24 stundir - 13.08.2008, Side 14

24 stundir - 13.08.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Launþegar á vinnumarkaði greiða iðgjald í lífeyrissjóð og fé- lagsgjöld til verkalýðsfélaga af vinnu sinni og öðlast með því móti ákveðin réttindi sem eru samnings- atriði í kjarasamningum hvers fé- lags fyrir sig. Það er því mjög mik- ilvægt að launamenn séu vel upplýstir um sinn rétt, þegar að töku lífeyris kemur við aldursmörk eða þá ef viðkomandi þarf vegna heilsubrests að leita sinna réttinda fyrr. Almannatryggingakerfið, Tryggingastofnun, hefur einnig að geyma ýmis réttindi sem jafn nauðsynlegt er að menn fái vitn- eskju um frá hinu opinbera með reglubundnum hætti. Fólk veit ekki um sín réttindi Því miður er misbrestur á því að aldraðir og sjúkir hafi fengið upp- lýsingar um þau réttindi sem þeir eiga í lífeyrissjóðum sem og í al- mannatryggingakerfinu. Ég tel að ASÍ þurfi að stuðla að því að verka- lýðsfélög kynni félagsmönnum sín réttindi reglulega, og jafnframt þarf að kynna almannatryggingalög- gjöfina og hvers konar breytingar mun betur en verið hefur. Ýmsar stofnanir ganga að því sem gefnu að allir geti leitað upplýsinga í tölvutæku formi á netinu en þar gleymist að þar hafa ekki allir að- gang eða hafa nokkurn tímann notað tölvur. Hér þarf annað hvort að gefa út meira fræðsluefni, eða nota miðla sem ná til alls almenn- ings í landinu. Sjómenn geta til dæmis hafið töku lífeyris eftir 25 ár til sjós, við 60 ára aldur, þótt ellilíf- eyrir almannatrygginga taki ekki gildi fyrr en við 67 ára aldur en ekki er ég endilega viss um að allir sjó- menn viti um það atriði. Forsenda þess að fólk fái notið réttinda sinna er vitneskja um þau hin sömu, og það er öllum til hags- bóta að hver og einn þekki vel sín réttindi sem þeir hafa áunnið sér. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi Fræðslu þarf að bæta UMRÆÐAN aGrétar Mar Jónsson Því miður er misbrestur á því að aldr- aðir og sjúkir hafi fengið upplýsingar um þau rétt- indi sem þeir eiga í lífeyr- issjóðum sem og í al- mannatryggingakerfinu. Orkubúskapur heimsins tekur nú um stundir talsverðum breyt- ingum. Fjárfestingar í endurnýjan- legum orkulausnum margfaldast og sjá ríki og fjárfestar tækifæri í vistvænum lausnum til framtíðar. Á árinu 2006 var fjárfest í fyrirtækj- um sem sérhæfa sig í endurnýjan- legri orku fyrir 5680 milljarða ís- lenskra króna og fer þessi tala hækkandi. Fjölmörg verkefni eru því í gangi á sviði endurnýjanlegra orkugjafa sem munu m.a. stuðla að því að dregið verði úr útblæstri á gróðurhúsalofttegundum og vinna þannig gegn hnattrænni hlýnun jarðar. Hagnaðaraukning álfyrirtækja Til þess að ná slíkum árangri er bent á að iðnríkin verði að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 30 prósent fyrir árið 2020. Ríkisstjórn Íslands ætlar hins vegar að gera alveg öfugt við það sem er lagt upp með og auka hér þátt mengandi iðnaðar. Búið er að taka skóflustunguna að álveri í Helguvík og stefnt er að ál- veri að Bakka við Húsvík. Hvort ál- ver um sig átti upphaflega að fram- leiða 250.000 tonn af áli en forstjóri Alcoa hefur nú þegar gefið út að hann vilji helst reisa allt að 346.000 tonna álver ef nægjanleg orka fæst fyrir Bakkaálverið. Það segir okkur að þessi álver eru strax orðin of lítil þó ekki sé byrjað að reisa þau. Þessu til stuðnings er Al- coa að auka álframleiðslu í álveri í Sao Paolo úr 370.000 í 433.000 tonn á ári. Drifkraftur meiri frum- framleiðslu á áli í heiminum er tekju- og hagnaðarauking álfyrir- tækjanna. Í þessu samhengi má benda á að Bandaríkjamenn urða ál á rúmlega tveimur mánuðum sem nemur væntanlegri ársfram- leiðslu álveranna á Bakka og Helguvík. Þjóðhagslega hagkvæmt Mikil sóknarfæri eru í að nýta auðlindir til hagsbóta fyrir okkur í stað þess að halda áfram með stór- iðjuuppbyggingu í anda ,,Lowest energy prices“. Sem dæmi má nefna að innan tveggja ára koma á markað svokallaðir tengitvinnbílar sem eru knúnir að mun meira leyti rafmagni en bensíni og hægt verð- ur að hlaða með venjulegri heim- ilisinnstungu. Íslendingar flytja inn eldsneyti og olíu fyrir rúmlega 25 milljarða og þess vegna væri það ekki einungis umhverfisvænt held- ur einnig þjóðhagslega hagkvæmt og atvinnuskapandi verkefni að taka þátt í að byggja upp starfsemi varðandi orkugjafaskipti bílaflot- ans. Spurning er hvar eigi að afla orkunnar þegar þessi möguleiki opnast fyrir landsmenn ef erlendir auðhringir eru búnir að leggja undir sig helstu orkulindir lands- ins. Skynsamlegir kostir Mörg spennandi verkefni eru nú á teikniborðinu á sviði endurnýj- anlegra orkugjafa sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar. Í kon- ungsríkinu Abu Dhabi hefur verið lagður hornsteinn að borginni Masdar þar sem öll orka, hvort sem það er til heimilisnota eða til að knýja samgöngutæki, mun koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Fyrirtæki fjárfesta í rannsóknar- setrum sem hjálpa til við þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum í Masdar og við það skapast hundr- uð starfa. Er rétt að halda áfram að nota takmarkaðar orkuauðlindir landsins í að byggja upp fleiri álver eða væri ekki skynsamlegt að hug- leiða aðra kosti í stöðunni? Höfundur er náttúrufræðikennari Orka og ál UMRÆÐAN aÓlafur Örn Pálmarsson Er rétt að halda áfram að nota tak- markaðar orkuauðlind- ir landsins í að byggja upp fleiri álver eða væri ekki skynsamlegt að hug- leiða aðra kosti í stöð- unni? Álframleiðsla „Mikil sókn- arfæri eru í að nýta auðlindir til hagsbóta fyrir okkur.“ Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku. Sumarkap phlaup BT og 24-stunda Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is Aðalvinning vikunnar MP3 spilari frá Sandisk hlýtur Ingunn Katrín Jónsdóttir, Kleppsvegi 18, 105 Reykjavík Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT Benedikt Sigurleifsson, Laugarteig 29, 105 Reykjavík Hallvarður Jón Guðmundsson, Karfavogi 34, 104 Reykjavík Steinar Örn Erlendsson, Hæðargarði 5, 108 Reykjavík Davíð Þór Þorgrímsson, Safamýri 23, 108 Reykjavík Ísak Eldjárn Tómasson, Kerhólar 12, 800 Selfossi Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca 20. ágúst í 2 vikur Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca 20. ágúst á einstökum kjörum í 2 vikur. Mallorca er er ein perla Miðjarðarhafsins og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta í sólinni og traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða. Þú bókar flug og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Allra síðustu sætin! Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Stökktu tilboð 20. ágúst í 2 vikur. frá kr. 49.990

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.