24 stundir - 14.08.2008, Síða 34

24 stundir - 14.08.2008, Síða 34
Tvífarar vikunnar að þessu sinni eru þeir Egill Helgason og Colm Meaney. Egill er landsþekktur spjallþáttastjórnandi og stjórn- málaskýrandi úr Silfri Egils. Colm Meaney er þekktur leikari, sem leikið hefur í myndum á borð við Die Hard 2, Under Siege, Síðasti Móhíkaninn, Con Air, Layer Cake og sjónvarpsþátt- um á borð við Star Trek og Life on Mars. tsk Tvífarar vikunnar 34 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2008 24stundir Samantha Ronson tjáði sig loks- ins um sambandið við Lindsay Lohan í viðtali við tímaritið Har- pers Bazaar. Hún forðaðist þó að svara spurningunni um hvort þær væru par eða ekki. „Lindsay er æðisleg en ég held að fólk gleymi því að hún er bara 22 ára gömul,“ sagði Ronson. „Á netinu eru stöðugar fréttir af okkur en eina stundina erum við saman, þá næstu óvinir og loks bestu vin- konur. Öryggisvörðurinn á flug- vellinum í Kanada spurði mig meira að segja hvort það væri satt að við værum par.“ Ronson segist forðast slúðurblöðin enda þurfi hún ekki að verjast sögusögnum um meinta eiturlyfjanotkun. Lindsay Lohan hefur aðeins látið hafa eftir sér að samband hennar og Samönthu sé einkamál. iav Ronson tjáir sig um Lohan Tyra Banks er komin af stað með Americas Next Top Model 11 en módelið sem vekur mesta athygli að þessu sinni heitir Isis. Það er þó ekki eingöngu útlit hennar sem talað er um því Isis er fyrsti kynskiptingurinn sem tekur þátt í þáttaröðinni. Hún kom áður fram í þættinum en þá sem heim- ilislaus stúlka sem sat fyrir ásamt keppendum. Það verður spenn- andi að sjá hvernig henni gengur og hversu mikið mál Tyra gerir úr þessu. iav Kynskiptingur í Top Model Helsti galli leiksins er sá að stundum finnst manni eins og far- artækin séu þyngdarlaus, líkt og maður aki um sléttur tunglsins. Mótorhjólin geta svifið nánast endalaust, buggy-bílarnir velta um leið og einhver þúfa horfir á þá og maður fær aldrei þá tilfinningu að maður sé í raun og veru að stjórna þessum kröftugu farartækjum. Burtséð frá því þá er ATC Off- road Fury Pro nokkuð þéttur pakki. Leikurinn býður upp á skemmtilega spilun, gott úrval farartækja (þó þau séu ekki öll skemmtileg) og ágætis úrval brauta til að bruna um á. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Undanfarin misseri hafa vinsældir torfærumótorhjóla og fjórhjóla rok- ið upp úr öllu valdi. Fólk hamast við að fjárfesta í rándýrum vélbún- aði og bruna svo fram og til baka um götur og sveitir landsins með tilheyrandi hamagangi. Þeir sem hafa ekki efni á dýrum hjólum en vilja samt komast í utanvegaakst- ursgírinn geta aftur á móti fjárfest í tölvuleiknum ATV Offroad Fury Pro og notið utanvegaakstursins hvar sem er, án þess að óttast að verða kærðir fyrir náttúruspjöll. Í ATV Offroad Fury Pro er leik- mönnum boðið upp á heilan haug af spilunarmöguleikum. Hægt er að velja á milli fjölmargra mótorhjóla, buggy-bíla, trukka og fjórhjóla til að keppa á og fer keppnin fram undir allskonar kringumstæðum. Hægt er að spila leikinn jafnt á netinu sem einn síns liðs. Einmana sálir geta spilað í gegnum nokkurs konar mótafyrirkomulag þar sem samið er við styrktaraðila, keyptir varahlutir til að betrumbæta farartækin og keppt á allskonar mótum. Sá spil- unarmöguleiki getur enst manni nokkuð lengi enda taka flestar keppnirnar mjög skamma stund. Spilun leiksins er býsna mismun- andi eftir því hvaða fararkostur er valinn. Mótor- og fjórhjólin eru klárlega skemmtilegustu farartækin í leiknum en buggy-bílarnir eru hreinlega leiðinlegir enda hefur maður stundum á tilfinningunni að þeim farartækjum hafi verið bætt við leikinn á síðustu stundu og í miklum flýti. Í lausu lofti á mótorfák Svifið á mótorhjólunum jafnast á stundum við geimfarahopp á yfirborði tunglsins. Svifið um á sléttum tunglsins Nú verður fjör á hommabör- unum því systurnar Kylie og Dan- nii Minogue hafa hljóðritað saman lostafulla útgáfu af ABBA- slagaranum The Winner Takes it All. Lagið var sérstaklega hljóðritað fyrir breska sjónvarpsþáttinn Beautiful People er skartar Meeru Syal í aðalhlutverki. Endurkoma Kylie inn á tónlist- armarkaðinn eftir baráttu sína við brjóstakrabbamein hefur ekki gengið sem skyldi og systir hennar hefur haldið sig fjarri tónlistinni og vinnur nú fyrir salti í grautinn með því að vera kynnir í X-Factor í Bretlandi. Það er gamalt bragð í bransanum að hljóðrita alþekkt tökulag þegar halla fer undan fæti og má því líta á þetta sem tilraun beggja til þess að minna á sig. Dannii og Kylie eru þó vanar að syngja saman því litla systir fyllti í skarð Robbie Williams í laginu Kids á síðasta tónleikaferðalagi stóru systur. Dannii segist sakna þess að syngja og stefnir á plötuútgáfu á næsta ári. Þetta mun þó vera í fyrsta skipti sem þær systur gefa út lag saman en æstir aðdáendur systranna hafa því beðið eftir því í lengri tíma. bös Minogue-systur syngja ABBA-lag FÓLK 24@24stundir.is a Það er þó ekki eingöngu útlit hennar sem talað er um því Isis er fyrsti kynskiptingurinn sem tekur þátt í þáttaröðinni. Hún kom áður fram í þættinum en þá sem heimilislaus stúlka sem sat fyrir ásamt keppendum. fréttir Aðþrengdur Afsakið að ég er til! MÉR ER ALVEG SAMA HVORT GLASIÐ ER HÁLF FULLT EÐA HÁLF TÓMT, BARA EINS GOT T FYR IR ÞIG AÐ ÞÚ RUKKIR MIG EKKI FULL T VERÐ FYR IR ÞAÐ NÚTÍMA BJARTSÝN ISMAÐUR HÚN ER MJÖG HAMINGJU- SAMT LÍTIÐ BARN. AUÐVITAÐ ER HÚN EKKI ENN FARIN AÐ TALA SVO ÞIÐ VERÐIÐ BARA AÐ TREYSTA MÉR FYRIR ÞVÍ Bizzaró Maðurinn minn fær öll sín föt hjá BIG and TALL versluninni Maðurinn minn fær öll sín föt hjá BIG LOUDMOUTH and JERK’S versluninni MYNDASÖGUR Nýkomið og æðislegt í BCD skálum á kr. 2.950,- flottar buxur í stíl á kr. 1.450,- Mjög fínlegur í BCD skálum á kr. 2.950,- boxer buxur í stíl á kr. 1.450,- Grafík: 73% Ending: 70% Spilun: 83% Hljóð: 81% Unreal Tournament 3 (PSP) 3+ NIÐURSTAÐA: 77%

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.