24 stundir - 13.08.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir
Er mikið álag
í vinnunni?
LGG+ er fyrirbyggjandi vörn!
Oft koma fyrstu einkenni streitu fram
sem stöðug þreyta og óþægindi í
maganum og ónæmiskerfið starfar
af minni krafti en áður. Rannsóknir
sýna að LGG+ vinnur gegn
þessum neikvæðu áhrifum
og dagleg neysla þess
tryggir fulla virkni.
H
V
Í T
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
VÍÐA UM HEIM
Algarve 25
Amsterdam 20
Alicante 35
Barcelona 30
Berlín 24
Las Palmas 26
Dublin 14
Frankfurt 19
Glasgow 15
Brussel 20
Hamborg 19
Helsinki 22
Kaupmannahöfn 18
London 20
Madrid 27
Mílanó 25
Montreal 18
Lúxemborg 19
New York 18
Nuuk 5
Orlando 24
Osló 19
Genf 20
París 23
Mallorca 30
Stokkhólmur 21
Þórshöfn 11
Hæg vestlæg átt. Bjart veður að mestu á
landinu, en þó líkur á síðdegisskúrum suð-
vestan- og vestanlands.
Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum.
VEÐRIÐ Í DAG
11
12
14
12
14
Bjart að mestu
Suðvestan 8-13 m/s norðvestantil síðdegis,
annars hægari vindur. Skúrir um landið vest-
anvert, en léttskýjað austanlands.
Hiti 10 til 16 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
12
12
13
12
12
Hiti 10 til 16 stig
Fulltrúar Listaháskóla Íslands
munu kynna tillögu sína að nýju
húsi skólans við Laugaveg á fundi
skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í
dag og er fundurinn upphafið að
faglegu ferli þar sem fjallað verður
um tillöguna.
Pólitískar deilur hafa staðið um
tillöguna eftir að borgarstjórinn í
Reykjavík, Ólafur F. Magnússon,
lýsti því yfir að hún væri ekki í
samræmi við stefnu meirihlutans
um að vernda 19. aldar götumynd
við Laugaveg. Í kjölfarið skipaði
borgarstjórinn Magnús Skúlason
sem fulltrúa sinn í skipulagsráði í
stað Ólafar Guðnýjar Valdimars-
dóttur. Síðan þá hefur Magnús lýst
því yfir að verðlaunatillagan sé
„ekki góð byggingarlist“ og að
Listaháskólinn ætti jafnvel að vera
annars staðar en í miðbænum.
elias@24stundir.is
Listaháskólinn á fund skipulagsráðs
Kynna sína tillögu
Umdeild Tillaga Listahá-
skólans er umdeild.
Umhverfisnefnd Alþingis kemur
saman á morgun til þess að ræða
úrskurð Þórunnar Sveinbjarnar-
dóttur umhverfisráðherra um að
framkvæmdir vegna álvers Alcoa á
Bakka fari í heildstætt umhverfis-
mat. Þórunn hefur tilkynnt að hún
komist ekki á fundinn vegna þess
að hún verði stödd á Húsavík.
Höskuldur Þórhallsson, fulltrúi
Framsóknarflokksins í nefndinni,
sem óskaði eftir fundinum segist
vonsvikin yfir því að Þórunn sjái
sér ekki fært að mæta. „Mér finnst
lélegt af ráðherra að senda embætt-
ismenn í sinn stað,“ segir hann.
Höskuldur segist einnig hafa lagt til
að nefndin færi í heimsókn til
Húsavíkur í tengslum við málið en
það hafi ekki verið áhugi fyrir því.
elias@24stundir.is
Umhverfisnefnd fjallar um úrskurð ráðherra
Þórunn kemur
ekki á nefndarfund
„Við fengum mjög gott tilboð, rúm
70% af kostnaðaráætlun,“ segir
Kristján Möller samgönguráðherra
og bætir við að tilboðin hafi öll ver-
ið góð. „Þetta er eitt af verkefnum
sem ríkisstjórnin setti í flýtifram-
kvæmd á síðasta ári, enda búið að
tala um Suðurstrandarveg síðan
1999,“ segir Kristján og bætir við
að gamla áætlunin hafi gert ráð fyr-
ir því að vegurinn yrði tilbúinn
2015-2018. Kristján tekur fram að
stefnt verði að því að opna veginn á árinu 2011.
Alls bárust 13 tilboð í Suðurstrandarveg, þ.e. kaflann milli Krýsuvík-
urvegar og Þorlákshafnarvegar en KNH ehf. á Ísafirði átti lægsta til-
boðið og hljóðaði það upp á rétt ríflega 697 milljónir króna, eða 73,5
prósent af áætluðum verktakakostnaði. Verkið hljóðar upp á 33,6 km
langan kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum og smíði 12 m steyptrar
brúar auk annars. Seinni hluti vegarins verður boðinn út fljótlega. áb
Tilboð í Suðurstrandarveg
Líðan ökumanns jeppa sem hafn-
aði framan á rútu í árekstri á Suð-
urlandsvegi á mánudagsmorgun er
óbreytt. Manninum er haldið sof-
andi í öndunarvél á gjörgæsludeild
Landspítalans. Tveir slösuðust lít-
illega í slysinu og þáðu um þrjátíu
farþegar rútunnar áfallahjálp. áb
Haldið sofandi í
öndunarvél
Nú eru á lífi 34 Íslendingar sem
náð hafa hundrað ára aldri en tíu
eru á 99. aldursári.
Þuríður Samúelsdóttir, sem var
elst Íslendinga, lést 2. ágúst síð-
astliðinn 105 ára að aldri. Áður
höfðu 24 náð svo háum aldri,
tuttugu konur og fjórir karlar
(fimm úr þessum hópi áttu heima
í Kanada). Upplýsingar og fróð-
leik um langlífi, skoðað frá ýms-
um hliðum, stétt, hjúskaparstöðu
og búsetu má finna á www.lang-
lifi.net. Þuríður var fædd 19. júní
1903 í Miðdalsgröf í Kirkjubóls-
hreppi í Strandasýslu. áb
Elsta kona Íslands látin 105 ára
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
136 fangar hafa setið í íslenskum
fangelsum að meðaltali á degi
hverjum það sem af er árinu 2008.
Samkvæmt upplýsingum frá Fang-
elsismálastofnun eru alls 137 rými
í fangelsum landsins að meðtöld-
um einangrunarrýmum, sem eru
samtals átta talsins. Því er nánast
hundrað prósenta nýting á fangels-
unum það sem af er ári.
Fleiri afplána en rými er fyrir
Í dag afplánar 131 einstaklingur
óskilorðsbundna dóma í íslensk-
um fangelsum. Auk þeirra sitja
fjórtán einstaklingar í gæsluvarð-
haldi, þar af fjórir í einangrun.
Hinir tíu eru í svokallaðri lausa-
gæslu og fylla því venjuleg afplán-
unarrými. Alls sitja því 145 manns
í fangelsi hérlendis. Rýmin í ís-
lenskum fangelsum að meðtöldum
einangrunarklefum nægja því ekki
til að hýsa þá alla.
Líkt og kom fram í 24 stundum í
gær þurfa alls fjórtán fangar að
deila klefum með öðrum um þess-
ar mundir þrátt fyrir að endurbætt
fangelsi á Akureyri sé komið í fulla
notkun. Þar af er tvímennt í þrem-
ur klefum á Litla-Hrauni. Við
þessari miklu fjölgun hefur verið
brugðist meðal annars með því að
láta þá sem dæmdir eru til vara-
refsingar vegna fésekta sinna sam-
félagsþjónustu. Meðaltalsfjöldi
þeirra sem afplána slíkar í fangelsi
hefur því hríðlækkað. Um átta
manns sátu í fangelsum á degi
hverjum árið 2004 vegna vararefs-
inga, en meðaltal þeirra nær ekki
einum það sem af er þessu ári.
Ástandið á eftir að versna
Þessu til viðbótar hafa 148
manns verið boðaðir til afplánunar
án þess að hafa hafið hana. Hluti
þess hóps hefur sótt um að taka út
refsingu sína með samfélagsþjón-
ustu, en slíkt býðst öllum þeim
sem hljóta hálfs árs óskilorðsbund-
inn dóm eða skemmri. Þeir sem
hafa fengið frestun á að hefja af-
plánun tilheyra einnig þessum
hóp. Auk þessara 148 hafa um 60
óskilorðsbundnir fangelsisdómar
borist Fangelsismálastofnun ný-
verið til fullnustu. Því eru alls 208
dómar sem á eftir að afgreiða.
Ekkert pláss í
fangelsunum
Fangelsin eru að meðaltali fullnýtt á hverjum degi allt þetta ár
208 óskilorðsbundnir dómar bíða fullnustu eða afgreiðslu
Allt fullt Fjöldi ein-
staklinga bíður þess að
komast í afplánun.
➤ 145 einstaklingar sitja í fang-elsum hérlendis, annað hvort
til að afplána dóma eða í
gæsluvarðhaldi.
➤ Í íslenskum fangelsum eru137 rými fyrir fanga
➤ Þar af eru átta einangr-unarrými.
➤ Fjórir einstaklingar sitja í ein-angrun um þessar mundir.
RÝMI Í FANGELSUM
STUTT
● Sótti um hæli Hæstiréttur
staðfesti í gær að erlendur karl-
maður skuli sæta gæslu-
varðhaldi til 1. september.
Maðurinn kom til landsins 7.
júlí og var með falsað belgískt
vegabréf. Hann var fjórum
dögum síðar dæmdur í 30 daga
fangelsi fyrir skjalafals. Tveim-
ur vikum síðar var manninum
tilkynnt að honum yrði vísað
úr landi. Þá óskaði hann eftir
pólitísku hæli sem flóttamaður.
● Stútar undir stýri Nítján
ökumenn voru teknir fyrir
ölvunarakstur á höfuðborg-
arsvæðinu um helgina. Sjö
þeirra reyndust jafnframt vera
próflausir.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Hluti flugeldasýningarinnar á
setningarhátíð Ólympíu-
leikanna í Peking, sem birtist
umheiminum í sjónvarpi, var
tölvugerður. Sjónvarpsáhorf-
endur sáu flugelda mynda
risavaxin fótspor yfir Torgi
hins himneska friðar, en
skipuleggjendur notuðust við
tölvutækni af ótta við að
vandamál sem fylgja beinum
útsendingum myndu draga úr
stórfengleika sýningarinnar. aí
Setningarhátíð ÓL
Fölsuð spor
SKONDIÐ