24 stundir - 13.08.2008, Side 10

24 stundir - 13.08.2008, Side 10
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Mér finnst nánast mega kalla þessa meðferð pyntingar,“ segir Kristinn Sigurjónsson, sem þurfti að dúsa í 15 daga í fangageymslum í Bandaríkjunum, sakaður um að hafa stundað þar vinnu án tilskil- inna pappíra. Hann segist einungis hafa verið að hjálpa til á sveitabæ vinafólks síns. Kristinn hafði verið á ferðalagi um Bandaríkin á húsbíl sem hann keypti eftir komuna til landsins um miðjan maí. „Eftir að bensínverðið rauk upp fór bíllinn að valda mér vandræðum. Ég ákvað því að aug- lýsa hann til sölu á netinu.“ Að aðstoða vinafólk Þannig komst Kristinn í sam- band við fólk í Minnesota, sem sýndi bílnum áhuga. Fólkið hætti við að kaupa bílinn, en bauð hon- um að dvelja á sveitabæ sínum á meðan hann seldi bílinn. „Mér tókst að selja hann tveimur dögum síðar. En þar sem ég hafði kynnst fólkinu vel og tók eftir því að maðurinn var mjög hjartveikur og árið var búið að vera erfitt hjá þeim hjónum, bauðst ég til að vera aðeins lengur og hjálpa til á sveita- bænum. Ég var hjá þeim í tæpar fjórar vikur, en fékk ekkert borgað fyrir enda fór ég ekki fram á það,“ segir Kristinn. Miðvikudaginn 23. júlí var hann svo handtekinn við landamæri Kanada, grunaður um að hafa stundað vinnu ólöglega. Fékk ekki að hringja Eftir að hann var settur í fanga- geymslur reyndi hann að hafa sam- band við sendiráð Íslands í Wash- ington. Í fangelsinu var honum tjáð að hann fengi ekki að hringja þar sem hann væri ekki með til- skilið símakort. Honum tókst þó með hjálp eiginkonu klefafélaga síns að hafa samband við sendiráð- ið tveimur dögum síðar. Þriðjudaginn eftir það var Krist- inn fluttur til Minneapolis, þar sem hann átti að fara fyrir dómara. Rúmri viku síðar, eða hinn 7. ágúst, var hann leiddur fyrir dóm- arann. Þá hafði hann verið í fang- elsi í 15 daga. „Ég fékk nánast ekkert, fékk ekki að hringja allan þennan tíma og ekki að reykja né nikótínplástra til að deyfa fíknina. Ég var látinn sofa á steinsteyptu rúmi með fimm sentimetra dýnu í vondu ástandi, sem er slæmt fyrir mig sem er bak- veikur. Það olli mér talsverðum verkjum, en ég fékk aldrei verkjalyf þrátt fyrir að biðja um það.“ Barinn af lögreglumanni Þá segist hann hafa verið barinn af lögreglumanni fyrir það eitt að krefjast túlks. „Hann barði mig í hliðina með barefli og sagði mér að rifja upp enskuna mjög hratt. Ann- ars skyldi hann tryggja að ég fengi þriggja mánaða fangelsisdóm.“ Þegar fyrir dómarann var komið tjáði lögmaður Kristins honum að hún hefði samið við saksóknarann. Ef hann játaði á sig brotið, yrði honum sleppt með því skilyrði að hann notaði flugmiða sinn heim til Íslands þann 16. ágúst. Kristinn segist hafa játað á sig glæpinn þrátt fyrir að vera saklaus, til þess eins að sleppa úr haldi. „Ég hefði játað á mig morðið á Ken- nedy fyrir að vera sleppt,“ segir Kristinn og hlær. Hann dvelst nú hjá vinafólki sínu í Minnesota þar til hann flýgur heim til Íslands. Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, seg- ir að ræðismenn fyrir Ísland í Bandaríkjunum hafi gert það sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða Kristin. Það hafi m.a. orðið til þess að milda dóminn yfir honum. Í fangageymslum í hálfan mánuð sakaður um að stunda vinnu án tilskilinna pappíra Ósáttur við meðferðina í bandarísku fangelsi ➤ Kristinn var handtekinn viðlandamæri Kanada 23. júlí. ➤ Fimmtán dögum síðar losnaðihann úr fangelsi, gegn loforði um að fara úr landi. HÁLFUR MÁNUÐUR Segist saklaus Kristinn var að eigin sögn ekki að vinna launuð störf. 10 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls. „Hér vantar okkur fólk í störf sem krefjast sérmenntunar,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. „Það fólk þarf að vera með sérmenntun í tölvumálum, verk- fræði, tæknifræði og aðra iðn- menntun. Þetta fólk vantar okkur,“ bætir hann við. Halldór segir þetta vera eitt af því sem komið hafi fram í fyrir- tækjaheimsóknum sem atvinnu- málanefnd bæjarins hafi staðið fyr- ir. „Aðeins er búið að fara í 14 fyrirtæki og í flestum kom fram að þar vantaði svona fólk,“ segir hann og bætir við: „Við höfum verið að reyna að bæta úr þessu með því að efla hér háskólasetur og fleira en það tekur tíma.“ Næg tækifæri á Ísafirði Halldór segir að atvinnumark- aðurinn hafi verið að breytast. „Það hefur verið að gerast svolít- ið á Íslandi að þessum verka- mannastörfum hefur fækkað,“ seg- ir hann og bætir við: „Hér er sama og ekkert atvinnuleysi. Hér eru tækifæri fyrir fagmenntað fólk.“ elias@24stundir.is Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði Næg tækifæri „Við vorum nokkrir félagar staddir í þyrluskíðaferð í Kirgisist- an í vetur og fórum að ræða það hvað það væri leiðinlegt að skálinn væri farinn að drabbast niður,“ segir Sveinn Friðrik Eydal Sveins- son, félagi í Íslenska Alpaklúbbn- um, en félagar í honum sóttu um síðastliðna helgi fjallaskála í Tind- fjöll sem færa á í upprunalegt horf. „Það var farið að ræða um að það þyrfti að gefa einhverjum skál- ann sem hefði tök á að gera við hann en við hringdum frá Kirg- isistan inn á aðalfund Alpaklúbbs- ins og sögðum að við ætluðum að taka þetta að okkur,“ segir hann. Sveinn segir hugmyndina að skálanum hafa kviknað hjá Guð- mundi Einarssyni frá Miðdal sem hann kallar föður nútímafjalla- mennsku á Íslandi auk þess sem hann var fjölhæfur listamaður. Um 1940 fór skíðafólk að flykkj- ast upp í Tindfjöll um páska og ár- ið 1945 byggðu Fjallamenn, fé- lagsskapur Guðmundar, skálann. „Seinna eignast Íslenski Alpa- klúbburinn þennan skála en hann er meðal fyrstu háfjallaskála á Ís- landi og er enn mjög mikið not- aður bæði af fjallamönnum og björgunarsveitum. Þarna er magn- að fjalllendi og sannkölluð vetrar- paradís,“ segir Sveinn. Hann segir að erfitt hefði verið að gera við skálann þar sem hann var svo ákveðið hafi verið að færa hann til Reykjavíkur. „Um helgina fórum við svo af stað með tvo vörubíla og smágröfu, grófum frá húsinu og stífuðum það af og það var komið í bæinn innan við sólar- hring eftir að við byrjuðum.“ Nú á eftir að finna heppilegan stað fyrir skálann þar sem hægt er að vinna við hann auk þess sem viðræður standa yfir um styrki til endurgerðarinnar. Öll vinna við skálann er unnin í sjálfboðavinnu og segir Sveinn markmiðið að skila honum fullkláruðum á sama tíma að ári. fifa@24stundir.is Félagar í Íslenska Alpaklúbbnum gera við einn elsta háfjallaskálann Skálinn kemur af fjöllum Skálinn fluttur Fjallamenn eiga hús að vernda.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.