24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 19 KYNNING Margir foreldrar kannast við versl- unina Exit en hún hefur verið mjög vinsæl hér á landi undanfarin ár eða allt frá árinu 1995 er versl- unin var fyrst opnuð hér á landi. Vinsældir Exit má ekki síst rekja til þess að þar má fá frábærar vörur á mjög góðu verði. Exit hefur verið ört vaxandi fyr- irtæki í heiminum og heldur nú innreið sína á nýja markaði með nýju nafni, Name It. Name It- vörurnar hafa verið á boðstólum í Exit fyrir börn á aldrinum 0-3 ára og eftirleiðis munu allar verslanir Exit í heiminum kallast Name It. Name It mun því halda áfram að selja vinsælan og flottan barnafatn- að fyrir börn á aldrinum 0-12 ára og þeirra helsti metnaður liggur í að færa gleði, frelsi og þægindi inn í líf barna. Exit hefur verið starfrækt frá árinu 1986 en það er hluti af danska stórfyrirtækinu Bestseller. Bestsell- er starfrækir meðal annars Vero Moda, Vila, Jack&Jones, Selected, Outfitters Nation og fleiri fram- úrskarandi fyrirtæki. Lífrænt ræktuð fatalína Í tilefni af nafnbreytingunni hef- ur hin gullfallega Helena Christi- ansen, ljósmyndari og fyrirsæta, léð Name It krafta sína og hún hannar nú frábæra fatalínu fyrir Name It. Fatalínan hefur vakið mikla lukku, ekki síst þar sem hún er gerð úr lífrænt ræktuðu efni sem er nýjung í þessum geira. Auk þessa fer hluti af ágóða af Helenu Christiansen-fatnaðinum til Chernobyl-fórnarlambanna, þá sérstaklega barna, en þetta málefni er Helenu mjög hugleikið. Helena Christiansen ljósmyndar sjálf allar sínar vörur og þar er sonur hennar Mingus í aðalhlutverki. svanhvit@24stundir.is Exit skiptir um nafn og heitir nú Name It Gleði, frelsi og þægindi Name It Falleg fatalína úr lífrænt ræktuðu efni. Flestum foreldrum finnst af- skaplega ánægjulegt að fara með tilvonandi skólabarni að versla pennaveski og ritföng en betra er að bíða eftir tilmælum kennara. Í mörgum skólum er haft það fyr- irkomulag að ritföngin séu geymd í skólunum. Það er gert til þess að ritföngin gleymist aldrei og séu alltaf á sínum stað og til að koma í veg fyrir að nemendur keppist um flottustu pennaveskin. Bíðið eftir til- mælum kennara Börn þurfa að eiga góð ritföng heima hjá sér til að vinna heima- vinnu. Þrátt fyrir að hún sé ekki mikil fyrstu árin í lífi barnsins er gott að kenna börnum frá fyrstu stundu að hugsa vel um vinnutæk- in sín, blýantinn, litina, yddarann og strokleðrið. Þrátt fyrir að skól- inn haldi utan um ritföngin og engin sérstök þörf sé á kaupum á pennaveski er ágætis hugmynd að hafa eitt slíkt heimavið. Pennaveskin heima Hvernig er best að skapa góða siði, aga og metnað til góðrar ástund- unar í námi sem helst um árabil? Foreldrar þurfa að gæta að því ábyrgðarhlutverki að börnin vinni heimavinnu sína. Best er að börnin vinni heimavinnuna á svipuðum tíma dag hvern, á sama stað og að þau fái frið og nærveru foreldra sinna. Þau verða að finna að námið sé mikilvægt en einnig tilhlökk- unar virði. Hlýleg heima- vinna

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.