24 stundir


24 stundir - 24.07.2008, Qupperneq 17

24 stundir - 24.07.2008, Qupperneq 17
24stundir FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 17 Það voru margir sem misstu hökuna niður á maga af undrun þegar bandaríska golf- konan Michelle Wie tilkynnti að hún ætlaði sér að taka þátt á PGA-mótaröðinni í golfi í næstu viku. Wie hefur sjö sinnum á ferlinum leikið á atvinnumótaröð fyrir karla og aðeins einu sinni hefur henni tekist að komast í gegnum niðurskurðinn. Wie hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir þátttöku sína á þessum mótum þar sem hún hefur þegið boð frá styrktaraðilum mótanna. Reno-Tahoe-golfmótið nær ekki að draga til sín bestu kylfinga heims þar sem WCG- heimsmótið fer fram á sama tíma. Wie ákvað að þiggja boð forsvarsmanna mótsins þar sem hún var ekki viss um að fá keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu sem hefst á Sunningdale-vellinum á fimmtudag í næstu viku. Wie heldur sínu striki þrátt fyrir að hafa verið vísað frá State Farm-mótinu á LPGA-kvennamótaröðinni í Bandaríkjun- um. Wie, sem er 18 ára gömul, gleymdi að skrifa nafn sitt á skorkortið að loknum öðr- um keppnisdegi á síðasta móti en hún var á þeim tíma aðeins einu höggi frá efsta sæti mótsins. Það atvik er gleymt og grafið. „Það er ekki á hverjum degi sem kona fær tækifæri til þess að leika á bestu mótaröð heims. Ég fæ tækifæri til þess að læra af þeim bestu og ég lít á þetta mót sem eitt skref fram á við á mínum ferli,“ sagði Wie en hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA-kvenna- mótaröðinin og getur aðeins tekið þátt í einu LPGA-móti til viðbótar í ár. seth@24stundir.is Kylfingurinn Michelle Wie tekur umdeilda ákvörðun Reynir á ný við karlana Umdeild Michelle Wie fer sínar eigin leiðir í golfíþróttinni Mýrarboltafélag Íslands hef- ur á undanförnum árum staðið fyrir stórmóti í mýr- arbolta á Ísafirði í tengslum við verslunarmannahelg- arhátíð þar vestra. Hálfdán Bjarki Hálfdánarson, verk- efnastjóri dómaramála Mýr- arboltafélags Íslands, segir að fleiri dómara þurfi til þess að mótið geti staðið undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar. „Við er- um að leita að dómurum fyrir næsta mót og við höf- um samræmt ýmislegt í leik- reglunum. Það má t.d. ekki skora beint úr hornspyrnu og við höfum einnig skerpt á áherslum hvað varðar tæklingar og annað slíkt. Reglurnar eru því skýrari en áður og það ætti að auð- velda dómgæsluna,“ sagði Hálfdán í gær við 24 stundir en þeir sem hafa áhuga á því að taka að sér dómgæslu geta haft samband við Hálf- dán í gegnum vefsíðuna myrarbolti.com. Í fyrra tóku um 280 kepp- endur þátt en leikið er á þremur völlum í næsta ná- grenni við golfvöll Ísfirðinga í Tungudal. Ertu drullu- dómari? Liðin sem eru í fallsætum Landsbankadeildarinnar misstu bæði leikmenn úr sín- um röðum í gær. Atli Guð- jónsson óskaði eftir því að verða leystur undan samningi sínum við ÍA en hann er sonur Guðjóns Þórðarsonar sem var sagt upp störfum sem þjálfara ÍA á mánudag. Hermann Geir Þórsson hefur ákveðið að leika með Víkingum úr Ólafs- vík það sem eftir er leiktíðar en hann lék 11 leiki með botn- liði HK fyrri part sumars. Farnir, bless

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.