24 stundir - 14.08.2008, Síða 28

24 stundir - 14.08.2008, Síða 28
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Þeir sem eru á annað borð í gæs eru nokkuð meðvitaðir um hvað er að gerast í næstu viku og eru þar af leiðandi margir farnir æfa sig. Það er því ágætt að taka þátt í svona keppni til þess að sjá hvar maður stendur,“ segir Hjálmar Ævarsson, verslunarstjóri veiðibúðarinnar Hlaðs á Bíldshöfða, en verslunin stendur fyrir skotmótinu. Síðan skotsvæðinu í Leirdal var lokað fyr- ir nokkrum árum hefur ekki verið hægt að halda keppnina á hverju ári vegna aðstöðuleysis en nú verð- ur breyting á. „Núna verðum við með þetta í Álfsnesi þar sem framtíðarsvæði fyrir skotveiðiíþróttina verður. Við munum því gera þetta að árlegum viðburði aftur.“ Alltaf að koma nýjar stjörnur Að sögn Hjálmars hefur ekki verið nein lognmolla í íþróttinni þrátt fyrir verra efnahagsástand. „Eini munurinn sem maður sér er að hugarfar skotveiðimanna er búið að breytast. Núna fara menn meira sér til skemmtunar og ná sér í nokkra fugla í soðið. En magn- veiðimenn eru eiginlega alveg horfnir út úr þessu. Það hlýtur að vera mjög jákvætt.“ Segir hann jafnframt að endur- nýjunin sé enn mikil. „Það eru yfirleitt í kringum 20 keppendur á svona mótum og það skemmtilega er að það eru alltaf að koma nýjar stjörnur. Það er því talsverð endurnýjun í greininni.“ Í keppninni verður skotið á leir- dúfur og þeir sem fá flest stig í fyrstu umferð komast áfram í loka- hring. Það er svo heildarstigafjöldi að keppni lokinni sem úrskurðar um sigurvegara. „Þessi skotkeppni sem við erum með kallast sporting og líkist meira því sem menn geta átt von á á veiðislóð heldur en annað hefð- bundið leirdúfuskyttirí.“ Að lokum segir Hjálmar að- spurður að enginn uggur sé í gæsa- skyttum eftir að hafa séð þættina Mannaveiðar í Sjónvarpinu síðasta vetur en í þeim gerir morðingi nokkur gæsaskyttur að fórnar- lömbum sínum. „Nei nei, við erum ekki skelkaðir eftir það. Þetta var eiginlega bara einn brandari fyrir skotveiðimenn því það var allt frekar ófaglega gert sem sneri að skotveiðum.“ Skotmót Hlaðs fer fram næstkomandi laugardag Gott að æfa sig fyrir veiðitímabilið Gæsaveiðitímabilið hefst næstkomandi miðviku- dag og eru veiðimenn því margir farnir að dusta rykið af hólkum sínum. Þeir metnaðarfyllstu hafa þó haldið sér í æfingu í allt sumar og taka þátt í skotmóti á vegum veiði- búðarinnar Hlað á laug- ardaginn. Tilbúinn Hjálmar er tilbú- inn fyrir gæsaveiði- tímabilið sem hefst í næstu viku. ➤ Hver og einn keppandi skýturá 50-75 leirdúfur en efstu sex komast áfram í lokahring þar sem þeir skjóta á 25 leirdúfur. ➤ Mótsgjald er 1500 kr. og hefstmótið kl. 12 á laugardaginn. Skráning á skotreyn@visir.is. SKOTMÓT HLAÐS 28 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir Heilaheill er félag fyrir fólk sem hefur lent í heilablóðfalli, eða sambærilegum sjúkdómi, og að- standendur þeirra. Næstkomandi laugardag verður félagið með sína árlegu sumarferð en að þessu sinni verður farið um Reykjanesið. „Við reynum að fara eina dags- ferð á hverju sumri og þátttakan hefur yfirleitt verið góð,“ segir Kristján Eiríksson, meðlimur í ferðahópi Heilaheilla. Reykjanesið varð fyrir valinu vegna þess að þar eru margar söguslóðir tengdar landnámi Ís- lands, auk þess sem jarðsaga þess er afar merkileg. Gott aðgengi fyrir alla Vel verður gætt að því að allir sem vilja komist með í ferðina. „Við verðum í rútu sem er með lyftum fyrir hjólastóla. Þannig geta þeir sem það vilja komið á hjólastólum,“ segir Kristján. Lagt verður af stað frá höfuð- stöðvum Heilaheilla að Hátúni 12 klukkan 10 að morgni en stefnt er að því að koma til baka klukkan 18. Farið verður sem leið liggur frá Hátúni suður á Vatnsleysu- strönd, í Voga og til Keflavíkur þar sem snæddur verður hádeg- isverður. Því næst verður haldið áfram suður í Garð, Sandgerði, Stafnes, Ósbotnaveg, Hafnir (Kirkjuvogs- kirkju), Reykjanesvita og til Grindavíkur. Þar verður drukkið kaffi en svo haldið til Krísuvíkur og loks í Hafnarfjörð. Þátttökugjald er 5.000 krónur og fer skráning fram á vefsíðu Heilaheilla, www.heilaheill.is. Þar má einnig sjá myndir frá fyrri ferðum félagsins og öðrum við- burðum. haukurj@24stundir.is Hin árlega sumarferð Heilaheilla verður farin á laugardaginn Náttúra og saga Reykjanessins LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is útivist Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 14. ágúst 2008  Valsarar á sumaræfing- um líta upp til ólympíufara » Meira í Morgunblaðinu Handboltahetjur  Tískuvörukeðjan Zara er nú sú stærsta í heimi » Meira í Morgunblaðinu Fram úr Gap  Óútgefin ljóðabók Steins Steinarr gefin út í haust » Meira í Morgunblaðinu Í tímavél Steins  Námskeið í tónlistarlegu uppistandi á Skagaströnd » Meira í Morgunblaðinu Lærðu að buska  Reru frá Vík til Eyja með hvölum og brimöldum » Meira í Morgunblaðinu Upplifun á kajak

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.