði í SPRON, sem ætti að sýna að það eru hrein heilindi af minni hálfu í þessum viðræðum.“ Ekki náðist í Erlend Hjaltason. Hafna hluthafar samrunanum?  Hluthafi í SPRON segir óánægju ríkja með verðið sem fæst fyrir bréfin verði af samrun- anum við Kaupþing  Hluthöfum þyki ekki góður kostur að fá greitt með bréfum í Exista Ósáttir Hluthafi segir að nær hefði verið að miða við verð- mætið áður en sagt var frá samrunaviðræðum. ➤ Samkvæmt samrunasamningiverða greiddar 3,83 krónur fyrir hvern hlut í SPRON. ➤ 60% andvirðisins verðurgreitt með bréfum í Exista og 40% með bréfum í Kaup- þingi. SAMNINGURINN Hækkandi bensínverð, verð- hækkanir á bílum og launahækk- anir framhaldsskólakennara, sem ökukennarar miða sig við, valda því að bílprófið er nú dýrara en það var í fyrra. Telja ökukennarar, sem 24 stundir ræddu við, líklegt að til meiri hækkana komi í haust. Verðlagning ökukennara er frjáls og getur munað tugum pró- senta á verði milli kennara. Lægst fer tímagjaldið í um 6000 krónur en hæst í 8000 krónur, samkvæmt óformlegri könnun blaðamanns. Algengast er að verðið sé á bilinu 6000-7000 krónur, eða um þúsund krónum hærra en það var í fyrra. Bóklegi hluti námsins hefur einnig hækkað í verði en ekki feng- ust upplýsingar um hve mikið. Þar sem hver ökunemi þarf að greiða fyrir að minnsta kosti sextán verk- legar kennslustundir í akstri, bók- legt nám, þátttöku í verklegt og bóklegt próf sem og skírteini, er vart hægt að taka bílpróf fyrir lægri upphæð en 130 þúsund krónur. thorakristin@24stundir.is Bensínhækkanir, verð nýrra bíla og laun kennara hækka bílprófið Bílprófið dýrara en í fyrra Ökutíminn Kostar allt að átta þúsund krónur. 24stundir/Golli Hressing í bolla frá Knorr AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Hvað ætlar þú að gera í dag?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.