24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 19
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Hólavallagarður og nágrenni hans er sögusvið Garðsins, nýjustu skáldsögu Gerðar Kristnýjar rithöf- undar sem von er á fyrir jól. Bókin er sú fyrsta sem Gerður skrifar með unglinga í huga en áður hefur hún skrifað bæði fyrir börn og full- orðna. Garðurinn fjallar um Eyju, unga stúlku sem flyst í næstu götu við kirkjugarðinn og upplifir ýmislegt dularfullt og spennandi. „Pabbi hennar kaupir gamlan stól í antík- verslun og kemur með hann heim. Eyja áttar sig á því að það er eitt- hvað vont við þennan stól og svo reynist líka vera,“ segir Gerður Kristný. Sagan gerist í nútímanum en at- burðir úr fortíðinni svo sem spænska veikin 1918 og spíritsimi millistríðsáranna fléttast einnig inn í hana. Gerður vonar að dulúðin og spennan sem tengist þeim atburð- um höfði til nútímaunglinga. „Ef ég miða við hvernig ég var sem unglingur held ég að þeim gæti þótt þetta spennandi. Ég man að maður var einmitt að stelast í andaglas á þessum aldri og leita að einhverjum svörum að handan,“ segir hún íbyggin. Endirinn fullgrimmilegur Garðurinn er ekki fyrsta drauga- sagan sem Gerður Kristný skrifar. Fyrir fáeinum árum kom smásaga hennar „Bara Sara“ út í samnor- rænu smásagnasafni fyrir börn. Gerður segir að þá hafi hún neyðst til að hafa endinn sakleysislegan. „Ég var búin að ákveða að draug- urinn gengi frá aðalsöguhetjunni í lokin en það var danskur ritstjóri sem kom í veg fyrir það,“ segir Gerður og bætir við að ritstjóran- um hafi fundist þetta fullgrimmi- legur endir á barnasögu. „Ég breytti endinum og fannst það ekk- ert sárt. En þarna komst ég á bragðið. Mig langaði til að skrifa alvöru draugasögu fyrir aðeins eldri krakka þar sem ég gæti leyft mér aðeins meiri óhugnað,“ segir Gerður Kristný og bætir við að sjálfri þyki henni slíkar sögur eft- irminnilegri en þær sem fái góðan endi. Óhugnaður betri fyrir börnin „Ég held að það sé betra að börn fái að lesa alls konar óhugnað. Þeg- ar þau koma síðan út í lífið átta þau sig á því að heimurinn er ekki jafn vondur og í bókunum. Það er miklu betra en að þau lesi aðeins saklausar bækur og horfi á eintóm- ar Disney-myndir og uppgötvi síð- an þegar þau koma út í lífið að heimurinn er verri,“ segir Gerður Kristný að lokum. Reykvísk draugasaga Dularfullir atburðir úr fortíðinni fléttast inn í sögu ungrar Reykjavíkurstúlku í nýjustu bók Gerðar Kristnýjar. Gerður Kristný vinnur að spennusögu fyrir unglinga Vildi skrifa alvöru draugasögu Gerður Kristný leggur nú lokahönd á spennusögu fyrir unglinga þar sem dularfullir atburðir úr for- tíðinni fléttast saman við sögu ungrar Reykjavík- urstúlku. ➤ Gerður Kristný fæddist íReykjavík árið 1970. ➤ Hún lauk BA-prófi í frönskumeð almenna bókmennta- fræði sem aukafag árið 1992. ➤ Hún hefur gefið út alls kynsbækur, meðal annars ljóða- bækur, skáldsögur, barna- bækur og endurminn- ingabækur. GERÐUR KRISTNÝ 24stundir/Golli 24stundir MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2008 19 Kórinn Vox Academica er að hefja 13. starfsár sitt um þessar mundir og eru tvö stór kórverk á dagskrá vetrarins. Hið fyrra er Carmina Burana eftir Carl Orff sem stefnt er á að flytja seint í nóv- ember. „Þetta er í annað skipti sem við flytjum Carmina Burana. Hitt skiptið var með Háskólakórnum árið 2002. Á þeim tíma vorum við með minni kammerkór en höfum verið að vaxa síðustu árin,“ segir Þóra Passauer, formaður Vox Aca- demica. Hitt verkið sem Vox Academica ræðst í á þessu starfsári er Elijah eftir Felix Mendelssohn sem flutt verður í vor. „Síðustu tvö til þrjú ár höfum við tekið stærstu kórverkin með fullri hljómsveit,“ segir Þóra og bætir við að mikið sé lagt upp úr því að íslenskir tónlistarmenn taki þátt í uppfærslunum. Þar sem kórinn leggur áherslu á stærri verk kórbókmenntanna gefst lítið svigrúm fyrir minni tónleika. „Áður fyrr vorum við með litla jólatónleika fyrir okkar helstu kúnna. Við höfum ekki haft tæki- færi til að gera það síðustu ár en við ætlum að reyna að koma því við þetta árið,“ segir Þóra að lokum. Kórinn getur bætt við sig fólki í nokkrar raddir. Nánari upplýsingar má nálgast á voxacademica.net. einarj@24stundir.is Vox Academica hefur 13. starfsár sitt Sérhæfir sig í stórum kórverkum Tvö stórvirki Vox Aca- demica ræðst í tvö stórvirki kórbókmenntanna í vetur. Sýning á verkum Ilmar Stef- ánsdóttur myndlistarkonu hefur verið opnuð í Listasafni Reykja- nesbæjar. Sýningin ber heitið Fjölleikar og þar gefst gestum kostur á skemmtilegum dýfum og jafnvægiskúnstum í hljómfalli rokkandi rokka og syngjandi vef- stóla. Með sýningunni breytir Ilmur svipmóti myndlistarinnar í „arteintainment“ þar sem fag- urlistir og skemmtanaiðnaður mætast. Sýningin stendur til 19. október. ej Vefstólar syngja og rokkar rokka Einn af þekktustu flautuleikurumheims, William Bennett, leikur á tónleikum í Salnum föstudaginn 12. september kl. 20. Einnig kem- ur fram píanóleikarinn Ingunn Hildur Hauksdóttir og landslið íslenskra flautuleikara. Á efnis- skránni eru einleiksverk eftir J.S. Bach, Saint-Saëns og Doppler og samleiksverk með íslenskum flautuleikurum. ej Flautuleikari í fremstu röð Sólveig Eggerz myndlistarkona heldur málverkasýningu á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Sýningin verð- ur opnuð á morgun, fimmtudag, kl.14. Á henni gefur að líta fjölda akrýlverka sem unnin voru á síð- ustu mánuðum. ej Sýnir á Hrafnistu Sýning á verkum Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í Artóteki á morg- un, fimmtudag- inn 11. sept- ember, kl. 17. Sýningin nefnist Áttavitinn, sjálfsnánd og mild mýkingarefni. Í Artóteki sýnir Ólöf Björg málverk í bland við innsetningu. Artótek er á 1. hæð Borg- arbókasafns Reykjavíkur í Gróf- arhúsi (Tryggvagötu 15). Sýn- ingin stendur til 19. október. ej Opnun í Artóteki Saga og sjálfs- myndir er þema nýjasta tölublaðs Ritsins – tímarits Hugvísindastofn- unar Háskóla Ís- lands. Í heftinu eru níu greinar sem fjalla hver með sínum hætti um spurningar er varða notkun sögunnar til að móta sjálfsmyndir þjóða, hópa og einstaklinga. Þá er í heftinu að finna myndaþátt sem einnig hverfist um meginefni þess. ej Fjallað um sögu og sjálfsmyndir Hljómsveitin Bardukha heldur tónleika á Café Rosenberg á Klapparstíg fimmtudaginn 11. september. Hljómsveitin hefur verið við æfingar seinni hluta sumars og er með splunkunýja efnisskrá með eldfjörugum þjóð- lögum frá Tyrklandi, Grikklandi og fleiri löndum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 500 kr. ej Bardukha leikur á Rosenberg LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mig langaði til að skrifa alvörudraugasögu fyrir aðeins eldri krakka þar sem ég gæti leyft mér aðeins meiri óhugnað. menning Við höfum sett saman pakka sem inniheldur grenningarnudd með cellulite - jurtaolíum, líkamsvafning og extra flabelos. þú mætir 5 sinnum og árangurinn er engu líkur. Brennir fitu Hægir á öldrun Grennir Minnkar appelsínuhúð Mótar vöðva Eykur sveiganleika Örvar blóðrás Eykur beinþéttni Dregur úr æðahnútum Dregur úr verkjum í mjóbaki Þessi meðferð virkar Við notum eingöngu bestu grenningartæki sem til eru í heiminum í dag. 10 mín, = 1 klst. í ræktinni TILBOÐ 24.900 kr. Hringdu strax og tryggðu þér flottan líkama núna hringið núna í síma 577 7007

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.