24 stundir - 13.08.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
„Krakkarnir hlakka mikið til að
byrja í skólanum og ég mæli með
því að foreldrarnir séu ekkert að
slá á þá tilhlökkun. Ég geri ráð fyrir
því að foreldrarnir séu búnir að
segja krökkunum að þetta sé tals-
verð breyting frá leikskólanum,“
segir Björn Pétursson, skólastjóri
Melaskóla í Vesturbæ.
Ekki setja of miklar kröfur
„Þetta snýst allt um að vera já-
kvæður gagnvart skólagöngunni og
ekki setja of miklar kröfur eða
væntingar á krakkana, hafa and-
rúmsloftið frekar afslappað. Það á
alls ekki að segja krökkunum að
þau þurfi að vera orðin læs fyrir
einhvern ákveðinn tíma. Best er að
stilla væntingunum í hóf og leggja
áherslu á að umhverfið sé jákvætt
og að krökkunum líði vel. Það er
aðalatriðið,“ segir Björn en í Mela-
skóla er fyrsti skóladagurinn hjá
sex ára börnum þannig upp-
byggður að þau hitta umsjón-
arkennarann og fara í viðtal ásamt
foreldrum sínum. „Þar er strax
byrjað að búa til þetta jákvæða
andrúmsloft.“
Alltaf mikil tilhlökkun
Björn segir að krakkarnir upplifi
fyrsta skóladaginn mjög sterkt.
„Maður sér tilhlökkunina í aug-
unum á þeim. Þau koma með nýj-
ar skólatöskur og það er allt klárt
fyrir fyrsta daginn. Þeim finnst
rosalega spennandi að vera komin
í grunnskóla,“ segir Björn sem er
að hefja sitt annað ár sem skóla-
stjóri en hann hefur unnið í fjölda
ára í Melaskóla sem kennari og að-
stoðarskólastjóri.
Gefur starfinu mikið gildi
Björn bætir við að það gefi starf-
inu mikið gildi að sjá ný andlit í
skólanum á hverju ári. „Það er
bara yndislegt að sjá nýja krakka á
hverju ári í skólanum og það gefur
starfinu alveg rosalega mikið gildi.
Fyrsta árið er mikilvægasta árið því
þá er grunnurinn byggður upp fyr-
ir framhaldið. Við leggjum að sjálf-
sögðu áherslu á alla árganga en það
er rosalega mikils virði að það
gangi vel í fyrsta bekknum og við
leggjum mjög mikið upp úr því að
það skapist strax jákvæð tengsl á
milli kennaranna, foreldranna og
barnanna. Að það séu allir með
það á hreinu að við séum að vinna
að hag barnanna. Það er númer
eitt, tvö og þrjú,“ segir skólastjór-
inn að lokum.
Björn Pétursson, skólastjóri Melaskóla, hugsar um vellíðan barnanna
Fyrsti bekkurinn
sá mikilvægasti
➤ Björn Pétursson, skólastjóri íMelaskóla, segir að það sé
mikilvægt að foreldrar byggi
upp jákvætt andrúmsloft.
➤ Það er ekki æskilegt að setjakröfur um námsárangur
barna í fyrsta bekk.
➤ Björn segir það gefa starfinumikið gildi að sjá ný andlit á
hverju ári.
FYRSTI BEKKURINNFyrsti skóladagurinn er
stór dagur í lífi allra sex
ára barna. Björn Pét-
ursson, skólastjóri hins
fornfræga Melaskóla, fer
yfir það helsta sem for-
eldrar barnanna þurfa að
hafa í huga fyrir stóra
daginn.
Björn Pétursson, skólastjóri
Melaskóla Mikilvægast að
börnunum líði vel.
„Ég man eftir fyrsta skóladeg-
inum, ég hitti Gummu sem var
fyrsti kennarinn minn og við lærð-
um íslensku. Svo fórum við líka í
myndmennt og bjuggum til hluti,“
segir Theodór Ásbjarnarson, átta
ára nemandi í Smáraskóla í Kópa-
vogi. Theodór er að fara í 3. bekk í
haust en hvað skyldi honum hafa
fundist skemmtilegast við að byrja
í skólanum. „Það var skemmtileg-
ast að kynnast krökkunum. Ég
kynntist Ágústi, hann er núna besti
vinur minn,“ segir Theodór.
Var rosalega spenntur
„Ég var rosalega, rosalega, rosa-
lega, rosalega spenntur,“ segir
Theodór og leggur áherslu á orð
sín. Hann gat þó sofið nóttina fyrir
fyrsta skóladaginn. „Ég gat nú al-
veg sofið en ég var mjög spenntur
þegar ég vaknaði. Ég man að ég var
með Superman-skólatösku fyrir
allt dótið mitt. Ég var með penna-
veski, liti, regnföt og kuldaföt.“
Theodór byrjar eins og áður segir í
3. bekk í Smáraskóla í haust og það
er ekki að merkja neinn skólaleiða
hjá stráknum. „Ég er mjög spennt-
ur að byrja í skólanum aftur. Það
er alltaf gaman í skólanum, alltaf
rosalega, rosalega, rosalega gam-
an,“ segir þessi lífsglaði og hressi
ungi herramaður að lokum.
haukurh@24stundir.is
Theodór Ásbjarnarson man ennþá eftir fyrsta skóladeginum
Skemmtilegast að hitta krakkana
Theodór Var rosa-
lega spenntur fyrir
fyrsta skóladaginn.
Foreldrar verða að passa sig að
falla ekki í þá gryfju að kaupa
næstu stærð fyrir ofan núverandi
skóstærð barnsins vegna þess að
barnið mun „hvort sem er“ vaxa í
þá stærð innan fárra mánaða.
Góðir skór eru afar mikilvægir
heilsu barnsins og þeir mega
hvorki vera of þröngir né lausir.
Fjárfesting í heilsu barnsins
Barnsfætur eru mjög frábrugðn-
ir fullorðinsfótum. Þeir eru öðru-
vísi í laginu, beinin eru mýkri,
vöðvar og liðamót eru að þroskast
og fætur barna eru mun viðkvæm-
ari fyrir þrýstingi. Ef of þröngir
skór eru keyptir á barnið getur það
valdið því að barnið svitnar óeðli-
lega á fótunum sem getur leitt til
vörtumyndunar, inngróinna tá-
nagla og sveppasýkinga. Auk þess
geta of þröngir skór valdið hælsæri
og óeðlilegrar þróunar á fætinum.
Hafa áhrif á göngulag
Á hinn bóginn geta of stórir
skór haft áhrif á göngulag barnsins
og valdið almennum óþægindum
við göngu. Skór sem passa ekki
geta þar að auki haft áhrif á
frammistöðu barna í íþróttum sem
getur haft áhrif á sjálfsímynd
barnsins. Það á líka við um knatt-
spyrnuskó. Börn taka oft ekki eftir
því þegar skór valda þeim óþæg-
indum og því er mikilvægt að velja
réttu skóna í samráði við sérfræð-
inga. haukurh@24stundir.is
Góðir skór sem passa vel eru lykilatriði
Réttu skórnir mikilvægari
en margir halda
Góðir skór mikilvægir Það skiptir miklu máli fyrir heilsu barnsins að vera í góð-
um skóm sem passa vel. Þessir skór hlytu ekki náð fyrir augum sérfræðinga.
Auglýsingasímar:
Katrín Rúnarsd. 510 3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510 3722
kolla@24stundir.is
Í sérblaði 24 stunda um mat og
matargerð sem kemur út föstu-
daginn, 15. ágúst, kennir ýmissa
grasa. Haustið er í nánd og börnin
fara að taka upp úr skólagörð-
unum.Við fræðumstumuppskeruá
kartöflum og grænmeti og hvernig
matreiða má þetta holla hrá-
efni þannig að öllum líki. Berja-
sprettan er góð og margt hægt að
gera við bæði kræki- og bláber.
Einnig er umfjöllun um svokallað
hráfæði og blaðamaður prófaði
ekta ,,brunch” á einum af nýjustu
veitingastöðunum.
Hafðu samband og fáðu gott
pláss fyrir auglýsinguna þína
Matu
r
15. ágúst 2008
Sérblað 24 stunda
Ókeypis
-heim til þín
- kemur þér við