24 stundir - 13.08.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2008 24stundir
Eftir Hildi E. Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Leikritið Vinir eftir Símon Birgis-
son verður frumsýnt í gömlu síld-
arverksmiðjunni á Djúpavík næst-
komandi föstudag. Hópurinn sem
stendur að sýningunni kallar sig
Kreppuleikhúsið og samanstendur
af leikurunum Vigni Rafni Val-
þórssyni, Þórunni Örnu Kristjáns-
dóttur og Walter Geir Grímssyni,
búningahönnuðinum Judith
Amalíu Jóhannsdóttur, leikmynda-
hönnuðinum Hlyni Páli Pálssyni
og leikstjóranum Þorleifi Erni Arn-
arssyni. Að sögn Þorleifs ber hóp-
urinn nafn með rentu.
„Þetta heitir Kreppuleikhúsið af
því að það er kreppa og skilyrði
fyrir því að taka þátt var að gefa
vinnuna sína. Það hefur hingað til
ekki verið mikil krafa á ríkið að
veita meira fé í listirnar af því að
einkafyrirtækin áttu að sjá um það.
En í ljósi þess að nú er komin
kreppa eru einkafyrirtækin hætt að
verja eins miklu fé í listirnar og þá
þarf listsköpun bara að eiga sér stað
þar sem fólk gefur vinnuna. Við er-
um kreppan,“ segir hann.
Krefjandi spurningar
Leikritið fjallar um þrjár mann-
eskjur sem voru góðir vinir á
menntaskólaaldri, en svo átti sér
stað atvik þar sem tvö þeirra sviku
þann þriðja.
„Þetta fjallar í raun um lífslyg-
ina. Áhorfendur hitta þremenn-
ingana núna, löngu seinna, og þau
hafa hvorki horfst í augu við þetta
atvik né afleiðingar þess á líf þeirra.
Tvö þeirra hófu ástarsamband upp
úr þessum atburði, en af því að
grunnur ástarsambandsins er
byggður á þessum svikum er í raun
búið að grafa undan öllum sam-
skiptum þeirra. Við köstum þarna
fram ýmsum spurningum. Eru
samskipti, sem eru byggð á blekk-
ingum, raunveruleg samskipti? Og
ef maður er búinn að byggja líf sitt
á blekkingu, þolir það þá dagsljós-
ið?“ segir Þorleifur.
Leikritið verður frumflutt á svo-
kölluðum Djúpavíkurdögum, sem
fram fara um helgina. „Símon
skrifaði verkið að hluta til hjá þeim
yndislegu hjónum, Evu Sigur-
björnsdóttur og Ásbirni Þorgils-
syni, sem reka þar hótel. Þar sem
þau lögðu sitt á vogarskálarnar
fannst okkur þau eiga það inni hjá
okkur að við færum til þeirra og
frumsýndum verkið þar,“ útskýrir
Þorleifur.
Hann segir gömlu síldarverk-
smiðjuna vera tilvalda fyrir sýn-
ingu Kreppuleikhússins. „Á sínum
tíma var ofsalegur uppgangur og
allir að vinna í síld og þá voru
byggðar síldarverksmiðjur á hverju
horni. Síðan hvarf síldin bara rétt
eins og gjaldeyririnn núna í dag.
Þess vegna er svo upplagt að fara í
þessa táknmynd um þær sam-
félagsbreytingar sem urðu þegar
síldin, silfur hafsins, hvarf, og end-
urtaka leikinn núna þegar það er
krónan sem er horfin.“
Aðspurður segist Þorleifur telja
meiri líkur en minni á því að
Kreppuleikhúsið eigi eftir að vinna
saman að fleiri verkefnum í fram-
tíðinni, enda hafi samstarfið geng-
ið mjög vel. „En við einbeitum
okkur auðvitað að einu verkefni í
einu og við ætlum að sjá hvernig
þetta gengur,“ segir hann.
Sjálfur er hann nýútskrifaður frá
hinum virta Ernst Busch-leik-
stjórnarskóla í Berlín. „Svo var ég
að klára uppsetningu á verkinu Ge-
gen die Wand í þjóðleikhúsinu í
Mecklenburg sem gekk vonum
framar. Ég á eftir að gera útskrift-
arsýningu í skólanum og er að fara
að skrifa hana. Skrifdraugurinn
kallar óneitanlega á mann, ekki síst
þegar maður er að vinna með
svona glænýtt íslensk leikrit.“
Þorleifur Örn „Allir í Kreppu-
leikhúsinu gefa vinnuna.“
Kreppuleikhúsið sýnir nýtt íslenskt leikrit
Við erum
kreppan
Nýtt íslenskt leikrit, Vinir
eftir Símon Birgisson, lít-
ur dagsins ljós á Djúpavík
næstkomandi föstudag.
Að sýningunni stendur
Kreppuleikhúsið sem ber
nafn með rentu.
➤ Var tilnefndur til Grímuverð-launanna árið 2007 fyrir leik-
ritið Eilíf hamingja sem hann
skrifaði ásamt Andra Snæ
Magnasyni og leikstýrði.
➤ Er að fara að setja upp leik-ritið um Rómeó og Júlíu í St.
Gallen í Sviss.
ÞORLEIFUR
Mál og menning hefur sent frá
sér nýja spennusögu, Svartnætti,
eftir metsöluhöfundinn Michael
Connelly í þýðingu Brynhildar
Björnsdóttur. Þegar smáglæpa-
maðurinn Edward Gunn finnst
myrtur hittast Terry McCaleb, fyrr-
verandi rannsóknarmaður alríkis-
lögreglunnar, og útbrunni sérfræð-
ingurinn Harry Bosch. Bosch
sérhæfir sig í rannsókn á hættu-
legum glæpamönnum en virðist
ekki lengur greina mun á réttu og
röngu. Á morðvettvangi eru fjöl-
margar vísbendingar sem benda
beint til hans. Fyrir vikið dregst
McCaleb inn í margbrotna og
óvænta atburðarás. Tekst honum
að leysa ráðgátuna?
Michael Connelly er einn vin-
sælasti spennusagnahöfundur
heims. Áður hafa verið þýddar á ís-
lensku þrjár skáldsögur eftir hann,
Skáldið (2004), Blóðskuld (2005) og
Englaflug (2006).
Svartnætti er frumútgefin í kilju.
Svartnætti
í kilju
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Eru samskipti, sem eru byggð
á blekkingum, raunveruleg
samskipti?
menning
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Stærðir 40-60
990-2990 kr. slár
Útsala
30-50%
afsláttur
25% a
ukaafs
láttur
af útsö
luvöru
m
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 - 4 í íbúð í viku.
Sértilboð 31. ágúst og 7., 14. eða
21. september. Aukavika kr. 15.000.
Sértilboð á
Planetarium Village
- glæsileg gisting!
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Terra Nova áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð
getur breyst án fyrirvara.
Aðeins örfáar
íbúðir í boði!
Bibione í ágúst og september
frá kr. 49.990
Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village 31. ágúst og í brottförum í september.
Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni stutt frá miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega
fallegar og glæsilegar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sundlaugasvæði með frábærri
aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði. Góð
eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.fl í öllum íbúðum. Frábær gistivalkostur
á ótrúlegum kjörum! Bibione er sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, með einstak-
ar strendur, frábæra veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu.