24 stundir - 24.07.2008, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Það ætti að niðurgreiða meðferð
einstaklinganna, t.d. eyðingu lík-
amshára og raddmeðferð sem oft á
tíðum er mjög kostnaðarsöm,“
segir Óttar Guðmundsson, geð-
læknir á Landspítalanum. Að auki
telur hann að endurskoða ætti lög
um nöfn og nafnabreytingar.
Hann tekur fram að talað sé um
leiðréttandi aðgerð en ekki kyn-
skiptaaðgerð. „Orðið transgender
er alþjóðlegt orð og á við um ein-
staklinga sem eru á milli kynja, eða
þriðja kynið,“ segir hann og bætir
við að mismunandi sé hvernig fólk
skilgreini sig. „Það er algjörlega
hætt að tala um kynskiptinga eða
kynskiptaaðgerðir,“ segir hann.
Borga allt úr eigin vasa
„Skeggrótareyðing kostar yfir
milljón og brjóstaaðgerð um tvö
hundruð þúsund,“ segir Anna K.
Kristjánsdóttir vélfræðingur og
nefnir að transsexual fólk þurfi
að borga allt nema aðgerðina sjálfa
úr eigin vasa. „Ríkisvaldið fer með
fjárveitingarvaldið og því væri um
pólitíska fjárveitingu að ræða,“
segir hún.
„Undirbúningsferillinn sjálfur
getur orðið mjög langur, allt frá
fimm árum upp í áratug þess
vegna,“ segir hún. Anna tekur fram
að hún greini ákveðna hugarfars-
breytingu varðandi málefni trans-
gender fólks á Íslandi.
Ekkert íslenskt orð til
„Transgender er regnhlífarorð
sem nær líka yfir fólk sem ekki fer í
aðgerðina,“ segir Anna og bætir við
að orðið transsexual sé notað yfir þá
sem leiðrétta kyn sitt með aðgerð.
„Því miður hafa engar hugmyndir
komið fram um íslenskt orð sem
hægt væri að sætta sig við,“ segir
Anna og bætir við að leitað hafi ver-
ið að orði í lengri tíma.
„Þeir sem fara í leiðréttandi að-
gerð eru sannfærðir um að vera í
röngu kynhluverki,“ segir Óttar og
bætir við að hamingja einstakling-
anna sé að húfi. „Allar rannsóknir
benda til þess að þessar aðgerðir
auki lífsgæði þessara einstaklinga
til mikilla muna en miklu skiptir
að sjálfsögðu að greiningin sé rétt.“
Langur aðdragandi
Fyrsta ár undirbúnings lifir við-
komandi algjörlega í því kynhlut-
verki sem hann kýs að lifa í og
breytir um nafn. Síðan hefst
hormónameðferð sem stendur í
eitt ár og þá fyrst er hægt að fara í
aðgerð,“ segir Óttar. „Flestir kom-
ast fljótt á lífsleiðinni að raun um
að þeir hafi fæðst inn í vitlausan
líkama,“ segir hann. Umræðan um
transgender fólk hefur opnast og er
orðin mun jákvæðari en áður var,“
segir Óttar.
Meðferð ætti
að niðurgreiða
Geðlæknir telur að niðurgreiða ætti alla þætti meðferðar fólksins
➤ Undirbúningur meðferð-arinnar tekur a.m.k. tvö ár
eða lengur en ferlið allt getur
tekið langan tíma.
➤ Þrír einstaklingar hafa geng-ist undir aðgerð hérlendis.
➤ Um 20-30 manns eru í félag-inu Trans Ísland en aðstand-
endur eru inni í þeirri tölu.
LEIÐRÉTTINGAR Á KYNI
Óttar Telur niðurgreiðslu
vera mannréttindamál.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Stefnt verður að því að fljúga
með farþega beint frá Ísafjarð-
arflugvelli til Grænlands í
næsta mánuði.
„Við getum einnig tekið far-
þega frá Reykjavík, en ferðin
verður ekki eingöngu við-
skiptalegs eðlis, heldur einnig
skemmtiferð,“ segir Steinþór
Bragason hjá Alsýn á Ísafirði.
„Vandamálið er að á flugvell-
inum á Ísafirði er engin
vopnaleit,“ segir hann.
áb
Viðskipta- og
kynnisferð
Flogið til Grænlands
Iceland Express tekur tvær Being 737-700-flugvélar í notkun næstkom-
andi september og hættir um leið að nota MD90-vélarnar, sem flug-
félagið hefur notað til þessa. Tvær aðrar Boeing-vélar verða svo teknar
í notkun næsta sumar. Samningur þessa efnis var undirritaður í gær.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir efnahagsástandið
eina meginástæðuna fyrir skiptunum. Boeing-vélarnar eyði allt að 40
prósent minna af eldsneyti á flugtíma en þær sem nú eru í notkun og
sparnaðurinn sem fylgi skiptunum nemi hundruðum milljóna. Einnig
verði viðhald og þjálfun áhafna einfaldari þar sem allar vélar flug-
félagsins verði nú frá Boeing. þkþ
Iceland Express fær nýjar vélar
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Kannað var verð á ódýrustu tegund af svefnpokum
fyrir fullorðna. Ekki er tekið tillit til gæða eða teg-
undar og getur verið mikill gæðamunur þarna á milli.
Stærðarmunur getur verið á milli svefnpoka.
Misjafnt er líka eftir tegundum hvaða hitastig svefn-
pokarnir þola. Vert er að taka fram að könnunin er
ekki tæmandi.
Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum.
Ingibjörg
Magnúsdóttir
337% munur á svefnpokum
NEYTENDAVAKTIN
Svefnpokar fyrir fullorðna – ódýrasta tegund
Verslun / Tegund Verð Verðmunur
Rúmfatalagerinn / Oslo 1.290
Hagkaup / Tyrfan 1.990 54 %
Byko / Sleeping bag 1.990 54 %
Europris / Aspen sport 2.290 78 %
Húsasmiðjan / L.A. Trakking 3.599 179 %
Ellingsen / Colman Tasman * 5.633 337 %
* Rétt verð 8.048 – verð m/30% afsl.
Unnið er að því að setja á fót
vöruþróunarhótel á Höfn í Horna-
firði. Verkefnið er á vegum Matís
og stefnt er að því að smáframleið-
endur í matvælageiranum geti nýtt
sér aðstöðuna til að þróa vörufram-
leiðslu án þess að þurfa að leggja í
gríðarlegan stofnkostnað. Stefnt er
að því að hefja starfsemi í lok ágúst.
Vöruþróun hefur setið eftir
Guðmundur Heiðar Gunnars-
son, deildarstjóri hjá Matís á Höfn,
segir að hugmyndin sé að erlendri
fyrirmynd. „Það sem stendur smá-
framleiðslu í matvælageiranum
helst fyrir þrifum er mikill stofn-
kostnaður í vöruþróun og aðstöðu-
leysi. Ef fólk hefur góðar hugmynd-
ir getur það komið til okkar og leigt
sér aðstöðu til að prufukeyra vör-
una. Þá er hægt að þreifa á mark-
aðnum og ef vel gengur er hægt að
fara út í stofnfjárfestinguna. Ef
markaðssetningin eða vöruþróunin
gengur ekki upp hefur lítið tapast.“
Guðmundur segir að vöruþróun
hjá smáframleiðendum hafi staðið
veikum fótum fram til þessa.
„Mestallir peningar sem fara í ný-
sköpun á Íslandi hafa endað í rann-
sóknum á meðan vöruþróun hefur
setið eftir. Það vantar stuðning við
að koma framleiðslu af stað.“
Nú þegar eru nokkur verkefni
komin á koppinn og að sögn Guð-
mundar eru þau flest tengd suð-
austurhorni landsins. „Þetta þýðir
að fólk getur komið með hráefni til
okkar og farið út með framleidda
vöru. Ég tel þetta verða mikla lyfti-
stöng.“ freyr@24stundir.is
Smáframleiðendur fá aðstöðu til að þróa vörur sínar á Höfn í Hornafirði
Vöruþróunarhótel Matís mun efla nýsköpun
➤ Hægt verður að nýta aðstöð-una til þróunar fisk- og kjöt-
afurða, svo og grænmetis.
➤ Guðmundur segir að ef velgangi eigi hann jafnvel von á
að vöruþróunarhótel af sama
tagi rísi víðar um land.
VÖRUÞRÓUNARHÓTEL
Vöruþróun Guðmundur
er á fullu við að koma að-
stöðunni í gagnið.
VIKUTILBOÐ
OPIÐÖLL
FIMMTUDAGSKVÖLD
TIL KL. 21:00
Í SUMAR
VÍKURHVARF 6
SÍMI 557 7720
WWW.VIKURVERK.IS
flugfelag.is
Skráðu þig í
netklúbbinn
Fáðu bestu nettilboðin
- ávallt ódýrast á netinu
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY