24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 24stundir Noel Gallagher í sárum Tónlistarmaðurinn Noel Gallagher mun hafa brákað rifbein þegar aðdá- andi réðst á hann á tónleikum í To- ronto á sunnudaginn. Hinn 47 ára gamli Daniel Sullivan ruddist þá upp á svið í miðju lagi og hrinti Gallagher með þeim afleiðingum að hann féll á tækjabúnað sveitarinnar. vij Með brákuð bein Hvað veistu um Jonathan Rhys Meyers? 1. Hvers konar kvilla fæddist hann með? 2. Hver var mótleikkona hans í myndinni Match Point? 3. Hvaða konung leikur hann í þáttaröðinni The Tudors? Svör 1.Alvarlegan hjartagalla 2.Scarlett Johansson 3.Hinrik áttunda RÁS 1 92,4 / 93,5  RÁS 2 90,1 / 99,9  FLASS FM 104,5  BYLGJAN 98,9 FM 95,7  XIÐ 97,7  ÚTVARP SAGA 99,4  LÉTTBYLGJAN 96,7  GULLBYLGJAN 90,9  RONDÓ 87,7  Hrútur(21. mars - 19. apríl) Peningar vaxa ekki á trjánum og sérstaklega ekki í þeirri fjárhagslegu þurrkatíð sem stend- ur nú yfir. Haltu þéttingsfast um veskið þitt í dag.  Naut(20. apríl - 20. maí) Þér verður komið skemmtilega á óvart í dag. Reyndu að láta líta út fyrir að þú hafir ekki haft hugmynd um hvað væri í uppsiglingu.  Tvíburar(21. maí - 21. júní) Dagurinn gæti orðið erfiðari en þú taldir í fyrstu. Skipuleggðu þig vel og þá ætti allt saman að bjargast fyrir horn.  Krabbi(22. júní - 22. júlí) Nýjungagirni er þema dagsins. Láttu bara vaða og prófaðu eitthvað nýtt. Þú gætir upp- götvað alveg nýja hlið á þér.  Ljón(23. júlí - 22. ágúst) Skapið gæti reynst þér erfitt í dag. Mundu bara að það líkar fáum við tuðara og skap- illskuhunda. Reyndu að halda í þér.  Meyja(23. ágúst - 22. september) Þú hefur staðið þig vel undanfarna dag. Þú átt það alveg skilið að slaka aðeins á fyrir framan imbakassann eða í faðmi fjölskyld- unnar.  Vog(23. september - 23. október) Láttu ekki annríkið aftra þér frá því að njóta unaðssemda lífsins. Eyddu smá tíma með fjölskyldu og ástvinum. Þú sérð ekki eftir því.  Sporðdreki(24. október - 21. nóvember) Passaðu vel orðavalið í dag. Óvandað orð sagt í hálfkæringi getur valdið samstarfs- manni eða vini ómældum vandræðum.  Bogmaður(22. nóvember - 21. desember) Innra með þér býr lítil listspíra sem þráir að komast út. Vertu skapandi í dag, sama hversu lítilfjörlegt sköpunarverkið kann að vera.  Steingeit(22. desember - 19. janúar) Skyndibitamatur fer ekki bara illa með lín- urnar heldur líka veskið. Hugsaðu heilbrigt í dag og þú munt sofna með hreina samvisku.  Fiskar(19. febrúar - 20. mars) Lífið er ekki alltaf dans á rósum og dagurinn í dag gæti verið þyrnum stráður. Stígðu létt til jarðar og brostu framan í mótlætið. HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Dagurinn í dag er merkilegur dagur í sögu vísindanna en ofurheilar suður í Evrópu hyggj- ast leika sér að eldinum, eða öllu heldur neist- anum, sem markaði upphaf heimsins. Því hefur jafnframt verið fleygt að þessi litli hvellur sem þeir hyggjast framkalla geti valdið því að Jörðin taki upp á því að gleypa sjálfa sig. Nú er ég ekki sérlega hjátrúarfullur en ég get ekki neitað því að svona vísindatal fær mig alla- vega til þess að hugsa: „Vita þeir ekki örugglega hvað þeir eru að gera?“ Fyrst hugsaði ég með mér hvort þeir gætu ekki gert þetta einhvers- staðar annars staðar á Jörðinni, lengra frá. En svo áttaði ég mig á því að ef Jörðin gleypir sjálfa sig þá skiptir kannski litlu máli hvar hún byrjar. Ísland, nafli alheimsins, mun fylgja með. En ef við lítum á björtu hliðarnar þá yrðu þetta kannski ekki verstu endalokin. Allir deyja saman og því verður engin sorgmæddur og þetta gerist væntanlega frekar snögglega, annað en hægur og kvalafullur dauðdagi sem bíður margra. Og svo náttúrlega ef þetta heppnast, þá verð- ur allt æðislegt því þá skilur hópur vísinda- manna meira um hvernig heimurinn varð til. Og það er að sjálfsögðu ómetanlegt fyrir okkur öll. Er það ekki annars? Haukur Johnson Er tilbúinn fyrir endalokin. FJÖLMIÐLAR haukurj@24stundir.is Takk fyrir samveruna ágæti heimur Hart er sótt að yfirvöldum í Rússlandi um þessar mundir en vissir hópar þar í landi vilja láta banna teiknimyndaþættina South Park þar sem efni þátt- anna þykir ekki henta hinum rússneska lífsmáta og trúarbrögðum. „South Park er bara ein af mörgum teiknimyndum sem ætti að banna,“ segir Konstantin Bendas, for- sprakki kristilegs hóps sem hefur óskað eftir því að þáttaröðin vinsæla verði bönnuð í Rússlandi. „Þætt- irnir særa tilfinningar þeirra sem trúaðir eru og kynd- ir undir trúarlegu og þjóðernislegu hatri.“ Bendas bætir því við að þættirnir séu nú sýndir á opnum sjónvarpsstöðvum þar sem ekkert áskrift- argjald þarf að greiða. Það sé ekki ásættanlegt. „Það væri annað mál ef þættirnir væru sýndir á kap- alstöðvum þar sem fólk greiðir fyrir að horfa og hefur eitthvert val. En börn ættu ekki að geta kveikt á sjón- varpinu eftir skóla og horft á þetta. Það þarf að verja þau.“ Þess ber að geta að þátturinn sem fór svo fyrir brjóstið á Rússunum heitir Mr. Hanky’s Christmas Classic en í honum er syngjandi jóla-kúkurinn Mr. Hanky í aðalhlutverki. viggo@24stundir.is Rússar æfir yfir syngjandi jóla-kúk Vilja banna South Park 16.00 Út og suður Gísli Einarsson heilsar upp á fólk. Textað á síðu 888 í Textavarpi. (e) 16.35 Leiðarljós 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Ofurþjarkinn og apa- hersveitin (29:52) 17.50 Gurra grís (Peppa Pig) (54:104) 18.00 Fréttir 18.15 Veður 18.20 Landsleikur í fót- bolta: Ísland – Skotland Bein útsending frá leik karlaliða á Laugardalsvelli í undanriðli HM 2010. Flautað er til leiks kl. 18.30. 20.35 Víkingalottó 20.45 Afríka heillar (Wild at Heart II) Meðal leik- enda eru Stephen Tompk- inson, Amanda Holden, Lucy–Jo Hudson, Luke Ward–Wilkinson, Deon Stewardson, Rafaella Hutchinson og Nomsa Xaba. (5:10) 21.35 Hvaða Samantha? (Samantha Who?) Unga kona þjáist af minnisleysi og neyðist til að komast að því hver hún í rauninni er. Meðal leikenda eru Christina Applegate, Jean Smart, Jennifer Esposito, Kevin Dunn, Barry Wat- son, Melissa McCarthy og Tim Russ. (6:15) 22.00 Tíufréttir 22.30 Karajan og fegurðin (Karajan or Beauty as I See It) Þýsk heimilda- mynd um hljómsveitar- stjórann Herbert von Karajan. Höfundur mynd- arinnar er Robert Dorn- helm. 24.00 Dagskrárlok 07.00 Sylvester og Tweety 07.25 Draugasögur 07.50 Kalli kanína 08.15 Oprah 08.55 Í fínu formi 09.10 Glæstar vonir 09.30 Ljóta Lety 10.15 Flipping Out 11.10 60 mínútur 12.00 Hádegisfréttir 12.45 Nágrannar 13.10 Systurnar (Sisters) 13.55 Læknalíf (Grey’s Anatomy) 14.30 Bráðavaktin (E.R.) 16.05 Skrímslaspilið 16.28 Snældukastararnir 16.53 Tommi og Jenni 17.18 Tracey McBean 17.28 Glæstar vonir 17.53 Nágrannar 18.18 Markaðurinn/veður 18.30 Fréttir 18.47 Íþróttir 18.54 Ísland í dag 19.15 Víkingalottó 19.20 Veður 19.30 Simpson 19.55 Vinir (Friends 3) 20.20 Hannað til sigurs (Project Runway) (2:15) 21.05 Hótel Babýlon 22.00 Draugahvíslarinn (Ghost Whisperer) 22.45 Leiðarvísir að for- eldrahlutverkinu (Comp- lete Guide To Parenting) 23.10 Læknalíf 23.55 Konungurinn 00.45 Bráðavaktin (E.R.) 02.10 Kvennamorðklúbb- urinn 02.55 Mánaskin 03.40 Réttarlæknirinn (Crossing Jordan) (11:21) 04.25 Með lífið í lúkunum (Pushing Daisies) 05.10 Leiðarvísir að for- eldrahlutverkinu 05.35 Fréttir/Ísland í dag 16.05 Gillette World Sport (Gillette World Sport) 16.35 PGA Tour – Hápunkt- ar (BMW Championship) 17.30 Þýski handboltinn – Hápunktar 18.10 Þýski handboltinn Beint frá leik Flensburgar og Gummersbach. 19.45 Football Rivalries (Barcelona v Real Madrid) 20.40 Undankeppni HM Frá leik Króatíu. 22.20 10 Bestu (Sigurður Jónsson) 23.15 Þýski handboltinn Útsending frá leik Flens- burgar og Gummersbach. 00.40 Undankeppni HM 2010 Bein útsending frá leik Brasilíu og Bólivíu í undankeppni HM. 08.00 Pelle Politibil 10.00 New Suit 12.00 Night at Museum 14.00 The Pink Panther 16.00 Pelle Politibil 18.00 New Suit 20.00 Night at Museum 22.00 The Exorcism of Emily Rose 24.00 Back in the Day 02.00 Dog Soldiers 04.00 The Exorcism of Emily Rose 07.15 Rachael Ray (e) 08.00 Dr. Phil (e) 08.45 Vörutorg 09.45 Tónlist 16.45 Vörutorg 17.45 Dr. Phil 18.30 Rachael Ray 19.20 Design Star Efnileg- ir hönnuðir sýna snilli sína og eru bara tveir hönnuðir eftir. (e) 20.10 Kitchen Nightmares Gordon Ramsey heimsæk- ir veitingastaði sem eng- inn vill borða á og hefur eina viku til að snúa við blaðinu. Seascape er einn sögufrægasti veitingastað- urinn á Long Island en núna er staðurinn í niður- níðslu og mæðginin sem eiga staðinn eru alltaf að rífast. (3:10) 21.00 Britain’s Next Top Model Leitað er að efni- legum fyrirsætum og er ís- lenski ljósmyndarinn Huggy Ragnarsson er meðal dómara. (10:12) 21.50 Sexual Healing (8:9) 22.50 Jay Leno 23.40 Eureka (e) 00.30 Trailer Park Boys 01.20 Vörutorg 02.20 Tónlist 16.00 Hollyoaks 17.00 Seinfeld 17.30 Special Unit 2 18.15 Skins 19.00 Hollyoaks 20.00 Seinfeld 20.30 Special Unit 2 21.15 Skins 22.00 Chuck 22.45 Moonlight 23.30 Twenty Four 3 00.15 Tónlistarmyndbönd 08.00 Trúin og tilveran Friðrik Schram 08.30 David Cho 09.00 Fíladelfía 10.00 Global Answers 10.30 David Wilkerson 11.30 Við Krossinn Gunnar Þorsteinsson 12.00 CBN fréttir og 700 klúbburinn 13.00 Ljós í myrkri Sigurð- ur Júlíusson 13.30 Maríusystur 14.00 Robert Shuller 15.00 Kall arnarins Steven L. Shelley 15.30 T.D. Jakes 16.00 Morris Cerullo 17.00 Bl. íslenskt efni 18.00 Maríusystur 18.30 Tissa Weerasingha 19.00 David Wilkerson 20.00 Ísrael í dag Ólafur Jóhannsson 21.00 CBN fréttir og 700 klúbburinn 22.00 Michael Rood 22.30 Bl. íslenskt efni 23.30 T.D. Jakes SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SKJÁR EINN STÖÐ 2 SPORT STÖÐ 2 EXTRA STÖÐ 2 BÍÓ OMEGA N4 18.15 Fréttir og Að norðan Endurtekið á klst fresti til 12.15 daginn eftir. STÖÐ 2 SPORT 2 16.20 Middlesbrough – Stoke (Enska úrvalsd.) 18.00 Heimur úrvalsdeild- arinnar (Premier League World 2008/09) 18.30 Coca Cola mörkin Allir leikirnir, mörkin og það umdeildasta skoðað. 19.00 Premier League Re- view 2008/09 (English Premier League) 19.55 Scottish Masters (Masters Football) Stjörn- ur á borð við Matt Le Tissier, Glen Hoddle, Ian Wright, Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og Peter Beardsley leika list- ir sínar. 22.10 4 4 2 Umsjón hafa: Heimir Karlsson og Guðni Bergsson. 23.30 Chelsea – Liverpool, 01/02 (Classic Matches) FÓLK 24@24stundir.is Hótelerfinginn og djammdaman Paris Hilton sagði í viðtali við fjöl- miðla á MTV VMA hátíðinni að ný plata frá henni væri á leiðinni og hún hefði mikinn hug á því að taka dúett með Britney Spears fyrir nýju plötuna. Ekki er vitað hvernig Brit- ney líst á það. vij Raular með Britney Paris vill dúett dagskrá

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.