24 stundir - 14.08.2008, Síða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 15
Gísli Marteinn Baldurssonborgarfulltrúi hefur getiðsér gott orð
að undanförnu fyrir
að hjóla á hina mik-
ilvægu fundi í borg-
arstjórn Reykjavík-
ur. Næsta vetur
mun hann hins veg-
ar mæta á þotu,“ segir á Vefþjóð-
viljanum og er þá vitnað til frétta
þess efnis að Gísli Marteinn sé á
förum til Skotlands í nám en ætli
sér engu að síður að fljúga á borg-
arstjórnarfundi. Mörgum finnst
skrítið að svo umhverfisvænn
maður ætli að fljúga á milli. Væri
ekki nær að tölvutengja borg-
arstjórn við útlönd þannig að
borgarfulltrúinn geti stundað
nám sitt í útlöndum janframt því
að sinna borgarstjórnarmálum?
Jóhannes Gunnarsson, for-maður Neytendasamtak-anna, biður Dr. Gunnar að
hætta að kalla sig umboðsmann
neytenda á heima-
síðu samtakanna.
„Það er bara verst
að Dr. Gunni sé far-
inn að kalla sig um-
boðsmann neyt-
enda. Við þurfum
umboðsmann neytenda að nor-
rænni fyrirmynd (opinbert emb-
ætti),“ segir Jóhannes. „Kæri vin-
ur, Dr. Gunni, breyttu þessu
umboðsmannanafni þínu, það
þvælist bara fyrir og ég veit að þú
hefur gott hugarflug.“
Menn velta því fyrir sér hvort
Jóhannes sé að hæðast að emb-
ætti talsmanns neytenda eða
hvort honum finnist þörf á öðru
slíku opinberu embætti enda tals-
maðurinn áhrifalaus.
Stjórnarkreppan í borginni erungum framsókn-armönnum hugleikin en þó
er aðallega að finna ergelsi út í
Samfylkinguna á
bloggsíðunni Al-
freð. Ungu fram-
ararnir eru svekktir
yfir því að Dagur B.
og félagar vilji ekki
lengur R-lista-
samstarf. „Óskar Bergsson hefur
verið að standa sig vel í sínum
málum en fylgið hefur ekki fylgt,
enda hafa „samstarfsmenn hans“
í minnihlutanum ekki gefið
Framsókn neitt, þó það sé alþekkt
að það var Framsókn sem var
límið í R-listanum og grundvall-
arflokkur í þeim mikla árangri
sem náðist á tímum R-listans.“
Eru þeir að hvetja til þess að Ósk-
ar fari yfir til Sjálfstæðisflokksins
og F-lista? elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Fjölmiðlar hafa talsvert fjallað
um ákvæði laga um nálgunarbann.
Eins og fram hefur komið, hefur
allsherjarnefnd Alþingis til með-
ferðar lagafrumvarp frá dómsmála-
ráðherra um það efni og er að því
stefnt að ljúka þeirri umfjöllun nú á
haustdögum. Nauðsynlegt er að ný
lög um nálgunarbann taki gildi um
næstu áramót samhliða nýrri heild-
arlöggjöf um meðferð sakamála, þar
sem þá falla úr gildi núgildandi
ákvæði um nálgunarbann í lögum
um meðferð opinberra mála, sem
nýju sakamálalögin leysa af hólmi.
Frumvarp dómsmálaráðherra gerir
að mestu leyti ráð fyrir óbreyttum
efnisreglum um nálgunarbann, með
þó þeim undantekningum að lagðar
eru til breytingar í sambandi við að-
draganda að kröfugerð lögreglu til
dómstóla um að nálgunarbanni
verði beitt og að opnað verði fyrir
kæruleið til handa þeim sem fer
fram á nálgunarbann, ákveði lög-
regla að gera ekki slíka kröfu. Að
öðru leyti gerir frumvarpið ráð fyrir
að reglurnar verði með sama hætti
og verið hefur frá árinu 2000. Rétt er
hins vegar að geta þess, að dóms-
málaráðherra gerði grein fyrir því í
framsöguræðu sinni fyrir frumvarp-
inu, að fleiri álitamál væru uppi
varðandi nálgunarbannið og að
hann gerði ráð fyrir að þau kæmu til
skoðunar við meðferð allsherjar-
nefndar. Þau álitamál, sem ráðherra
vísaði þarna til, voru annars vegar
að núgildandi reglur gengju ekki
nógu langt, ákvæðin væru of þung í
vöfum og gætu orðið til þess að
brotaþoli veigraði sér við því að
óska eftir þessari leið og einnig gat
hann þess að skiptar skoðanir væru
um hver ætti að fara með valdið til
að úrskurða menn í nálgunarbann.
Þessar mismunandi skoðanir hafa
endurspeglast í umsögnum þeirra
aðila, sem allsherjarnefnd hefur leit-
að álits hjá. Í dag er dómstólum fal-
ið það hlutverk að kveða upp þessa
úrskurði, að undangenginni kröfu
frá lögreglu. Sjónarmið hafa verið
uppi um að réttara væri að lögregla
eða saksóknari hefði þetta úrskurð-
arvald en slíka niðurstöðu mætti
síðan bera undir dómstóla eftir á.
Hér er um að ræða mikilvæga
spurningu sem allsherjarnefnd mun
taka afstöðu til við meðferð frum-
varpsins. Um leið hlýtur að koma til
skoðunar hvort tilefni sé til að
breyta efnisreglum og málsmeð-
ferðarreglum að öðru leyti með það
að markmiði að gera nálgunarbann
að virkara úrræði. Inn í fjölmiðla-
umfjöllun um nálgunarbannið hef-
ur blandast umræða um hina svo-
kölluðu austurrísku leið, sem í
stuttu máli gengur út á að lögreglu
verði í ákveðnum tilfellum falið vald
til að fjarlæga menn af heimili í
heimilisofbeldismálum. Felur hún
þannig í sér, að það verði gerandi en
ekki fórnarlömb sem þurfi að yf-
irgefa heimili í þessum tilvikum.
Slík ákvörðun taki þegar gildi en
heimilt verði innan tiltekins tíma að
bera hana undir dómstóla. Mikil-
vægt er að hafa í huga, að nálgunar-
bann og austurríska leiðin eru tvö
mismunandi úrræði, þótt vissulega
gæti komið til þess að þeim yrði
báðum beitt í heimilsofbeldismál-
um. Nálgunarbann er hins vegar
leið sem komið getur til skoðunar í
mun fjölbreyttari málum og mis-
munandi forsendur geta verið fyrir
því að þessum leiðum verði beitt.
Því er eðlilegt að greina á milli þess-
ara tveggja úrræða í umfjöllun, bæði
á þingi og í fjölmiðlum. Innan alls-
herjarnefndar er nálgunarbanns-
málið lengra komið og er niður-
stöðu að vænta nú haust eins og
áður kom fram. Ég er þeirrar skoð-
unar að austurríska leiðin þurfi
meiri umfjöllun áður en til laga-
breytingar kemur. Það má vissulega
sjá fyrir sér tilvik þar sem þetta úr-
ræði gæti átt við en um leið verður
að hafa í huga að það er viðurhluta-
mikil ákvörðun að fjarlægja mann
af heimili sínu og meina honum að
koma þangað. Allsherjarnefnd
ræddi austurrísku leiðina nokkuð á
síðasta kjörtímabili án þess að kom-
ast að niðurstöðu en að mínu mati
er fullt tilefni til að taka hana aftur
til umfjöllunar, án þess að hægt sé
að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík og formaður allsherjarnefndar
Nálgunarbann
og austurríska leiðin
VIÐHORF aBirgir Ármannsson
Um leið verð-
ur að hafa í
huga að það
er við-
urhlutamikil
ákvörðun að
fjarlægja
mann af heimili sínu og
meina honum að koma
þangað.
HAPPATALAN
289548
Þú hefur fundið lykilnúmerið í sumarleik 24 stunda
TIL HAMINGJU!
*Eldsneytiskortið er að verðmæti 63.720 kr.
Sendu textann 24stundir 289548 með sms á símanúmerið 1900
(ekkert aukagjald er tekið fyrir sms-ið).
Laugardaginn 16. ágúst drögum við 24 heppna lesendur úr
innsendingum og þú færð sms um vinninginn ef þú dettur í
bensínpottinn og hreppir eldsneytiskort frá OLÍS sem dugar
flestum í þrjá mánuði.*
Opið: mán-fös 12-18
Laugardaga 11-16
Dalvegi 16a
Kóp. 201
Rauðu múrsteinshúsunum
www.nora.is
Útsölulok!
Vallý s.510 3728
Böddi s.510 3726
atvinna@24stundir.is
PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA
ATVINNUBLAÐIÐ