24 stundir - 24.07.2008, Side 10

24 stundir - 24.07.2008, Side 10
Stuðningsmenn Hópur manna mótmælti handtöku Karadzic á götum úti í Belgrad 10 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir Áfrýjunardómstóll á Ítalíu hefur snúið við fyrri úrskurði, þar sem sagt var að ekki væri hægt að beita konur í þröngum galla- buxum kynferð- islegu ofbeldi. Þessi umdeildi úrskurður féll fyrir áratug, þeg- ar meintur nauðgari var sýknaður þar sem dómurum þótti ljóst að svo erf- itt væri að færa konur úr þrengstu buxum, að það væri varla hægt án þess að þær tækju þátt í því. aij Nauðgun á Ítalíu Þröngar buxur ekki afsökun Kyndeyfð er meðal aukaverkana sumra tegunda þunglyndislyfja, en rannsóknir benda til þess að kyndeyfðarlyfið Viagra geti unn- ið gegn þessari aukaverkun. Áhrif bláu pillunnar reyndust vera tals- vert meiri hjá konum en körlum. Reyndust 72% þeirra þunglyndu kvenna sem vísindaamenn við háskólann í Nýju-Mexíkó gáfu Viagra njóta betra kynlífs. aij Bláa kyndeyfðartaflan Gagnast konum Ákæra var gefin út á hendur Warren Jeffs, leiðtoga fjölkvæn- istrúarhóps í Texas, og fimm fylg- ismönnum hans á þriðjudag. Fimm mannanna eru kærðir fyrir að hafa beitt stúlkur undir 17 ára aldri kyn- ferðisofbeldi. Einn þeirra er jafnframt kærður fyrir fjölkvæni. Sjötta manninum er gefið að sök að hafa ekki til- kynnt ofbeldi gegn börnunum til yfirvalda. „Allt kapp verður lagt á að handsama mennina,“ segir Greg Abbott saksóknari, sem ótt- ast að mennirnir séu á flótta. aij Fjölkvænishópur í Texas Jeffs ákærður Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ráðamenn í Kreml íhuga að út- hluta sprengiflugvélum sínum öðr- um verkefnum en að hnita hringa í kringum Ísland. Hugmyndir eru uppi um að senda þær lengra suður á bóginn – til Kúbu, þar sem þær myndu lenda og taka eldsneyti. Bandarískum hershöfðingjum þykir slíkt óheillaþróun. Hugmyndin rædd Rússneska blaðið Izvestia hefur eftir heimildarmanni í flughernum að hershöfðingjar ræði mögu- leikann á að lenda langdrægum sprengivélum á Kúbu. Tupolov-160 og Tupolov-95 vélarnar, sem eru ís- lenska flugumsjónarsvæðinu að góðu kunnar, hafa flugdrægi til að komast til Karíbahafsins. Þær geta báðar borið kjarnorkuvopn. Í vitnaleiðslum fyrir þingnefnd var Norton Schwartz, hershöfðingi sem til stendur að skipa yfirmann flughers Bandaríkjanna, spurður hvaða ráð hann myndi gefa ef Rússar tækju upp á því að staðsetja kjarnorkusprengjuvélar á Kúbu. „Ég myndi mæla með því að allt yrði reynt til að fá Rússa ofan af slíkum ráðagerðum,“ segir Schwartz. „Ef það tækist ekki, þá þyrftum við að gera þeim ljóst að þetta væri eitthvað sem gengi of langt, færi yfir rauða strikið í aug- um Bandaríkjanna.“ Gleður baráttujaxla Á sama tíma og bandaríska hers- höfðingja óar við vígvæðingu í Karíbahafinu þykir rússneskum kollegum þeirra hugmyndin vera í samræmi við aðstæður. „Möguleg staðsetning rúss- neskra sprengiflugvéla á Kúbu væri afar góð viðbrögð við hugmyndum Bandaríkjanna um að koma NATO-herstöðvum fyrir nærri landamærum Rússlands,“ hefur Pravda eftir Pyotr Deinekin, fyrr- verandi yfirmanni rússneska flug- hersins. Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki viljað tjá sig um fréttirnar, þar sem opinber yfirlýsing hafi ekki borist frá Rússlandi. Björnunum beint til Kúbu?  Rússar hugleiða að beina sprengiflugvélum sínum til Kúbu  Viðbrögð við varnarhlíf Bandaríkjanna í Austur-Evrópu ➤ Í Kúbudeilunni 1962 komustBandaríkjamenn á snoðir um áform Sovétmanna um að koma miðdrægum kjarn- orkuflaugum fyrir á Kúbu. ➤ Sú deila stóð í tvær vikur, þartil Sovétmenn drógu hug- myndir sínar til baka. KÚBUDEILA NordicPhotos/AFP Björninn Sprengivél af gerðinni Tupolev-95 í fylgd orrustuvéla. Eftir ársumfjöllun hefur per- sónuvernd Danmerkur úrskurðað að diskótekinu Crazy Daisy í Vi- borg sé heimilt að halda ítarlega skrá yfir viðskiptavini sína. Í skránni verða meðal annars fingra- för gestanna og mynd af þeim, auk ýmissa persónulegra upplýsinga. „Ég vona að þetta breyti nætur- lífinu og hef trú á að þetta hafi for- varnaráhrif,“ segir Henrik Karlsen, eigandi skemmtistaðarins. Meðal annars öryggisbúnaðar Crazy Daisy eru 36 eftirlitsmyndavélar. Vill Karlsen innleiða skráningar- kerfið sem fyrst, svo hægt sé að tryggja að óæskilegir gestir komi ekki inn um dyr staðarins. Telur hann eina fólkið sem ekki sam- þykki skráningu vera þá, sem óhreint mjöl hafi í pokahorninu. aij Öryggi danskra samkvæmisljóna Diskóteki leyft að taka fingraför „Karadzic mun hafa hóp lögfræðinga sér til aðstoðar í Serbíu en hann mun sjálfur sjá um málsvörn sína,“ segir Sveta Vujacic, lög- fræðingur Radovan Karadzic. Karadzic myndi þannig feta í fótspor Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, sem rak mál sitt sjálfur fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. aij Karadzic hyggst verja sig sjálfur Fyrir Þessum manni var leitað að Eftir Dulbúinn snéri hann á réttvísina Fórnarlömbin Kona syrgir hluta þeirra 8000 sem myrtir voru í Srebrenica Gallerí Fold · Rauðarárstíg og Kringlunni Íslensk list tilvalin brúðargjöf · · · Opið laugardaga, í Kringlunni 10–18, Rauðarárstíg 11–14, lokað á sunnudögum í Galleríi Fold í sumar Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is H allurKarlH inriksson Munið vaxtalausu listaverkalánin

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.