24 stundir - 14.08.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir
Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 + Borgartúni 29 + Akureyri
skólavörubúðin þín...
www.a4.is
Þú verslar
skólavörur fyrir
5.000 kr.
og við gefum þér
miða í bíó
Gísli Marteinn Baldursson borg-
arfulltrúi ætti að fá tæpar 217 þús-
und krónur á mánuði, sem borg-
arfulltrúi sem situr ekki í neinni
nefnd.
Gísli Marteinn hefur ákveðið að
fara í árslangt meistaranám í
borgarfræðum við Edinborgarhá-
skólann, en hann hyggst útskrifast
með BA-próf í stjórnmálafræði frá
Háskóla Íslands í haust. Mun Gísli
af þessum sökum hætta í borg-
arráði og láta af nefndarstöfum.
Hann mun þó áfram sitja sem
borgarfulltrúi, og fljúga á borgarstjórnarfundi sem haldnir eru tvisvar
í mánuði nema yfir sumartímann.
Samkvæmt samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá
Reykjavíkurborg eru grunnlaun borgarfulltrúa 80% af þingfararkaupi,
en þingfarakaup er 541.720 krónur. Sitji borgarfulltrúi ekki í nefnd
skerðast laun hans um 50%, sem gera 216.688 krónur í mánaðarlaun.
Gísli Marteinn svaraði ekki símhringingum 24 stunda í gær. hos
Um 200 þúsund á mánuði
Tilaga um lagningu Mýrargötu og
Geirsgötu í stokk verður ekki á
dagskrá borgarráðs í dag en
henni var frestað á síðasta fundi.
Á sama fundi lagði borgarráðs-
fulltrúi Vinstri grænna fram fyr-
irspurnir varðandi fjármögnun
og nauðsyn framkvæmdarinnar,
en gert er ráð fyrir að kostnaður
vegna hennar nemi að minnsta
kosti 12 milljörðum króna.
ejg
Borgarráð fjallar
ekki um stokk
Rauði kross Ís-
lands hefur sent 6
milljónir króna
vegna neyð-
arbeiðni Alþjóða
Rauða krossins
vegna aðgerða í
kjölfar átakanna í
Georgíu.
Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 600
milljónir íslenskra króna (8 millj-
ónir svissneskra franka) og verð-
ur fénu varið til að aðstoða tug-
þúsundir manna sem hafa orðið
verst úti í átökunum milli herliða
Georgíu, Suður-Ossetíu og Rúss-
lands.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Rauða krossinum.
6 milljónir í að-
stoð til Georgíu
Vinnustundirnir í hverri viku geta orðið miklu fleiri
en 40 ef um mikið sjálfræði og sveigjanleika í starfi er
að ræða, að sögn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, dós-
ents í félagsfræði við Háskóla Íslands.
„Það var lögð rannsókn fyrir alla ríkisstarfsmenn ár-
ið 2006. Til að fá meira kjöt á beinin tókum við viðtöl
við akademíska starfsmenn þar sem þeir hafa mikið
sjálfræði í vinnu. Þeir geta nokkurn veginn ráðið því
hvar þeir undirbúa kennsluna og hvar þeir sinna rann-
sóknum. Þeir eru ekki bundnir á klafa skrifstofutíma.
Þeir eru ánægðir með þetta fyrirkomulag en vinna
hugsanlega of mikið,“ segir Guðbjörg Linda.
Viðmælendur rannsóknaraðila kváðust vinna mikið
á kvöldin og um helgar og jafnvel næturnar þótt þeir
færu á skrifstofuna sína að deginum. „Fólk sagði áreit-
ið á vinnustaðnum mikið á vinnutíma. Við slíkar að-
stæður er oft erfitt að sinna skrifum og rannsóknum.
Margir nýta tækifærið og vinna heima en við slíkar að-
stæður er oft erfitt að setja mörk og þá er hætta á að
vinnan flæði yfir fjölskyldulífið og frítímann,“ bendir
Guðbjörg Linda á.
ingibjorg@24stundir.is
Niðurstöður rannsóknar á sjálfræði og sveigjanleika í starfi
Hætta á of mikilli vinnu
24 stundir/Árni Sæberg
Háskóli Íslands Sveigjanleikinn getur verið mikill.
Stjórn Læknafélags Íslands lýsir
yfir stuðningi við ljósmæður í bar-
áttunni fyrir leiðréttingu á launa-
töflu í samræmi við menntunar-
og hæfniskröfur ríkisins.
„Efnislega erum við að berjast
fyrir því sama í okkar kjarabar-
áttu,“ segir Birna Jónsdóttir for-
maður Læknafélags Íslands en tek-
ur fram að félagsmenn hafi fellt
samning um flata krónutöluhækk-
un í síðasta mánuði. „Við teljum að
grunnlaun lækna, miðað við sex
ára háskólanám, vera skammarlega
lág,“ segir hún og bætir við að því
séu þau sammála ljósmæðrum.
Birna tekur fram að samninga-
nefndir beggja aðila þurfi að meta
stöðuna og funda aftur. „Við mun-
um að sjálfsögðu skoða tillögur að
aðgerðum ef ekki semst, hugsan-
lega verkfallsaðgerðum,“ segir hún
og bætir við að allar hugmyndir
um aðgerðir fari fyrst í atkvæða-
greiðslu á meðal félagsmanna. „En
við viljum fyrst og fremst reyna
semja og við höfum óskað eftir
samningafundi,“ segir hún.
asab@24stundir.is
Berjast fyrir því að menntun, hæfni og ábyrgð metist til launa
Styðja ljósmæður í baráttunni
24stundir/Golli
Læknar Rétta fram samningshönd eftir að hafa hafnað flatri krónutöluhækkun
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Dómsátt hefur náðst í deilunni um
vegaframkvæmdir við Lund 1 í
Kópavogi. Íbúarnir voru ósáttir við
hversu nálægt húsinu ný akrein
Nýbýlavegar skyldi hafa verið lögð
og fengu lögbann á framkvæmd-
irnar.
„Okkar krafa var að farið yrði að
skipulagi og það náðist. Það er bú-
ið að koma veginum inn í skipulag-
ið og hringtorgið verður fært frá
húsinu eins og skipulag kveður á
um. Íbúar eru sáttir við þessa lausn
mála og það er ástæða fyrir alla til
að fagna,“ segir Aðalsteinn Hall-
grímsson, fyrrverandi formaður
húsfélagsins að Lundi 1.
Hringtorgið minnkað
Lögbannið sem íbúarnir fengu
sett á vegaframkvæmdirnar við
húsið átti að standa þar til staðfest-
ingarmál yrði dómtekið í næsta
mánuði. Nú verður hringtorgið
hins vegar minnkað og færist því
um sex metra frá horni hússins, að
því er Steingrímur Hauksson,
sviðsstjóri framkvæmdasviðs
Kópavogsbæjar, greinir frá.
Tuga milljóna kostnaður
Strætisvagnabiðstöð verður jafn-
framt færð aðeins fjær húsinu auk
þess sem gönguleið sem liggur
meðfram húsinu að sunnan verður
færð norður fyrir húsið.
„Það á einnig að ganga frá hljóð-
vist eins og gert var ráð fyrir í for-
sendum skipulagsins. Skilin milli
bílaumferðar og göngu- og hjól-
reiðastíga verða betri en gert var
ráð fyrir. Þetta er nú orðið vist-
vænna,“ greinir Aðalsteinn frá.
Steingrímur Hauksson segir ekki
búið að endurreikna kostnaðar-
auka vegna breytinganna. „Við töl-
uðum um 30 til 50 milljónir í upp-
hafi. Við höfum ekki endurreiknað
þetta á ný.“
Íbúarnir höfðu
sigur í deilunni
Hringtorgið verður minnkað og færist þess vegna um sex metra
frá Lundi 1 Svæðið vistvænna Kostnaður tugir milljóna
Nýbýlavegur Liggur nú
alveg við Lund 1.
➤ Lögmaður íbúa Lundar 1 íKópavogi, Sigurður G. Guð-
jónsson, sagði landslags-
arkitekta hafa komist að því
að hringtorgið við húsið væri
næstum sex metrum nær
húsinu en það ætti að vera
samkvæmt deiliskipulagi.
LAGNING NÝBÝLAVEGAR