24 stundir - 13.08.2008, Síða 24

24 stundir - 13.08.2008, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir Sláturfélag Suðurlands undirbýr nú fjórða árið sitt með Hollt í há- deginu, skólamáltíðir í grunn- skólum. Elín Einarsdóttir er einn af umsjónarmönnum skólamöt- uneytanna og vinnur meðal annars að því að útbúa matseðlana í sam- vinnu við aðra starfsmenn. „Við munum kynna 2-3 nýja rétti í vet- ur en við eldum venjulegan heim- ilismat sem þarf ekki mikið að endurnýja. Við munum áfram gæta þess að hafa nóg af fersku grænmeti og ávöxtum en munum bjóða upp á grófara brauð en áður og fituminna kjötálegg,“ segir Elín. Foreldrar kannast eflaust flestir við að barnið komi ósátt heim vegna þess að maturinn var ekki nógu góður en að sögn Elínar tekur fyr- irtækið út þá rétti sem mælast illa fyrir. „Við buðum tvisvar upp á eggjaköku sem krakkarnir vildu ekki sjá og tókum við hana því út. Það sama á við um nokkrar súpu- tegundir þó að þær séu yfirleitt vinsælar. Við pínum krakkana ekki til að borða eitthvað sem þau hafna á þennan hátt.“ iris@24stundir.is Pína börnin ekki til að borða Hollur matur í skólum Skemmtilegt og hollt? Og tekur engan tíma að smyrja? Í mörgum skólum er boðið upp á heita máltíð í hádeginu, slík máltíð kostar for- eldra frá 7000 krónum á mánuði. Máltíðin er ekki nóg fæði fyrir barn heilan dag í skóla og foreldrar þurfa að smyrja nesti ofan í börn sín sem þau neyta fyrir hádegi og í kaffitímanum. Sumir foreldrar sleppa því að kaupa heita máltíð og hafa því nóg að gera við að fram- leiða hollt og gott nesti sem full- nægir orkuþörf barnsins, er fjöl- breytt og girnilegt! En nestisframleiðslan vex mörg- um í augum. Þrátt fyrir að í hádeg- inu sé borið á borð á vegum skól- ans óhollusta á borð við kakósúpu sem inniheldur nánast engin nær- ingarefni og bjúgu sem innihalda mikið magn fitu og salts þá er blátt bann lagt við sykruðum mjólk- urvörum og ávaxtasöfum í nest- isboxið. Tilmæli frá umsjón- arkennurum eru að börn komi með gróft brauð, vatn að drekka, ávöxt og grænmeti. Enga óhollustu takk! Foreldrar verða því að standa sig. Betur en skólaeldhúsið sjálft! Bento fyrir krakkana Hér eru nokkrar tillögur að skemmtilegri hollustu í nestisboxið fyrir hugmyndasnauða og ráðvillta foreldra þar sem stuðst er við að- ferðir við að búa til bento. Bento er tegund af japönsku nesti. Því er pakkað í box sem hafa mörg hólf með mismunandi mat í hverju hólfi. Bento er ekki síður skreytilist en matseld og krakkarnir opna spenntir nestisboxið sitt og vekja líklega mikla hrifningu félaga sinna. Til að búa til bento-nesti þarf nestisbox með hólfum fyrir mismunandi rétti. Ef slíkt box er ekki fyrir hendi má einfaldlega búa til hólf með því hráefni sem er til staðar eða múffuformum. dista@24stundir.is Nýjasta æðið í nestisframleiðslu foreldra Bento-nesti! Hreint skyr með ávöxtum Örlítið af van- illusykri út á. Eggert á grænu beði Börn- um þykir ágætt að tína í sig ber og smátómata. Málamiðlun Nesti í bentostíl. Egg, jarðarber, annanas, kirsuber, rúgbrauð og orkustöng. Þegar börn hefja skólagöngu sína hefst mikilvægt tímabil í lífi þeirra og það er ekki síst vinunum að þakka. Þótt vissulega eignist börn vini í leikskóla þá er það oft sem börn eignast sína fyrstu raun- verulegu vini í grunnskóla. Oft er það vinátta sem endist út lífið. Þessir sömu vinir eru að sama skapi oft traustustu vinirnir sem standa með viðkomandi í gegnum súrt og sætt. Vinskapurinn sjálfur getur líka verið ansi súr á stundum, sér- staklega á þessum fyrstu árum. Ákveðið þroskaferli Það slettist því ansi oft upp á vinskapinn og það er fullkomlega eðlilegt. Oft er talað um að stúlkur geti aldrei leikið sér þrjár saman því þá er ein alltaf skilin út undan. Hvort sem það er rétt eður ei er það staðreynd að oft slettist upp á vinskapinn og einhver ágreiningur verður. Í þeim aðstæðum er mik- ilvægt að börnin fái sjálf að leysa úr sínum deilumálum, svo lengi sem deilurnar eru ekki komnar á alvar- legt stig. Börn þroskast mikið á því að leysa sjálf úr lítilsháttar deilum og læra sömuleiðis að meta hvert annað að verðleikum. Þau læra að öll eru þau ólíkir einstaklingar en þrátt fyrir það geta þau vel átt skap saman. Eins læra þau að virða til- finningar hvert annars. Orsök deilnanna Þegar um alvarlegri deilur er að ræða þurfa foreldrar jafnvel að skipta sér af og reyna að aðstoða við að leysa deiluna. Þá er mik- ilvægt að vera hlutlaus og muna að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Gott er að láta börnin ræða málið út og kanna hvar orsök deilnanna liggur. Oft getur verið gott að gera þetta á hlutlausum og þægilegum stað. Til dæmis má fara á veit- ingastað eða skella sér í sund og ræða málin í heita pottinum. Mik- ilvægt er þó að gera ekki lítið úr vandanum því þó hann sé smá- vægilegur í augum fullorðna fólks- ins getur hann verið grafalvarlegur hjá sex ára gömlum börnum. Þótt svona lagað komi upp á er tilvalið að brýna fyrir börnunum að þrátt fyrir alla misklíð þá séu þau vinir og það muni ekki breytast. Þótt þetta geti alltaf verið leiðinlegt tímabil í lífi flestra barna má ekki gleymast að reynsla sem þessi er mikilvæg öllum börnum og þetta er ákveðið þroskaferli sem þau þurfa að ganga í gegnum. svanhvit@24stundir.is Sannur vinskapur hefst oft í grunnskóla Vinir í gegnum súrt og sætt Súrsætur vinskapur Öll börn lenda upp á kant við vini sína en þau læra af því að leysa úr vandanum. Nýr TT flokkur og ný tímasetning í hinu sívinsæla “Toppi til Táar„ námskeiði Nýir tímar kl: 10:15 og 10:30 – þrisvar í viku – mán – mið – fös – barnapössun Ekkert lát hefur verið á aðsókn á þetta frábæra aðhaldsnámskeið okkar og höfum því bætt nýjum tímum við. - Þessir tímar ættu meðal annars að höfða sérstaklega til hinnar heimavinnandi mömmu og því bjóðum við einnig upp á barnapössun á þessum tímum. Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is Nýtt Nýtt! Aðrir tímar í boði: • 6:15 – mán, mið, fös • 6:15 - þri, fim, lau (9:30) • 7:20 - mán, mið, fös • 10:15 - mán, mið, fös •12:05 - mán, mið, fös - barnapössun • 14:20 - mán, mið, fös • 16:40 - mán, mið, fös - barnapössun • 17:40 - mán, þri, fös - barnapössun • 19:20 - mán, mið, fim (19:45)

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.