24 stundir


24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 23

24 stundir - 13.08.2008, Qupperneq 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 23 Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is frí legugreining og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum SuMArTilBOÐ 10-40% AfSláTTur bylting í SVefnlauSnum eitt beSta úRVal landSinS á heilSudýnum Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Hér á Jörfa erum við í samvinnu við Breiðagerðisskóla allt árið. Við förum í heimsóknir til þeirra, í kennslustundir og leikfimissal- inn, sækjum leikrit og sýningar og ýmsar skemmtanir,“ segir Sæ- unn. „Þau koma líka til okkar í heimsókn. Það er mikilvægt fyrir þau að kynnast næsta skrefi í námsferlinum vel.“ Sæunn leggur áherslu á að leik- skólavistin sé skipulagt nám og síðasta árið sé mikilvægt. „Við köllum fimm ára börnin meist- ara.Börnin eru að ljúka námi sínu í leikskólanum og eru yngri börn- unum mikilvægar fyrirmyndir. Þau eru meistarar í leikskól- anum.“ Að reima eða ekki reima? „Það er ekki aðalmálið að kunna að reima,“ segir Sæunn. „Þó að auðvitað sé ágætt að kunna það. Þetta er ekki vanda- mál lengur það er bara hægt að setja börnin í skó með frönskum rennilás,“ bætir hún við. „Ég held að áherslan ætti frekar að vera á tilfinningalega þáttinn og á það leggjum við áherslu hér. Lífsleikni og tilfinningatjáningu,“ bætir hún við. „Meistarastundir í Jörfa fela í sér ótal margt fleira en samstarf við grunnskóla, við höfum farið í rannsóknarleiðangra út í náttúr- una þar sem við höfum safnað efnivið úr umhverfinu og rann- sakað hann, förum í heimsóknir á söfn, þjálfum börnin í að skilja hugtök eins og þungt/létt, stór/ lítill, stærri en/minni en og svo framvegis. Í lok maí förum við svo með börnin í útskriftarferð á Úlfljótsvatn .“ 24stundir/Frikki Útskrifar meistara í lok sumars Sæunn Elfa Karlsdóttir, leikskólastjóri Jörfa, er í samstarfi við Breiðagerðisskóla. Meistararnir í leikskólanum Jörfa Ekki aðalmálið að kunna að reima „Við köllum fimm ára börnin meistara og hér fer fram meistarastarf,“ segir Sæunn Karlsdóttir, leikskólastjóri í leikskól- anum Jörfa, um und- irbúning barna fyrir grunnskólann. Sæunn segir síðasta ár barna í leikskóla fela í sér nám. „Í leikskólanum fer fram skipulagt nám með áherslu á lífsleikni og til- finningatjáningu.“ KYNNING Þótt börn hafi alltaf gaman af að fara í verslunarmiðstöðvar getur erillinn stundum orðið heldur mikill og foreldrar vilja þá fá tækifæri til að sinna börnum sín- um í ró og næði. Í Kringlunni má finna fullkomna aðstöðu til þessa á 3. hæð en þar er Hreiðr- ið. Hreiðrið er notaleg aðstaða þar sem foreldrum gefst tækifæri til að sinna börnum sínum í ró og næði, gefa þeim að borða og skipta á þeim. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar, mjúkir, þægilegir sófar og púðar sem veita góðan stuðning og henta vel fyrir brjóstagjöf. Auk þess sem pela- hitari er á staðnum. Skipti- og salernisaðstaðan er einnig með besta móti og þar er nægt rými til að skipta á börnunum. Í Hreiðrinu hefur líka verið hugsað fyrir eldri börnunum og þar eru leikföng og bækur fyrir þau ásamt borði og stólum í þeirra hæð. Eldri börnin geta því lesið bækur og leikið sér á meðan þeim yngri er sinnt. Fiskabúr og plöntur skapa síðan hlýlegt and- rúmsloft og gera Hreiðrið að góðum stað til að slaka á enda hefur Hreiðrið fengið mjög góð- ar viðtökur hjá gestum Kringl- unnar. Til að tryggja foreldrum og börnum næði þarf sérstakan aðgangslykil til að geta nýtt sér aðstöðuna og má nálgast slíkan lykil hjá öryggisvörðunum á 3. hæð. svanhvit@24stundir.is Notaleg aðstaða í Kringlunni Börnunum sinnt í næði Hreiðrið Notaleg að- staða fyrir foreldra sem vilja sinna börnum sínum í næði.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.