24 stundir - 14.08.2008, Side 8

24 stundir - 14.08.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. 30 bitar 2.930 kr. 20 bitar 2.650 kr. FERSKT EINFALT& ÞÆGILEGT PANTAU SÓMAVEISLUBAKKA Pantaðu í síma5656000eða á www.somi.isFrí heimsending* Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Útblástur koltvírsýrings (CO2) frá bílaumferð í Reykjavík hefur auk- ist um 54 prósent frá árinu 1990. Þetta kemur fram í samantekt sem ráðgjafarfyrirtækið Alta gerði fyrir umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og kynnt var fyrir umhverfis- og samgönguráði á þriðjudag. Þar kemur einnig fram að fólksbílum hefur fjölgað um 71 prósent. Þarf að bæta strætó Þorleifur Gunnlaugsson borg- arfulltrúi situr fyrir Vinstri græn í umhverfis- og samgönguráði. „Mengun er að aukast mjög mik- ið í borginni og það er mjög mik- ilvægt að borgarfulltrúar líti þetta mjög alvarlegum augum og taki þetta föstum tökum,“ segir hann og bætir við: „Það er mjög athygl- isvert að í skýrslunni kemur fram að fimm farþegar í strætó menga álíka og fjórir einkabílar. Það seg- ir okkur hvað sé best að gera, sem er að bæta almenningssamgöng- ur.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á einnig sæti í nefndinni. „Öll þessi mál, eins og Strætó og þessi grænu mál sem við höfum verið að vinna að, eru auðvitað til þess að mæta þessari auknu bílaeign sem er auðvitað aðalmálið,“ segir hún og bætir við: „Við erum mjög meðvituð um þetta og við erum að skoða hvernig við getum hvatt fólk meira til þess að fara leiðar sinnar á annan máta.“ Misskilningur á milli fulltrúa Þorleifur telur það vera óheppi- legt að á sama fundi og skýrslan var kynnt skuli hafa verið kynntar hugmyndir um niðurskurð á þjónustu Strætó. „Svo er líka ver- ið að tala um að gera stokk undir Geirsgötu og Mýrargötu upp á 12 milljarða króna sem mun einkum þjóna einkabílum,“ segir hann og bætir við: „Menn geta rétt ímynd- að sér hvað hægt er að gera við 12 milljarða til þess að efla almenn- ingssamgöngur borgarinnar.“ Þorbjörg Helga segir Þorleif vera að misskilja. „Það er ekki rétt að tala um niðurskurð. Við erum að fara að setja meiri pening í Strætó til þess að mæta hærra ol- íuverði og auknum kostnaði vegna lækkandi gengis krónunnar. Almennt ætlum við að skoða hvernig hægt er að hagræða en jafnframt bæta við framlög,“ segir hún og bætir við: „Það sem við erum að gera með stokknum er að bæta aðgang gangandi og hjól- andi á milli tónlistarhússins og miðbæjarins í stað þess að hafa þunga umferð í gegn.“ Útblástur hefur aukist um 54%  Ný skýrsla um útblástur gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík  Hún sýnir að hann hefur aukist um 54% frá árinu 1990 ➤ Í skýrslu Alta kemur fram aðmikið hafi dregið úr akstri hjá Strætó árin 2006 og 2007. ➤ Þá kemur fram að 4 farþegar ístrætó menga jafn mikið og 4 einkabílar. ➤ Meðalbensínbíll losar 251g/km af CO2 á hvern kílómetra. Borgin skilgreinir þá bíla sem losa 120 g/km eða minna sem visthæfa. ➤ Markmið íslenskra stjórn-valda er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fyrir árið 2050, miðað við 1990. ➤ Þyngd og afl nýskráðra bens-ínbíla virðist vera að aukast að meðaltali. ➤ Hlutfall dísilbíla hefur aukistnokkuð. ÚTBLÁSTUR Í REYKJAVÍK CO2 ÚTBLÁSTUR Í REYKJAVÍK ÁRIN 1990 OG 2007 Fólksbílar 1990 2007 164.037 tonn 258.383 tonn 58% aukning Strætisvagnar 1990 2007 6.955 tonn 5.476 tonn 22% minnkun Fólksbílum hefur fjölgað um 71% í Reykjavík frá árinu 1990. Þá voru þeir 46.653, eða 478 á hverja 1000 íbúa. Árið 2007 voru þeir 79.562, eða 676 á hverja 1000 íbúa sem er 41% aukning. 24 st un di r/ bm s Lilja Björk Sigurdórsdóttir, blað- beri Árvakurs, hlaut stafræna myndavél frá Olympus sem viðurkenningu fyrir framúrskar- andi blaðburð í júlí. Lilja Björk ber út blöðin í Teigaseli og Ysta- seli í Breiðholti. Í júlí og ágúst hefur dreifing- ardeild Árvakurs verið í samstarfi við BT með sumarkapplaup hjá blaðberum sínum. Í hverri viku þessa tvo mánuði hljóta sex kvartanalausir og stundvísir blaðberar ýmsa vinn- inga. Einn blaðberi hvors mán- aðar fær veglega viðurkenningu fyrir góðan árangur. kyg Framúrskar- andi blaðberi „Ég er ótrúlega spenntur,“ segir Elfar Pétursson, tvítugur Kínaf- ari, en tekur fram að hann hafi áður búið í Asíu. „Þá var ég í skiptinámi í Malasíu og bjó hjá kínverskri fjölskyldu.“ Elfar heill- aðist af menningunni og ákvað því að læra kínversku. „Við erum tveir tvítugir í hópn- um af sjö nemendum sem för- um,“ segir hann en hópurinn er á öðru ári í austur-asíufræðum við Háskóla Íslands. Nemendurnir læra í níu mánuði kínversku í borginni Ningbo en þar búa um fimm milljónir manns. „Við er- um að læra sögu Kína. Landið er búið að taka ákveðnum breyt- ingum frá því sem áður var, þó enn sé langt í land til dæmis í mannréttindamálum.“ áb Hópur háskólanema flytur til Ningbo í Kína nú í september „Það hafa ekki farið fram form- legar viðræður við Óskar,“ segir einn viðmælandi 24 stunda sem er í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins en bætir því þó við: „Auðvitað hittum við hann oft í tengslum við starfið í borg- inni.“ Umræðuefnið er að sjálf- sögðu sá orðrómur sem farið hef- ur stigvaxandi að undanförnu að Sjálfstæðisflokkurinn vilji losna úr meirihlutasamstarfi við við Ólaf F. Magnússon og mynda nýj- an meirihluta með Óskari Bergs- syni, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins. Þreytt á einleikjum Sjálfstæðismenn munu vera þreyttir á einleikjum Ólafs í emb- ætti borgarstjóra. „Ég veit ekkert hvað er í gangi nema það er verið að reyna leysa úr ágreiningsmál- unum,“ segir annar úr borgar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna og bætir við að það hafi verið rætt um að styrkja meirihlutann til þess að betur sé hægt að takast á við efnahagsvandann. Ágreining- ur mun vera um mörg mál, bæði stór og smá. Þeir sem standa ná- lægt Ólafi segja að hann telji alla umræðuna vera knúna áfram af landskjörnum fulltrúum flokks- ins og öðrum áhrifamönnum innan hans og segja að nú reyni á styrk Hönnu Birnu. Stefnir í stjórnarkreppu? Fólk úr borgarstjórnarflokkum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna virðist ekki kippa sér mikið upp við umræðuna og þau segja öll að Óskar hefði svarið af sér öll samtöl við Sjálfstæðisflokk- inn. Sumir sögðu þó augljóst að það stefndi í stjórnarkreppu í borginni. „Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega að reyna að berja á Ólafi og sýna honum að hann sé ekki ómissandi og Ólafur lætur varla bjóða sér það,“ segir einn og bendir á að sjálfstæðismönnum standi ekki margt til boða. Annar útilokar ekki að Ólafur verði tek- inn aftur yfir í Tjarnarkvartettinn. Til í málamiðlanir Ólafur F. Magnússon hefur þótt vera mjög staðfastur, sumir segja óhaggandi, síðan hann hóf samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Viðmælendur blaðsins sem eru nákomnir Ólafi segja að hann vilji bara halda við það samkomulag sem gert var í upphafi samstarfs- ins. Sömu heimildir segja að í ljósi umræðunnar sé hann þó farinn að gera sér grein fyrir því að hann verði stundum að gera málmiðl- anir. Það eina sem virðist augljóst af samræðum við borgarfulltrúa að dæma er að þeir eru ekki með hugann við að stjórna borginni. Hvað gengur á í Reykjavíkurborg? Elías Guðjónsson elias@24stundir.is FRÉTTASKÝRING

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.