24 stundir - 14.08.2008, Side 33
Ekki er óalgengt að velgengni
stígi mönnum til höfuðs, hvort
sem þeir séu 17 ára eða sjötugir. Þá
er skemmtanalífið heillandi á þess-
um aldri, sem og samskiptin við
hitt kynið, sem hljóta að aukast til
muna, þegar þú ert heitasti hæfi-
leikamaðurinn á landinu og ný-
kominn í landsliðið?
Jarðbundinn að eðlisfari
„Ég er nú á lausu reyndar, en
maður fær vissulega athygli frá
stelpum, líkt og strákar gera al-
mennt. Ég er nú annars frekar
jarðbundin týpa held ég. Auðvitað
grínast maður og hagar sér kjána-
lega þegar maður er með vinum
sínum og svona, en þetta fer allt
eftir félagsskapnum sem maður er
í. Ég á um fimm til sex góða vini
sem ég hangi oftast með og þess
utan á ég marga góða félaga. Svo
eru gömlu mennirnir í liðinu dug-
legir við að halda manni á jörð-
inni. Arnar Grétars og Marel eru
miklir reynsluboltar og maður
lærir helling af svona körlum.
Hvað djammið varðar þá tók ég
það út þegar ég var meiddur held
ég, enda eini tíminn sem gafst til
þess,“ segir Jóhann.
Vill skapa sér eigið nafn
Hann frábiður sér allan saman-
burð við aðra örvfætta Íslendinga,
á borð við Tryggva Guðmundsson
og Emil Hallfreðsson.
„Ég held að við séum allir mjög
ólíkir leikmenn og ekki sanngjarnt
„Já, ætli það ekki. Ég reyni alltaf
að borða á Nings fyrir leiki og helst
borða ég einn banana. Þá klæði ég
mig alltaf fyrst í vinstri sokkinn og
vinstri legghlífina og reyni að vera
síðastur út á völlinn.
En hvar verður Jóhann Berg
staddur í lífinu eftir fimm ár?
„Ég verð vonandi að leika reglu-
lega með aðalliði einhvers bresks
eða hollensks liðs, auk þess að vera
í landsliðinu. Ég á erfitt með að
horfa lengra fram í tímann en
þetta, til dæmis hvað ég geri eftir
að ferlinum lýkur. En ég er alls
óhræddur við að fara út og spreyta
mig, “ segir Jóhann Berg að lokum.
að bera okkur saman. Mínir kostir
sem leikmanns eru áræði, hraði og
góð fyrsta snerting, meðan lestirn-
ir eru kannski hægri fóturinn og
áhugaleysi í varnarleik á köflum.
En það kemur allt með tímanum,“
segir Jóhann og segist hlakka til að
mæta á landsliðsæfingu. „Ég er
frekar spenntur en smeykur. Það
eru margir stórir karlar þarna, en
ég mun bara gera mitt besta og
vona að það dugi. Það er mikill
heiður að vera kallaður til, en auð-
vitað væri frábært að fá að spila. Ég
mun að minnsta kosti leggja mig
allan fram.“
Ertu hjátrúarfullur leikmaður?
a
Ég reyni alltaf að
borða á Nings fyrir
leiki og helst borða ég
einn banana. Þá klæði ég
mig alltaf fyrst í vinstri
sokkinn og vinstri legg-
hlífina og reyni að vera
síðastur út á völlinn.
Á lausu Jóhann er
maður einsamall,
þó það muni eflaust
ekki vara lengi.
24stundir FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 33
Sálin hans Jóns míns undirbýr
um þessar mundir útgáfu á þre-
faldri safnplötu sem mun inni-
halda þrjú glæný lög. Fyrr í sumar
gáfu þeir út lagið Gott að vera til og
í dag mun lagið Það amar ekkert að
(ég get svo svarið það) óma á öldum
ljósvakans.
Afneitun elskandans
„Lagið fjallar um mann sem er
nýhættur með konu og vill láta alla
halda að honum líði mjög vel með
það. Annað kemur þó í ljós þegar
lesið er á milli línanna,“ segir Guð-
mundur Jónsson, gítarleikar og
lagahöfundur. „Ég samdi lagið en
Stefán Hilmarsson samdi textann.
Það er ekki óvanalegt fyrirkomulag
á okkar bæ.“
Hljómsveitin fagnar í ár tuttugu
ára starfsafmæli sínu og eru þeir
félagar nánari en nokkru sinni.
„Við höfum oft rifist og ég hef
sennilega hætt í hljómsveitinni 50
sinnum og hinir oftar. Samband
hljómsveitarmeðlima er að mörgu
leyti eins og hjónaband sem geng-
ur í gegnum skin og skúrir á ævi-
skeiðinu. Ástæðan fyrir því að fólk
heldur í þetta er sú að það er ein-
hver ást til staðar. Í okkar tilfelli er
það ástin á því að koma saman og
spila tónlist,“ segir Guðmundur.
Enn þá vinsælir
Hljómsveitin nýtur enn mikilla
vinsælda og það á væntanlega þátt
í því að þeir koma enn saman á
tónleikum. „Við værum líklega
löngu hættir ef við spiluðum alltaf
fyrir tómu húsi.“
Sálin hans Jóns míns mun halda
tónleika í Versölum í Þorlákshöfn á
laugardaginn kemur. „Þetta verður
í fyrsta skipti á 20 ára ferli Sálar-
innar sem sveitin treður þar upp
og er því sannarlega tími til kom-
inn. Að líkindum verður hið nýja
lag frumflutt í Þorlákshöfn og
verður því eftir nokkru að slægjast
fyrir Sálarunnendur á Suðurlandi,“
segir Guðmundur að lokum.
iris@24stundir.is
Glænýtt lag með Sál-
inni hans Jóns míns