24 stundir - 24.07.2008, Síða 18

24 stundir - 24.07.2008, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir og • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna undirstöðefni sem eru okkur lífsnauðsynleg á sama hátt og prótín, vítamín, steinefni o.fl. Lífsnauðsynlegar fitusýrur á hverjum degi! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum sem geta byggt upp ónæmiskerfið og haft áhrif á: Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi STÓRÚTSALA Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. 50–70% afsláttur Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Ferðalag til sjálfsþekkingar – Sköp- un, gleði og leikur er yfirskrift námskeiðs sem Björg Einarsdóttir og Ólöf Sverrisdóttir verða með á Sólheimum í Grímsnesi helgina 8.- 10. ágúst. Þar beita þær leiklist, dansi og öðrum listgreinum í bland við hefðbundnar hugleiðslu- aðferðir. „Við byrjum mjúklega með hugleiðslu og dansi til að hrista hópinn saman. Á laugardag- inn förum við inn í ákveðið ferli sem er byggt á dramaþerapíu,“ seg- ir Ólöf og bætir við að inn í það fléttist hugleiðsla, dans, myndlist og skrif. „Síðan lýkur þessu von- andi með gleði, dansi og jákvæðum anda,“ segir Ólöf. Fjarri skarkala borgarinnar „Við höfum ágætis hlé inn á milli þannig að fólk geti notið þess að fara í göngutúra og svo er þarna sundlaug og heitur pottur,“ bætir hún við. Einnig verður boðið upp á heilnæmt grænmetisfæði og er nánast allt grænmetið ræktað á staðnum. Námskeiðið fer fram í gistiheim- ilinu Veghúsum, fjarri skarkala borgarinnar. „Það hjálpar mikið til því að það er náttúrlega svo mikið áreiti alls staðar, sérstaklega í Reykjavík,“ segir hún. Áttar sig á styrk sínum Námskeiðið byggist meðal ann- ars á hópavinnu en um leið er lögð áhersla á að hver og einn kynnist sjálfum sér betur. „Fólk áttar sig betur á hvar styrkur þess liggur og hvaða þætti þarf að styrkja. Það er líka mark- miðið að hafa gleði í þessu og slök- un frá amstri dagsins,“ segir hún. Leiða saman hesta sína Ólöf og Björg eru ekki óvanar námskeiðahaldi þó með ólíkum hætti sé. Ólöf hefur meðal annars staðið fyrir námskeiðum í leiklist og tjáningu en Björg hefur aftur á móti haldið námskeið í hugleiðslu, heilun og nuddi. „Ég veit hvernig hún vinnur og hún veit hvernig ég er og vinn þannig að við þekkjumst mjög vel. Þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum svona saman. Við hlökk- um mikið til og ég hef á tilfinning- unni að þetta takist voðalega vel,“ segir Ólöf að lokum. Sköpun og hugleiðsla Björg Ein- arsdóttir og Ólöf Sverrisdóttir nota hefðbundna hugleiðslu í bland við sköpun og tjáningu. Nýstárlegt námskeið á Sólheimum Sköpun, gleði og sjálfsþekking Ólöf Sverrisdóttir og Björg Einarsdóttir leiða saman hesta sína á nám- skeiði. Þær nota leiklist, dans, skapandi skrif ásamt hefðbundnum hugleiðsluaðferðum til að hjálpa fólki að kynn- ast betur sjálfu sér. ➤ Námskeiðshaldarar komahvor úr sinni áttinni. Ólöf er leikkona, leikritahöfundur og leikstjóri en Björg er sjúkra- nuddari og reikimeistari. ➤ Mæting er milli kl. 17 og 18föstudaginn 8. ágúst. Nám- skeiðinu lýkur kl. 16 sunnu- daginn 10. ágúst. ➤ Hægt er að skrá sig eða leitafrekari upplýsinga hjá Ólöfu (s: 845 8858) og Björgu (s: 862 7675). NÁMSKEIÐ Ef maður ætlar að spila á tromm- ur í rokkhljómsveit er eins gott að vera í góðu formi. Ný rann- sókn leiðir í ljós að rokktromm- arar þurfa að hafa úthald á við íþróttamenn í fremstu röð. Trommuleikarinn Clem Burke sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Blondie gekkst undir mælingar á vegum vísinda- manna við tvo breska háskóla. Vísindamennirnir mældu hjart- slátt, súrefnisupptöku og magn mjólkursýru í blóði trommarans. Í ljós kom að á tónleikum var hjartsláttur hans að meðaltali 140-150 slög á mínútu en fór hæst upp í 190 slög. „Á einum tónleikum getur trommuleikari brennt 400 til 600 hitaeiningum,“ sagði dr. Marcus Smith, sem stjórnaði rannsókninni, í viðtali við Breska ríkisútvarpið. Þá getur álagið jafnvel verið meira en hjá atvinnuíþróttamönnum. „Knatt- spyrnumenn mega búast við því að leika 40-50 leiki á ári. En á 12 mánaða tímabili kom Clem fram á 100 tónleikum sem stóðu hverj- ir um sig í 90 mínútur,“ sagði dr. Smith og bætti við að þegar þeir væru á tónleikaferðalagi þyrftu trommarar stundum að leika á hverjum degi. Með úthald á við íþróttamenn Gildi góðrar loftræstingar á vinnustað verður seint ofmetið. Flæði lofts hefur áhrif á líðan starfsmanna og um leið á frammistöðu þeirra og afköst. Starfsmaður sem þarf að vinna í loftlitlu rými finnur gjarnan til þreytu og á erfitt með að einbeita sér. Það á ekki síst við á sumrin þegar hlýtt er í veðri og sól skín í heiði. Þá getur verið gott að opna glugga eða setja jafnvel upp litla rafmagnsviftu. Hún kemur loft- inu á hreyfingu og lyftir starfs- andanum á æðra plan. Áhrif lofts á starfsandann LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Fólk áttar sig betur á hvar styrkur þess liggur og hvaða þætti þarf að styrkja. Það er líka markmiðið að hafa gleði í þessu og slökun frá amstri dagsins. heilsa

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.