24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 17
24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 17 Það er jafnan mikil gróska í tón- listarnámi í landinu og það á ekki síst við hjá Tónlistarskólanum Tónsölum í Kópavogi. Skólinn er- fjögurra ára í vetur en þar heldur Ólafur Kristjánsson skólastjóri um taumana. Aðspurður hvort það sé alltaf jafnmikil eftirspurn eftir tón- listarkennslu segir Ólafur að svo sé. „Það má heldur ekki gleyma því að flestir fara í tónlistarskóla til að geta spilað sjálfum sér og öðrum til ánægju, ekki endilega til að verða útskrifaður einleikari eða tónlistar- kennari.“ Tónsalir er svokallaður rytm- ískur tónlistarskóli og Ólafur út- skýrir hvað það er í einföldu máli. „Rytmískan tónlistarskóla er ein- faldast að útskýra sem svo að hann er öll önnur tónlistarstefna heldur en klassík tónlist og lúðrasveit- artónlist. Talað er um rytmíska tónlist sem djass, blús, rokk, fönk og popp. Ekki er óalgengt hér í skólanum að heyrist óma stef frá Bítlunum, Clapton og þeirra fé- lögum fram á ganga. Hér viljum við hafa heimilislegan brag á starf- seminni og viljum að þeim börn- um og unglingum sem hér stunda nám líði vel hjá okkur og að þau hlakki til þess að mæta í tíma í hverri viku. Hér eru flestir kenn- arar nýbúnir að ljúka sínu námi eða á lokastigum í sínu námi sem tryggir okkur ferska strauma inn í Tónsali. Kannski er best að lýsa þessu í einni setningu þannig að Tónsalir sé skemmtilegur tónlist- arskóli, því þannig finnst mér að allt nám eigi að vera.“ Nauðsynlegt að hafa val Ólafur segir að það sé enginn vafi á að áhugi á tónlistarnámi aukist með hverju árinu. „Í dag er þar að auki meiri fjölbreytni í vali á tónlistarkennslu. Meirihluti barna og unglinga velur að hlusta á rytm- íska tónlist fremur en þá klassísku, því fannst mér liggja beinna við að þau myndu vilja læra að spila þá tónlist. Ekki svo að skilja að verið sé að kasta rýrð á aðra tónlistar- skóla, heldur er nauðsynlegt að börn hafi val. Ég held að nokkrar skýringar séu á auknum áhuga barna á tónlistarnámi. Einn áhrifa- valdur er þeir sjónvarpsþættir sem hafa verið á dagskrá undanfarin ár eins og Idol og slíkir þættir. Annan áhrifaþátt tel ég vera netið og betra aðgengi fyrir börn að tónlist og kennsluefni á netinu sem kveikir neistann hjá mörgum. Ég tel að áfram verði aukning í eftirspurn að komast að í tónlistarnámi þar sem sífellt fleiri uppgötva þá ánægju og yndisauka sem fylgir því að geta spilað á hljóðfæri fyrir aðra eða bara einn í sínu horni.“ Gítar og trommur vinsælast Það eru þó ekki bara börn og unglingar sem nema í Tónsölum, að sögn Ólafs. „Það eru í raun bæði börn og unglingar svo og fullorðnir sem koma til okkar. Námið hjá okkur er ætlað börnum og unglingum svo og önnur nám- skeið. Við erum síðan með sérstök fullorðinsnámskeið í gítarleik og píanóleik sem hafa verið mjög vin- sæl. Það eru námskeið sem er ætl- uð fyrir leikskólastarfsmenn og síðan það sem við köllum partíg- ítarleik. Hér er í raun um svipuð námskeið að ræða þar sem byrj- endum eru kennd einföldustu gít- argripin,“ segir Ólafur og bætir við að vinsælasta námið sé helst gítar- og trommukennsla. „Ef eitthvað er þá hafa trommurnar heldur unnið á undanfarið en gítarinn er þó ennþá vinsælastur.“ Rytmískur tónlistarskóli í Kópavogi Allt nám á að vera skemmtilegt Skemmtilegt Flestir fara í tónlistarskóla til að spila, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Dagana 19. til 23. september verður haldin fjórða alþjóðlega barnabókmenntahátíðin sem kennd er við mýrina en yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er Draugar úti í mýri. Markmið há- tíðarinnar er að vekja athygli á barnabókmenntum og beina sjón- um að því mikilvæga menningar- starfi sem höfundar barna- og unglingabóka sinna. Átta virtir er- lendir höfundar víða að verða gest- ir hátíðarinnar í ár og verða verk þeirra kynnt íslenskum lesendum, en einnig taka íslenskir rithöf- undar og þýðendur þátt í hátíð- inni. Í tengslum við hátíðina gefur Forlagið út vandaða bók með draugasögum fyrir börn sem er af- rakstur samkeppni sem efnt var til. Alþjóðleg barnabókahátíð haldin í fjórða sinn Draugar úti í mýri Fræðandi Krakkar hafa gagn og gaman af lestri. „Það eru þessar venjulegu grunnreglur sem skipta miklu máli þegar börn hefja skólastarf aftur til að koma reglu á líf þeirra eftir sumarfrí,“ segir Magnea Jóhanns- dóttir, námsráðgjafi í Breiðagerð- isskóla. „Það tekur alltaf tíma að koma sex ára börnunum inn í skóla- starfið því það gilda ekki sömu reglur þar og í leikskólunum.“ Haustið getur verið erfitt „Fyrstu dagarnir í skólanum geta verið erfiðir fyrir börnin. Ég mæli með að það sé byrjað áður en skóli hefst að koma svefnrútínu í lag. Morgunmatur er mjög mik- ilvægur og gott er að hafa ró á morgnana áður en fjölskyldan heldur út í erilsaman dag.“ Magnea segir sumarið auðvitað alltaf vera frábæran tíma fyrir börnin en þegar líður á er mjög al- gengt að börnin vilji komast aftur í skólann. „Það að vera í skóla þýðir líka að þar er félagsskapur, börn fara mik- ið út á land og gera mikið á sumrin og eru þá kannski ekki í miklum samskiptum við skólafélaga. Auðvitað reynist skólinn líka sumum erfiður en það er til dæmis orðið mun sjaldgæfara að sjá sex ára barn grátandi þegar skólinn er að hefjast. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti sex ára börnunum sem koma til okkar,“ segir hún. „Það er auðveldast þegar líður á haustið að fá börnin til þess að fylgja reglum og þess háttar. Í nóv- ember kemur síðan oft leiði í marga og þá er farið að bíða eftir jólafríinu. Þar kemur oft fyrir að rútínan ruglist líka.“ Mikilvægt er að undirbúa „Allur undirbúningur skiptir máli þegar kemur að því að koma rútínu í réttar skorður. Ræða þarf við börnin um mikilvægi þess að líða vel og að hafa reglu á hlut- unum. Það kemur fyrir að börnum finnist erfitt þegar byrja þarf að vakna á morgnana en þá er bara mikilvægt að vakna fyrr og gefa sér góðan tíma. Góður morgunn er undirstaða fyrir góðan skóladag.“ Mætum á réttum tíma „Nauðsynlegt er að foreldrar að- stoði börnin sín við að mæta í skólann á réttum tíma og haf allt í töskunni sem til þarf fyrir daginn. Það reynist börnum erfitt ef að þau mæta eftir að tími er byrjaður. Ég mæli eindregið með því að for- eldrar og börn venji sig á að mæta á réttum tíma því það auðveldar öllum daginn.“ kristing@24stundir.is Mikilvægt er að koma reglu á hlutina þegar tekur að hausta Börnin hlakka oft til haustsins Magnea Jóhannsdóttir „Rútínaskiptir máli þegar skólinn hefst.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.