24 stundir - 16.07.2008, Síða 10

24 stundir - 16.07.2008, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir TB W A \R E Y K JA V ÍK \S ÍA Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Hjálparsamtök óttast að þeir afr- ísku flóttamenn, sem reyna að koma sér sjóleiðis til Evrópu með ólöglegum hætti og drukkna, verði fleiri í sumar en nokkru sinni fyrr. Flóttamennirnir leggja á sig hættulega ferð á illa búnum smá- bátum í von um að komast óséðir upp að ströndum Spánar þar sem þeir hyggja á nýtt og betra líf. Mikil fjölgun Mannréttindasamtök segja mikla fjölgun hafa orðið meðal þeirra sem reyna að komast ólög- lega frá Norður-Afríku til Suður- Evrópu. Fjölgunin er sérstaklega mikil meðal fólks frá stríðshrjáðum löndum sunnan Sahara, svo sem Sómalíu og Erítreu. Spænsk yfirvöld hafa það sem af er ári fundið 51 lík landflótta Afr- íkumanna, en vitað er að raunveru- legur fjöldi er margfalt meiri. Rauði krossinn áætlar að á hverju ári drukkni milli tvö og þrjú þúsund þeirra sem leggja í slíka ferð. Stöðugt segja spænskir fjöl- miðlar nýjar harmsögur af lifandi og látnum flóttamönnum sem finnast undan ströndum Spánar. Yfirvöld telja að einungis einn af hverjum þremur bátum nái til Spánar, þar sem yfirvöld finna langflesta þeirra. Leita til Almería Breska blaðið Observer segir yf- irvöld á Spáni telja höfnina í borg- inni Almería á suðausturströnd Spánar vera þann áfangastað sem ólöglegu flóttamennirnir reyna helst að komast til. Þá hefur fjöldi þeirra sem reyna að komast til ítölsku eyjarinnar Lampedusa tvö- faldast það sem af er ári, en eyjan er einungis 110 kílómetra frá Túnis. Leggja mikið á sig Fyrr í vikunni bárust fréttir af báti sem hafi sést til undan strönd- um Almería með 33 lifandi mann- eskjur innanborðs. Fólkið var máttvana eftir ferðina en báturinn varð fljótlega vélarvana eftir að hafa lagt úr höfn frá borginni Alhucema í Marokkó viku áður. Á leiðinni lét- ust 15 farþeganna úr hungri og þorsta, þar af níu börn undir fjög- urra ára aldri. Rotnandi líkum þeirra hafði verið varpað fyrir borð. Lögregla segir flóttamenn greiða möngurum jafnvirði allt að 150 þúsund krónur til að komast að ströndum Marokkó, þar sem þeim er komið fyrir í illa búnum bátum. Hert eftirlit Spánverjar hertu eftirlit við strendur landsins verulega árið 2005. Hjálparsamtök segja að í kjölfarið hafi mangararnir látið sigla bátunum lengri og hættulegri leið í þeirri von að komast óséðir og óhultir á leiðarenda. Þrátt fyrir mikinn fréttaflutning og viðvaranir dregur ekkert úr fólksstraumnum og ljóst er að afr- ísku flóttamennirnir eru reiðubún- ir að leggja mikið á sig til að komast til álfunnar í norðri. Þúsundir farast í leit að betra lífi  Árlega drukkna þúsundir Afríkumanna er þeir reyna að komast til Evrópu  Leggja mikið á sig til að reyna að hefja nýtt líf ➤ Milli 2.000 og 3.000 mannsdrukkna árlega er þeir reyna að komast yfir til Evrópu. ➤ Flóttamennirnir greiðamöngurum allt að 150 þús- und krónur til að komast að strönd Marokkó þar sem þeim er komið fyrir í bátum. ➤ Illa búnum bátunum er svostefnt að suðurströnd Spánar og Ítalíu en einnig til Kan- aríeyja. FLÓTTINN TIL EVRÓPU NordicPhotos/AFP Á heimleið Spænsk yf- irvöld hafa hert eftirlit við strendur landsins. Barack Obama, forsetaframbjóð- andi demókrata, segir Bandaríkja- stjórn nú einblína um of á ástand- ið í Írak og gefi því öðrum ógnum sem steðja að Bandaríkjunum ekki nægilega mikinn gaum. Obama flutti ræðu í gær þar sem hann tíundaði áherslur sínar í ut- anríkismálum. Hann sagði að ör- yggi og efnahagur Bandaríkja- manna bæri skaða af Íraksstríðinu. Hann er nú á leið í ferð um Mið-Austurlönd og mun meðal annars fara til Íraks og Afganistans. Obama lýsti hvernig hann hygðist kalla bandaríska hermenn í Írak heim, yrði hann kjörinn forseti. Slíkt myndi svo opna á þann kost að senda nauðsynlegan liðsauka til Afganistan. aí Obama skýtur á Bush Þrír ísbirnir, birna og tveir ís- bjarnarhúnar, voru drepnir á vesturströnd Grænlands á sunnu- daginn, eftir að þeir réðust til at- lögu gegn hópi fólks sem hafðist við í tjaldbúðum nærri bænum Maniitsoq. „Einhver hrópaði: „Ísbjörn, ís- björn“,“ og þá voru þeir þegar mjög nærri,“ segir veiðimaðurinn Vittus Poulsen, sem neyddist til að skjóta birnina þrjá. Poulsen var að veiðum með konu sinni og syni er birnirnir birtust. Ísbirnir eru almennt friðaðir á Grænlandi, en heimastjórnin út- hlutar litlum kvóta til takmark- aðra veiða á ári hverju. aí Ísbirnir drepnir á Grænlandi Evrópusambandið hyggst fá símafyrirtæki til að lækka kostn- að neytenda við að senda sms innan ríkja sambands- ins. Talið er að Viviane Reding, sem fer með fjar- skiptamál innan fram- kvæmda- stjórnar ESB, muni í september kynna frumvarp, sem felur í sér að álíka dýrt verði að senda sms í heimalandinu og í öðrum ríkjum ESB. Mörg símafyrirtæki hafa útilokað að lækka verð fyrir sms-send- ingar og netnotkun í farsíma er- lendis. Fullyrða þau að ekki sé verið að svindla á neytendum og að verð fari sífellt lækkandi vegna mikillar samkeppni á fjar- skiptamarkaði. aí Ódýrara SMS innan ESB STUTT ● Sprengjuárás 35 manns hið minnsta létust og rúmlega 50 særðust í sprengjuárás sem var gerð í herskráningarstöð í Diyala-héraði í Írak í gær. ● Slys Rúmlega 30 slösuðust þegar leiktækið Rainbow hrundi í skemmtigarðinum Liseberg í Gautaborg í gær. ● Þjóðfáni Stjórnvöld í Írak vilja láta hanna nýjan þjóðfána og af því tilefni hafa yfirvöld boðað til hönnunarsamkeppni. ● Flugferðir Írska lággjalda- flugfélagið Ryanair hefur til- kynnt að til standi að fækka ferðum flugfélagsins til og frá Dyflinnar-flugvelli um 12 pró- sent frá næsta vetri. Einnig verður skorið niður í flugi til og frá Stansted-velli. Vísindamenn hafa komist að því að hlýnun jarðar geti haft geigvæn- leg áhrif á tilvist refs í kringum norðurskautið. Fylgdust líffræð- ingar við Alaska-háskóla með hreyfingum 14 ungra refa vetur- langt. Reyndust aðeins þrír þeirra lifa veturinn af – þeir sem héldu út á ísinn til að leita sér fæðis. Þeir 11 sem héldu sig í landi sultu. Þykir þetta benda til þess að við- urværi heimskautarefs sé nátengt möguleikum þeirra til að verja vetrarmánuðunum á ísbreiðum, þar sem auðveldara er að nálgast æti. „Eftir því sem torveldara verður að komast út á hafís er mögulegt að refir þurfi að standa erfiðari vetur af sér á landi, sem gæti leitt til þess að færri einstaklingar lifi af,“ segir Nathan Pamperin, sem stjórnaði rannsókninni. atlii@24stundir.is Hafís hopar vegna hlýnunar Tilvera heimskauta- refs í tvísýnu

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.