24 stundir - 24.07.2008, Síða 13

24 stundir - 24.07.2008, Síða 13
24stundir FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 13 Fjölmiðlar greindu frá því aðHelgi Seljan Kastljós-stjarna hefði farið til sjós í eina viku og haft 700 þúsund upp úr krafsinu. Janframt er þess getið að Helgi hafi verið í feðraorlofi síðan 1. maí, eftir að hann eignaðist dóttur. Bloggarinn Árni Árnason telur að Helgi sé þar með að leika á kerfið því hann fái greitt frá ríkinu 80% af laun- um sínum meðan hann sé í feðra- orlofi og ætti fremur að vera heima hjá barni sínu en úti á sjó. „Ég vil að hart sé tekið á þeim sem misnota þetta kerfi,“ segir Árni og telur að menn eigi að vera í vinnunni hafi þeir ekki áhuga á að vera heima með fjölskyldunni. Vefþjóðviljinn rifjar uppviðtal við Tryggva ÞórHerbertsson hagfræðing í Fréttablaðinu frá árinu 2003 þar sem hann var spurður hvernig ríkið ætti að bregð- ast við þeirri miklu þenslu sem þá var- yfirvofandi. Tryggvi lagði m.a. til að stórframkvæmdum yrði frestað, til dæmis að tónlistarhús yrði ekki byggt í Reykjavík á meðan mesta spennan væri í efnahagslífinu. „Ef allir leggjast á eitt mun góðærið skila sér til almennings en ef menn fara út af sporinu verða timburmennirnir miklir. Verð- bólga, samdráttur og sársauki. Þá fyrst brotlendum við,“ sagði Tryggvi en Geir hefði kannski betur hlustað á það sem ráðgjaf- inn hafði að segja á þeim tíma. Orð Bubba Morthens umað Björk Guðmunds-dóttir ætti frekar að halda tónleika sína í þágu fátækra en náttúrunnar hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og sitt sýnist hverj- um. Jónas Sen, sem túrar með Björk um heiminn, telur að Bubbi ætti að halda þá tónleika sjálfur. En á blogginu minnist hann einnig á að Björk hafi gefið til fátækra. Á Wikipedia má lesa að hún hafi gefið ágóða af plötu með 20 endurútgáfum af laginu Army Of Me til UNICEF eftir flóðin miklu í Asíu um jólin 2004. Í janúar árið 2006 hafði platan skilað 250.000 pundum til UNI- CEF. Björk hefur því heldur betur styrkt fátæka. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Evrópusambandið er, þegar grannt er skoðað, fyrst og fremst pólitískt bandalag þjóða. Það byrj- ar sem öryggis- og varnarsamtök sem ætlað er að styrkja friðinn í Evrópu með því að gera þjóðirnar sem háðastar hver annarri. Síðan þróast bandalag þjóðanna yfir í formlegt ríkjasamband sem stefnir í átt til sambandsríkis með eigin ríkisstjórn, þing og dómstól og eig- in mynt, rétt eins og Bandaríkin. Undanfarin ár hefur verið rætt um Evrópusambandið hér á landi nær eingöngu á afmörkuðum efnahags- legum forsendum. Þar hefur ekki verið sem skyldi litið til þess að Evrópusambandið er reist á póli- tískum áherslum og að litið er til heildarinnar fremur en einstakra fámennra aðildarríkja. Bæði örygg- is- og efnahagsleg sjónarmið Evr- ópusambandsríkjanna eru að miklu leyti önnur en Íslendinga. Til þessa hefur hagsmunum okkar verið mun betur varið utan ESB en innan. Þjóðir í Evrópu hafa háð styrj- aldir hver við aðra öldum saman og kannski aldrei eins illvígar og á síðustu öld, þegar þær urðu tvisvar að heimsstyrjöldum. Evrópu- bandalaginu er ætlað að koma í veg fyrir stríð. Leiðin er sú að starfa saman friðsamlega og að gera þjóð- irnar hver annarri háðar á sem flestum sviðum. Með því móti verður stríð öllum óbærilegt og vonandi óhugsandi. Þetta er alveg eðlileg viðleitni og ef Íslendingar væru í miðri Evrópu með öll gömlu stórveldin umhverfis sig, Frakka, Þjóðverja, Austurríkis- menn, Ítala o.s.frv. og hefðu um aldir mátt þola yfirgang og stríð, þá hygg ég að flestir myndu telja skyn- samlegt að vera aðilar að þessu bandalagi. En svo er ekki, Íslend- ingar eru ekki í þessari stöðu og hafa aldrei verið. Austur-Evrópuríkin hafa þyrpst inn í Evrópusambandið eftir hrun Sovétríkjanna. Það eru að mörgu leyti eðlilegar ástæður fyrir því. Þau eru að tryggja öryggi sitt gagnvart Rússum og fela Evrópusamband- inu að koma fram við þá fyrir sína hönd. Þau eru mörg háð olíu og gasi frá Rússlandi og yrðu ein og sér algerlega undir hælnum á þeim. Að auki hafa margar Austur-Evr- ópuþjóðir sóst eftir aðild að NATO sem færir þeim hernaðarstuðning Bandaríkjamanna. Íslendingar hafa tryggt öryggi sitt með aðild að NATO og þurfa ekki á Evrópusam- bandinu að halda í þeim efnum. Þriðja atriðið sem vert er að benda á er að lífskjörin í ríkjum gömlu Austur-Evrópu voru og eru víða enn miklu lakari en vestan járntjaldsins. Með aðild að Evr- ópusambandinu fengu þjóðirnar viðamikla efnahagslega aðstoð sem með tímanum á að koma þeim úr fátækt og skapa velferðarþjóðfélag. Kostnaðurinn er gríðarlegur og lendir á fáum þjóðum. En sjónar- mið þeirra er að kostnaðurinn sé þess virði, með þessu verði nýju að- ildarríkin í austrinu bandamenn en ekki óvinveitt og öryggi Evrópu og friður verði betur tryggt. Sem fyrr eru þetta aðstæður sem eiga ekki við um Ísland og því ekki þörf á að tryggja öryggi landsins með því að greiða háar fjárhæðir til Evrópu- sambandsins. Þær pólitísku forsendur sem skópu Evrópubandalagið eru aðrar en eiga við á Íslandi. Að auki þá eru lífskjör á Íslandi mun betri en í flestum Evrópusambandsríkjum og hér er ekki viðvarandi atvinnu- leysi sem er landlægt í Evrópu. Ís- lendingar hafa komist áfram og skapað þjóðfélag sem er í fremstu röð í heiminum þegar litið er til þátta eins og menntunar, heilsu- fars, umönnunar og lífskjara. Það hefur verið gert með því að nýta auðlindir lands og sjávar og hafa heiminn allan undir í viðskiptum. Evrópubandalagið hefur breyst í Evrópusambandið og stefnir í Evr- ópuríkið. Aðild að því getur vissu- lega haft sína kosti, en því fylgir líka mikið og vaxandi afsal full- veldis. Slík þróun hefur áður orðið hérlendis og ekki reynst vel. Höfundur er alþingismaður Pólitískt bandalag VIÐHORF aKristinn H. Gunnarsson Þær pólitísku forsendur sem skópu Evrópu- bandalagið eru aðrar en eiga við á Ís- landi. Að auki þá eru lífs- kjör á Íslandi mun betri en í flestum Evrópusam- bandsríkjum og hér er ekki viðvarandi atvinnu- leysi sem er landlægt í Evrópu. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 24. júlí 2008  Birta Benónýsdóttir hefur lokið fyrsta ári í frönskum sirkusskóla. » Meira í Morgunblaðinu Sveiflandi róla  Mikill áhugi er á Íslandi sem mögulegum sýningar- stað Manifesta 2012. » Meira í Morgunblaðinu Tvíæringur  Tjaldstæði er ekki það sama og tjaldsvæði. » Meira í Morgunblaðinu Valið er gestanna  Ef menn fara að regl- unum getur raunvirði fyrirtækja hrapað. » Meira í Morgunblaðinu Viðskiptavildin  Býflugnarækt gæti auk- ið landbúnaðarframleiðslu um allt að 10%. » Meira í Morgunblaðinu Býflugur til bjargar Skólavörðustíg 21a Njálsgötumegin S. 551 4050 Skólavörðustíg 21a • Sími 551 4050 • Reykjavík Fyrir brúðhjónin Úrval af vönduðum sængurfatnaði - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.