24 stundir - 24.07.2008, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2008 24stundir
Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn
upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar
til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður
froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum
lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein-
indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði
Stellu Artois.
Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um
45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar
sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við
fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr-
efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni-
haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta.
Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem
hingað til hefur hallað um
45 gráður, hefur verið fylltur að
þremur fjórðu skal hann réttur
við. Með jafnri hreyfingu er hann
samtímis færður niður frá flösku-
opi um sem nemur hæð bikarins.
Þannig krýnum við ölið þéttri
froðu sem skýlir innihaldi bikars-
ins og tryggir ferskleika og líf
þessa fljótandi gulls.
Þó svo að feitt kjöt, kartöflu-
flögur og grillsósur geti verið
mikið hnossgæti og að margir
kjósi að gera vel við sig í mat í
fríum er ekki þar með sagt að
útilegugrillmaturinn þurfi alltaf
að vera hitaeiningaríkur. Hollur
og hitaeiningasnauður matur
getur verið enn bragðbetri fyrir
utan að vera léttari í maga og þar
með hentugri fyrir útilegurnar.
Fyrir utan að skera sem mest
af fitunni af grillkjötinu getur
verið gott að sleppa alveg grill-
sósunni og marinera kjötið þess í
stað í sítrónusafa, víni, ediki og
alls kyns jurtum og kryddi, áður
en það fer á grillið. Til er fjöld-
inn allur af heilsusamlegum leið-
um til þess að marinera kjöt og
gefa því sterkt og ljúffengt bragð
án þess að skella á það sósu eftir
að búið er að grilla það.
Meðlæti á borð við kartöflu-
salat með majónesi má skipta út
fyrir fjölbreytilegt grænmetissalat
með léttri salatsósu. Þá er svo að
segja allt grænmeti gott grillað og
því upplagt að grilla það með
kjötinu.
Mörgum finnst gott að borða
brauð með grillkjöti og í stað
þess að skella á það smjöri og
öðru feitmeti er til fjöldinn allur
af uppskriftum að góðum og
hollum hummus sem gott er að
útbúa áður en haldið er af stað í
útileguna.
Smávegis óhollusta kemur ef
til vill ekki alltaf að sök í ferða-
lögum eða í garðveislum á sól-
ríkum dögum. En með því að
gæta að hollustunni á sem flest-
um sviðum er auðveldlega hægt
að gera matinn fjölbreytilegri og
ennþá ljúffengari en ella.
Ýmsar leiðir til að bragðbæta mat á heilsusamlegan hátt
Hollustu á grillið
Grillmatur Gott er að
marinera kjötið.
Ameríkanar er miklir grillmeist-
arar og frá þeim hafa komið hinar
ýmsu uppskriftir fyrir grillið. Hér
er uppskrift að hinni ekta amerísku
BBQ-sósu sem Kanarnir eru svo
frægir fyrir. Sósuna má bæði nota
sem marineringu fyrir kjöt en
einnig sem grillsósu með nauta- og
svínasteik eða kjúklingi.
Uppskriftin er miðuð við átta
manns. Sósan geymist vel í ísskáp.
Það sem þarf í sósuna:
1 laukur
2 rauður chili-pipar, tvö stk.
2 msk. olía
2 msk. sojasósa
2 dósir niðursoðnir tómatar
¾ dl eplacider-edik
1 msk. Dijon-sinnep
½ msk. Worcestershire-sósa
2 msk. púðursykur
1 ½ msk. paprikuduft
1 tsk. cayenne-pipar
1 tsk. salt
2 tsk nýmalaður pipar
Aðferð:
Afhýðið laukinn og saxið smátt,
fræhreinsið chili-pipar og saxið
hann einnig smátt. Steikið á pönnu
í olíu þar til laukurinn mýkist.
Bætið restinni af því sem er
upptalið hér fyrir framan og sjóðið
upp. Lækkið hitann og látið malla í
eina og hálfa klst. Hrærið í af og til.
Kælið sósuna aðeins og setjið
hana í matvinnsluvél eða notið
töfrasprota til að mauka hana.
Kælið sósuna alveg niður áður
en hún er sett í krukku eða í annað
geymsluílát. Ef sósan reynist of
þykk má þynna hana með smáveg-
is vatni þegar hún verður notuð.
Geymist í góðu íláti í eina viku í
ísskáp.
Vinsæl sósa á grillkjötið
Ekta amerísk BBQ-sósa
Þessi kjúklingagrind fæst í versl-
unum Byko og er sniðugur fylgi-
hlutur fyrir grill. Í grindinni
brúnast kjúklingurinn jafnt og
öll fitan fer beint í skálina.
Grindin er ryðfrí og hana má
setja í uppþvottavél.
Hún fæst einnig á heimasíðu
Byko, byko.is, og kostar 1250
krónur.
Kjúklingagrind
fyrir grillið
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Núna fer allur minn tími í að stúdera hráefnið
en hér sleppum við sykri og hvítu hveiti og
aukum vægi grænmetisins.
Sætar kartöflur bjóða upp á
mjög marga möguleika. Þær eru
ekki síst góðar grillaðar og fram-
reiddar með grilluðu kjöti af hvaða
tagi sem er. Hér er hins vegar góð
uppskrift að dísætum, grilluðum
sætum kartöflum með eplum, kan-
il og smjöri. Þessi réttur bragðast
vel einn og sér.
Sætar kartöflur og epli fyrir
fjóra:
2 stórar sætar kartöflur.
1 grænt epli.
115 grömm af smjöri
kanilsykur eftir smekk.
Aðferð:
Afhýðið eplið og kartöflurnar,
skerið í þunna báta og blandið í
stóra skál. Stráið kanelsykri yfir og
látið standa á meðan grillið er hit-
að. Skiptið eplunum og kartöflun-
um síðan í fjóra jafnstóra skammta
og setjið á álpappír. Bætið síðan
smjöri ofan á hvern skammt fyrir
sig. Smjörið má minnka eða auka
eftir smekk hvers og eins. Vefjið
síðan álpappírnum vel utan yfir
hvern skammt fyrir sig og grillið í
um hálftíma. Snúið á um það bil
fimm mínútna fresti. Kartöflurnar
og eplin eiga að vera mjúk og sæt
og bragðast best á meðan þau eru
ennþá heit.
Eins og fyrr segir bragðast þessi
réttur vel einn og sér en hann er
einnig góður sem hluti af eftirrétti
með vanilluís.
Sætar kartöflur, epli og smjör
Sætar kartöflur Góðar
með grillmatnum.
Grillmatur
er mjög góð-
ur á ferða-
lögum um
landið eins
og vanir
ferðalangar
þekkja hvað
best. Mjög
mikilvægt er
að ganga
varlega um
og fara gæti-
lega með grill og gastæki, hvort
sem gist er á tjaldsvæðum eða úti
í guðsgrænni náttúrunni. Ráðlegt
er að kynna sér almennar tjald-
svæðareglur áður en haldið er af
stað í útilegu og hafa í huga að
þegar einnota grill er notað er
mjög mikilvægt að leggja það á
steina eða hellur í stað þess að
setja það beint á jörðina. Það
gildir bæði á tjaldsvæðum og ut-
an þeirra.
Eldamennska
í útilegu
grillið