24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 11 Jónas Kristjánsson, fyrrverandiritstjóri, segir Vefþjóðviljannsegja ranglega að bandarísku íbúðalánabankarnir Fannie Mae og Freddie Mac hafi verið ríkisstofnanir. „Rangt, þeir eru hlutafélög,“ sagði Jónas á vefsvæði sínu jonas.is í gær þar sem hann mótmælti skrifum Vefþjóðviljans. „Á röngum forsendum bullar Vef- þjóðviljinn langt mál. Yfirtakan vestra er mesta áfall auðhyggj- unnar á síðustu áratugum.“ Vef- þjóðviljinn lítur þetta ekki alveg sömu augum. Segir umræðuna um þjóðnýtingu Freddie Mac og Fannie Mae vera lýsandi um það að félagshyggjan sé „augljóslega trúarbrögð“. Gengi íslenskra félaga íOMX-kauphöll Íslandssíðastliðið ár hefur verið afleitt. Félög hafa fallið um allt að 85 prósent á einu ári og hafa sum þeirra verið tekin út af markaði vegna vandræðanna. Eitt félag er nú í sviðs- ljósinu vegna vand- ræða, sem stundum hefur verið nefnt óskabarn þjóðarinnar. Það er Eimskip. Þátttakendur á markaði grínast nú með það sín á milli að hlutir á markaði séu ekki einskis virði heldur Eimskips virði. Þegar Baldur Guðnason hætti sem for- stjóri félagsins sagði Sindri Sindra- son stjórnarformaður í tilkynn- ingu: „Fyrir hönd Eimskips þakka ég Baldri vel unnin störf í þágu hluthafa.“ Meinti Sindri þetta? Björgvin G. Sigurðsson við-skiptaráðherra er nú aðleggja af stað í funda- herferð um landið til þess að vekja fólk til umhugsunar um neytenda- mál. Þessu uppátæki á eflaust eftir að verða vel tekið. Björgvin greindi ný- lega frá því að þeir sem kölluðu eftir niðurfellingu verð- tryggingar gerðust sekir um pó- púlisma. Þessu var Björgvin sjálfur eitt sinn ekki sammála og einhver myndi segja að það væri enn vafa- mál. Nú vill hann að fólk geti valið um verðtryggð eða óverðtryggð lán. En ekki er hægt að skoða greinarnar hans um ágæti óverð- tryggðra lána, sem hann hefur skrifað í blöð þar sem vefurinn hans, bjorgvin.is, liggur niðri. magnush@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Við umræður um efnahagsmál á Alþingi í síðustu viku sagði þing- maður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, að íslenska krónan kostaði okkur hundrað milljarða á ári. Hundrað milljarðar eru mikið fé og ég leyfði mér að spyrja forsætisráð- herra hvort hann tæki undir með stjórnarþingmanninum, Árna Páli Árnasyni, að gjaldmiðillinn okkar krónan kostaði þjóðina svona mikið á ári. Undan þeirri spurningu vék forsætisráðherra sér ítrekað mjög fimlega. Nú þori ég ekki að bera ábyrgð á þessum útreikningum hundrað milljarða mannsins. Spurning er hvort þessi fullyrðing hans sé rétt eða um svipuð skekkjumörk sé að ræða og Seðlabanki Íslands hefur við útreikning á erlendum skuldum þjóðarinnar. Hvað sem hundrað milljörðunum líður eða annarri of- urfjárhæð þá er ljóst að gjaldmiðill- inn kostar okkur mikið. Spurning hlýtur að vera hvort þetta fyrir- komulag sé það besta og hagkvæm- asta í gjaldmiðilsmálum sem við getum haft. Fram kom hjá forsætis- ráðherra að efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar hafa allar verið fólgnar í því með einum eða öðrum hætti, svo notað sé kunnuglegt orðalag, að styrkja gjaldeyrisvara- sjóðinn. Tilgreint er að gerður hafi verið samningur við Seðlabanka Norðurlanda í því skyni og tekið stórt erlent lán sem kemur til við- bótar við aðrar stórar fjárhæðir sem varið hefur verið til að styrkja gjald- eyrisvarasjóðinn. Sterkur gjaldeyris- varasjóður kostar mikla peninga. Það að liggja með mikið af dauðu fé í gjaldeyrisvarasjóði sem greiða þarf vexti af er fórnarkostnaður vegna gjaldmiðilsins eins og ofangreindur hundrað milljarða þingmaður benti réttilega á. Spurning er þá: af hverju þurfum við að hafa stóran gjaldeyrisvara- sjóð? Hvaða tilgangi þjónar hann? Svarið sem stjórnvöld gefa er að geta verið lánveitandi til þrautavara. Til að lána hverjum? Jú, lána fjármála- stofnunum þjóðarinnar, bönkun- um. Spurning er þá af hverju greiða þá þessar stofnanir ekki kostnaðinn við þetta? Af hverju er verið að láta almenning í landinu sitja uppi með hundrað milljarða aukreitis á ári svo notuð sé viðmiðun stjórnarþing- mannsins? Bankarnir hafa raunar ekki farið fram á þetta og talsmenn þeirra hafa ítrekað talað um nauð- syn þess að taka upp annan gjald- miðil eða tengjast stjóru myntkerfi frekar en nota krónuna. Svo merki- legt sem það kann að virðast þá þjónar kerfið ekki þeirra hagsmun- um heldur. Einhver gæti haldið því fram að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri til þess að halda stöðugleika í genginu. Hvað þýðir það? Að ein- hverjir, þá væntanlega í Seðlabank- anum, taki ákvörðun um það þegar gengi krónunnar fellur að nú skuli keyptar krónur fyrir pund, evrur eða dollara. Slíkar aðgerðir til verndar gjaldmiðli hafa ekki gefist vel, jafnvel þó um margfalt stærra myntsvæði hafi verið að ræða en við búum við. Stóra spurningin er: hvers vegna eigum við að vera að halda í krón- una? Hvorki þjóðernis- né fullveld- isástæður hafa nokkuð með það að gera. Forsætisráðherra hefur sagt að það sé mikilvægt að geta haft stjórn á genginu. Vandamálið er samt að hvorki ríkisstjórn né Seðlabanki ráða genginu við núverandi aðstæð- ur. Hvað er þá unnið við að halda gjaldmiðlinum og láta almenning í landinu greiða hundrað milljarðana hans Árna Páls auk þess að þurfa að sitja upp með dýrustu lán í heimi, verðtryggingu og okurþjóðfélag? Mætasti efnahagssérfræðingur þjóðarinnar, Jónas Haralz, hefur bent á með einkar skýrum hætti að þetta kerfi hafi ekki gefist vel og það verði að hugsa aðra heppilegri leið. Þá kemur væntanlega ekki annað til greina en að tengjast stærra mynt- kerfi til að efnahagslegur stöðugleiki verði meiri í þjóðfélaginu og fólkið í landinu búi við sambærileg lánakjör og fólkið í nágrannalöndum okkar. Spurningin í öllum einfaldleika sín- um er því: Af hverju eigum við að velja versta og dýrasta kostinn þegar við getum valið annan betri? Höfundur er alþingismaður Hundrað milljarða maðurinn VIÐHORF aJón Magnússon Af hverju eig- um við að velja versta og dýrasta kostinn þeg- ar við getum valið annan betri? Beltavagnar Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi /// Sími 535 3500 Sjálfhlaðandi beltavagnar í miklu úrvali. Ótrúlegt úrval aukahluta sem tengja má við vagnana. Komið – prófið – sannfærist. best að fá punkta af allri veltu í útlöndum. Ég versla alltaf mest í verslunarferðum – í útlöndum.“ „Það er auðvitað www.americanexpress.iser útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri velt u

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.