24 stundir - 13.08.2008, Side 20

24 stundir - 13.08.2008, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Marta María Sæberg, Týr Fáfnir Stefánsson og Páll Bjarnason eru öll að byrja í skóla nú í haust og eiga það sameiginlegt að bíða full eftirvæntingar eftir því að fyrsti skóladagurinn renni loksins upp. Blaðamaður ræddi við spenntu ný- nemana og spurði þá út í biðina löngu og ströngu og þeirra helstu hugðarefni þessa dagana. „Ég er að fara að byrja í Hlíða- skóla,“ segir Marta María. „Ég hlakka til að byrja í skólanum. Ég fæ skólatösku sem ég get geymt lit- ina mína í og svo er önnur taska í töskunni ef ég þarf að fara og læra sund.“ Marta María segist sér- staklega spennt fyrir því að fara í sund enda kunni hún að fara í kaf og sé nýbúin að eignast forláta froskalappir. „Ég get haldið í mér andanum þegar ég fer í kaf!“ Páll andvarpar þegar blaðamað- ur spyr hann hvort hann hlakki til að byrja í Kópavogsskóla innan skamms „Æi, þetta verður svolítið erfitt, þú skilur það, er það ekki?“ spyr hann blaðamann. „Að byrja að læra og svona,“ bætir hann við þótt hann segist halda að það verði stuð í frímínútum.Týr Fáfnir mun hefja nám í Hofsstaðaskóla og hef- ur augljóst jafnaðargeð. „Ég hlakka til en ég kvíði líka smá fyrir,“ legg- ur hann til málanna og segist hlakka langmest til að læra að reikna almennilega, hann kunni að lesa og reyndar að reikna og skrifa líka. „Ég hlakka líka til að læra að lesa, skrifa og reikna,“ segir Marta María spennt. „Ég kann að lesa og skrifa,“ segir Páll frá. „Ég lærði að lesa þegar ég var fimm ára svo hvarf það en núna er það komið aftur,“ bætir hann við. „Ég á bláa og rauða skólatösku sem stendur McQueen á,“ segir Týr Fáfnir. „Mín er blá og hún er núna í geymslunni, ég verð að vera fljótur að biðja mömmu að ná í hana,“ segir Páll og biður ljós- myndara að taka mynd af sér með töskuna fínu. „En hvað skyldi þau langa til að verða þegar þau verða stór?“ Marta María segist helst langa að verða flugfreyja eða slökkviliðs- kona þegar hún er orðin stór. „Áð- ur en ég varð til í maganum á mömmu var hún flugfreyja og það langar mig líka til að verða. Sér- staklega svo ég geti farið og séð öll dýrin í Ameríku. Ef ég verð ekki flugfreyja þá verð ég slökkviliðs- kona,“ segir Marta María. „Hef- urðu séð The Incredibles,“ spyr hún blaðamann í beinu framhaldi og lýsir þar magnaðri senu sem inniheldur brennandi hús og hetjudáðir og blaðamaður getur ekki annað en hrifist af framtíð- arsýn ungrar konu um slökkviliðs- störf. „Ég ætla að verða flugmaður,“ segir Týr Fáfnir. „Mér finnst svo skemmtilegt að vera í flugvél og ferðast. En mér fannst reyndar ekki skemmtilegt að fara til Sví- þjóðar því þá fór ég í skipi og gubbaði,“ bætir hann við. „Ég er alveg óviss um hvað ég ætla verða,“ segir Páll. Ég verð eitt- hvað, ég veit bara ekki núna hvað það verður,“ bætir hann hugsi við. Páll og Týr Fáfnir eiga báðir vini í hverfinu sem byrja með þeim í skóla. Marta María segist ekki þekkja marga en hún eigi frænku sem sé mikill fengur í. „Ég á stóra frænku sem er tíu ára og ratar um allan skólann,“ segir Marta María Sæberg full sjálfstrausts og hvergi bangin. „Hún hjálpar mér líka stundum ef strákar eru að stríða mér,“ bætir hún við. Marta María, Týr Fáfnir og Páll eru öll að springa úr tilhlökkun Full eftirvæntingar Fyrsti skóladagurinn markar tímamót í lífi barna og flest þeirra eru full eftirvæntingar. „Ég á stóra frænku sem er tíu ára og ratar um allan skólann,“ segir Marta María Sæberg, full sjálfs- trausts og hvergi bangin. „Æi, þetta verður svolítið erfitt, þú skilur, er það ekki?“ spyr Páll Bjarna- son. „Að byrja að læra og svona,“ bætir hann við þótt hann segist halda að það verði stuð í frímín- útum. „Ég hlakka til en ég kvíði líka smá fyrir,“ leggur Týr Fáfnir til málanna. Hlíðaskóli Marta María hlakkar til og á stóra frænku sem hún treystir á. . Kópavogsskóli Páll er hugsi yfir skólagöngunni og þýðingu hennar en hlakkar til að blanda sér í frímínútnastuðið. Hofsstaðaskóli Týr Fáfnir er ansi flinkur en hlakkar helst til að læra að reikna meira. Waldorfskólinn Sólstafir rekur tvo leikskóla og einn grunnskóla í Reykjavík. Skólinn er sérstakur að því leyti að hann er sjálfstætt starf- andi og hefur því ákveðinn sveigj- anleika til framsækni í kennslu og námsframboði þó svo að þar sé auðvitað uppfyllt lögbundin skóla- skylda. „Það er þó nokkur munur á Waldorf-stefnunni og öðrum skól- um. Við leggjum t.d. jafnmikla áherslu á bóknám og handverk og við leggjum upp úr því að krakk- arnir nái að vinna á öllum sviðum í öllum námsgreinum, þ.e. lík- amlega, tilfinningalega og hug- lægt,“ segir Sigurbjörg Agnes Auð- unsdóttir, kennari í skólanum. „Listgreinar eru tengdar inn í allar námsgreinarnar og við erum t.d. ekki með hefðbundnar skólabækur heldur vinnubækur sem þau búa til alveg sjálf frá grunni. Hefð- bundnu námsgreinarnar koma svo fyrst inn á unglingastigi.“ Áhersla á frjálsan leik Að sögn Sigurbjargar er lagt mikið upp úr frjálsum leik hjá nemendunum. Á það sérstaklega við um sex ára bekkinn. Leikföngin eru heldur ekki alveg hefðbundin. „Við reynum að vera með fallega hluti úr náttúrulegum efnum eins og t.d. tré, en ekki úr plasti. Og þetta á sérstaklega við á leik- skólastiginu.“ Þar að auki er boðið upp á holl- an og góðan mat og er þá ávallt um að ræða lífrænt ræktað grænmet- isfæði. Grunnurinn að Waldorf- uppeldisfræðinni var lagður á öðr- um og þriðja áratug síðustu aldar af austurríska náttúruvísinda- manninum og heimspekingnum Rudolf Steiner. Fyrsti skólinn var stofnaður í Stuttgart árið 1919. Takmark hans var að víkka út sjón- deildarhring mannsins inn í innri veruleika sinn. haukurj@24stundir.is Waldorfskólinn Sólstafir í Reykjavík Framsækin kennsla Börn að leik Mikil áhersla er lögð á frjálsan leik.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.