24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 10.09.2008, Blaðsíða 32
24stundir ? Hver árstíð hefur sinn sjarma. Haust-ið er mitt uppáhald. Hressandi haust-lægðir, hallandi sólargeislar og laufblöð ídumbrauðum, gulum og alls kyns brún-um litum. Bak við mína haustrómantíklúrir minning um að rölta í skólann ínýprjónaðri appelsínugulri peysu meðhjartamynstri, sparka í vel valinn stein og leyfa honum að rúlla með mér áleiðis í ferska haustloftinu. Sumarið er núna að baki og í lífi okk- ar allra hafa ýmist gerst ævintýr eða ekki. Allt sögur í sjálfu sér. Það sem við reyn- um skilur stundum eftir sig merki sem líkaminn skrásetur. Lifandi manneskjur fá ör. Með tímanum verður til eins kon- ar ævisaga í formi öra, hrukkumyndana, húð- og æðaslits. Svo ekki sé minnst á breytingar á eðlilegum háralit, tann- og háramissi! Við getum safnast saman undir teppi með kakóbolla, nú þegar fer að kólna, og sagt hvert öðru örasögur. Þrætt líkamann frá höfði niður að tám. Sjáðu, hér er ör á handarbaki eftir elda- mennsku í unglingapartíinu þarna í den, ör á öðru hnénu eftir óhapp í sólar- landaferðinni anno 1974, nebbaörið sem kom eftir að mútta kreisti stóru bóluna sem vildi ekki springa af sjálfsdáðum, ponsu magaörið eftir ófrjósemis- aðgerðina og nýju örin eftir aðgerðirnar sem verða til vitnis um handleggsbrotin í Spröngunni. Lifandi jörð verður fyrir hnjaski rétt eins og yfirborð lifandi fólks. Líkami Ís- lands er þakinn örum, gömlum sem nýj- um. Þetta er líkami okkar allra, förum nú vel með hann, elskurnar mínar. Örasögur Jóna Ingibjörg skrifar um líkama þjóðar og lands. YFIR STRIKIÐ Hvaða sögu segir þinn líkami? 24 LÍFIÐ Frjálshyggju-, framtíðar- og fang- elsismyndin Death Race angar af pungsvita og fær þrjár stjörnur Kostirnir við einka- væðingu fangelsa »27 Nýnemavígsla Tækniskólans fór fram í gær. Lítið var þó um hin hefðbundnu hróp og svívirðingar. Allir vinir í Tækniskólanum »30 Þáttur af South Park með syngj- andi jólakúk fór fyrir brjóstið á Rússum. Þeir vilja láta banna þættina. Burt með syngjandi jólakúkinn »27 ● Sultar öll kvöld „Ég fór með 24 krukkur og þær seldust upp á korteri,“ segir Guðrún Ög- mundsdóttir en hún fór með verð- launasultuna sína, rabarbarasultu með chili og papr- iku, á markaðinn í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þeir sem ekki náðu í krukku hjá Guðrúnu þurfa þó ekki að örvænta. „Ég ætla að mæta með 50 krukkur næst. Nú fara því öll kvöld í rabarbarann,“ segir hún en markaðurinn verður á hverjum laugardegi frá kl. 12-16 á meðan veður og grænmeti leyfir. ● Að opna á sorgina „Sjálfs- vígum hefur fylgt sektarkennd og fólk hefur verið feimið að ræða um þau. Þetta átak er gert til að opna á þá sorg og þann missi sem því fylgir þegar einhver nákominn fellur fyrir eigin hendi,“ segir Halldór Reynisson á Biskupsstofu. Kyrrðarstund verður í Dómkirkjunni klukkan 20 í kvöld og kertafleyting á Tjörninni að henni lokinni í tilefni alþjóðlegs dags sjálfsvígsforvarna. Er hún sérstaklega ætluð aðstand- endum þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. ● Ný sportsíða „Sportid.is verður síða þar sem öll- um íþróttum verður gert hátt undir höfði, frá fótbolta til curl- ing, með umfjöll- unum, úrslitum, myndum, og viðtölum,“ segir Sig- urður Ingi Vilhjálmsson, sem ásamt Sverri Júlíussyni opnar íþróttasíðu 27. þessa mánaðar. Sig- urður segir aðra miðla ekki anna eftirspurn. „Fólk er svo lengi að leita að því sem það vill sjá, þó efn- ið sé vel unnið. Þarna verður allt á einum stað, auðvelt og handhægt.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við       Það eru mikilvægar upplýsingar fyrir fasteignasala og eigendur fasteigna í söluhugleiðingum. Skráðu fasteignina á mbl.is/fasteignir.                  ! !   !     " #  !  !   

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.