24 stundir - 16.07.2008, Síða 16

24 stundir - 16.07.2008, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Flestöll börn sem ég þekki vilja einungis hrátt grænmeti og þegar ég býð börnum stórum og smáum upp á skrældar og skornar rófur eru þær fljótar að borðast,“ segir Helga. „Fyrir okkur hin börnin fylgja hérna góðar rófuuppskriftir.“ Heilsusafi Skrælið (ef nauðsyn krefur) 2 rófur, skerið niður í passlega bita fyrir safavélina, takið 2 stk. kívíá- vöxt ásamt ferskum engifer (má sleppa) og einni peru. Frábærlega góður safi. Gamla góða rófusalatið (Með smá tilfæringum) Ég er hér búin að breyta gömlu útgáfunni af rúsínurófusalatinu. 2 stórar rófur skrældar og skornar í bita og settar í mat- vinnsluvél með grófu rifjárni. Bæta við einni lúku af smátt skornum döðlum og hálfu búnti af smátt saxaðri steinselju. Skreyta með einu boxi af bláberjum. Dressing samanstendur af smá appelsínusafa, 1 msk. ólífuolíu og einni msk. af agavesírópi sem fæst í heilsuvöruverslunum. Smávegis af grófu salti. Þeyta vel saman og setja yfir rófurnar. Gott með fiskréttum og grilluðu kjöti. Rófusúpa úr sveitinni (Með erlendum áhrifum) 4 meðalstórar rófur 4 msk. ólífuolía 1 laukur 2 tsk. broddkúmen 2 tsk. túrmerik 1 msk. sítrónusafi salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk. góður biti af ferskum engifer, smátt saxaður og látinn sjóða með rófunum. rófur og laukur saxaður smátt. Grænmetið léttsteikt í olíu og kryddinu þar til það er orðið meyrt. Þá er vatninu bætt út í og látið sjóða í 20 mínútur. Þá er komið að töfrasprotanum að mauka súpuna. Bragðbæta með sí- trónusafa, salti og pipar. Súpan er best frekar þykk. Síðan má breyta henni að vild, t.d. með því að minnka vatnsmagnið en nota þess í stað kókosmjólk. Látið malla við vægan hita í 5 mín. eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskar smátt sax- aðar jurtir og vorlaukurinn eru settar fyrir rétt áður en súpan er borin fram og varla þarf að nefna það að nýbakað brauð er það eina sem þarf með réttinum. Ofnbakaður réttur Sumarlegur með rófum og epl- um. 3 stórar rófur, skrældar, skornar þversum og síðan í ½ cm þykk- ar sneiðar. 3 græn epli sama aðferð og með rófurnar. 2 laukar, sama aðferð. smá olía ásamt sítrónusafa, eplasafa og rifnum engifer. ½ tsk. kanill og gróft salt ½ msk. tamari-sósa (sojasósa) Þegar búið er að skera grænmet- ið og eplin er því raðað í eldfast mót og smá olíu og salti stráð yfir. Bakað í ofni í 30-40 mín. Blanda saman olíu, eplasafa, tamari-sósu, kanil og salti og strá yfir þegar rétt- urinn er tilbúinn til að bera hann fram og skreyta með söxuðum kóríander. Rófu-fennelgratín 6 hvítlauksgeirar heilir og í hýði 2 msk. ólífuolía 1 krukka af tómatsósu 2 stk. fennel, skorið þversum í ½ cm þykkar sneiðar. 2 stórar rófur, skrældar, klofnar í tvennt og síðan í grófar sneið- ar. smá salt og grófur pipar ásamt 1 tsk. tímian og 1 tsk. fennel-fræ. ½ krukka af steinlausum ólíf- um. Þessi réttur er góður með gor- gonzola-osti eða parmesan-osti. Smyrjið eldfasta mótið að innan með olíu, grænmetinu raðað í ásamt hvítlauksgeirunum, ólífu- olíu dreift yfir ásamt tómatsósu, kryddum og ólífum. Sett inn í heit- an ofninn og bakað í 30-40 mín- útur (200 gráður). Grænmetið á að vera lungamjúkt og baðað í ólífu- olíu og sósu. Gott með grænu sal- ati, fiski og fuglakjöti. Föst í sama fari? Prófið að matreiða rófur á óhefðbundinn máta Skemmtilegar rófuuppskriftir „Eins og með flest annað grænmeti er hægt að sleppa sér lausum með hugmyndir um hvernig best sé að nota rófur í matargerð,“ segir Helga Mogensen sem gefur les- endum hér óvenjulegar og skemmtilegar upp- skriftir að rófuréttum. Gamla góða rófusal- atið Með smá tilfær- ingum. Rófu-fennel gratín Ljúffengt og litríkt. Svalandi rófudrykkur Bragðast vel, fullur af vítamínum. Sumarleg súpa Með er- lendum áhrifum. Ofnbakað og gott rófur og epli. Matur Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Frönsk stemming – frábær matur SÆLKERAUPPSKRIFTIR FRÁ ÖLLUM HÉRUÐUM FRAKKLANDS Gullfalleg og eiguleg bók með 135 uppskriftum að hamingjunni á franska vísu. Nýtt og ferskt hráefni, franskur matur og frönsk vín sem krydda hamingju- leit okkar og stækka sjóndeildarhringinn. Bon appétit! ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.