24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir Þórunn Erna Clausen leik- kona. „Einu sinni þegar ég var að sýna Þetta er allt að koma í Þjóðleikhúsinu gerðist skemmtilegt atvik. Það var í atriði þegar persónan mín, Ragnheiður Birna, var að fermast. Í atriðinu átti ég að koma inn á svið í gulum fermingarkjól, snúa baki í áhorfendur og spila á fiðlu fyrir hina leikarana sem sátu á sviðinu og horfðu framan á mig og út í sal. Í miðju lagi átti ég svo að hætta að spila til að klóra mér smá í rassinum sem snéri út í sal. Búningaskipti hjá mér í sýningunni voru mjög mörg og lítill tími fyrir þau og þurfti ég því að vera í mörgum lögum af búningum til að ná skiptingunum. Og innst var ég bara í g-streng þar sem eðli sumra búninganna var þannig. Ég hljóp út af sviðinu úr atriðinu á undan til að skipta yfir í kjólinn og þetta var svo mikil hraðaskipting að ég þurfti tvo til að aðstoða mig. En í þetta skiptið var rennilásinn bilaður og okkur gekk ekkert að renna upp. Tíminn var á þrotum og ég ákvað því að hlaupa inn á svið, með kjólinn alveg opinn að aftan og beran rass- inn. Í staðinn snéri ég bakinu í leikarana, en ekki salinn eins og venjulega og byrjaði að spila á fiðluna. Ég heyrði hina leikarana byrja að springa úr hlátri en áhorfendur skildu auðvitað ekkert því þau sáu ekki rassinn á mér. En svo kom að því að ég átti að klóra mér í rassinum en þá varð ég auðvitað að klóra mér í … hvernig get ég orðað það pent? En alla vega þá misstu hinir leikararnir sig algjörlega en ég varð auðvitað að halda andliti og springa ekki.“ Fór á svið með beran bossann „Ég var að leika í Patreki 1,5 með Rúnari Frey Gíslasyni og Jóhannesi Hauki Jóhann- essyni og það var yfirleitt töluvert mikið hlegið. Í einu atriðinu er karakterinn hans Rúnars að útskýra fyrir Patreki að hommar geti alveg verið giftir og svoleiðis, og þetta er mjög skemmtilegt móment. En þrjár frænk- ur hans Jóa sátu á fremsta bekk og þær eru þekktar fyrir að hlæja mikið. Og þarna byrj- uðu þær að hlæja MJÖG hátt. Það hátt að við Rúnar urðum eiginlega bara að stoppa. Við horfðum hvor á annan og reyndum að halda andlitinu. Hins vegar byrjuðum við óvart að brosa. Rúnar reyndi að koma með eina setningu en hann brast í hlátur. Og þar af leiðandi byrjaði ég að hlæja. Og það olli því auðvitað að frænkurnar hlógu ennþá meira sem varð svo til þess að allir í salnum tóku eftir því að við vorum farnir að hlæja. Þannig að allt í einu er salurinn allur sprunginn úr hlátri, Jói er sprunginn úr hlátri fyrir aftan og við á sviðinu. Og við gát- um bara ekki haldið áfram. Svona gekk þetta í ca. tvær mínútur á meðan við reyndum að láta alla róast. Við þurftum að reyna nokkr- um sinnum að byrja aftur en það gekk þó á endanum.“ Sigurður Hrannar Hjaltason leikari. Flissandi frænkur á fremsta bekk „Þetta var þegar ég var í MR og var utan- skóla en reglurnar voru þannig að þá mátti maður ekki taka þátt í neinu félagslífi. En mig langaði svo rosalega að vera í Herranótt að ég fékk að vera aðstoðarleikstjóri. Magn- ús Geir var leikstjóri og einn sýningardaginn hringdi hann í mig og sagði mér að ein leik- konan hefði handleggsbrotnað og gæti ekki sýnt. Ég yrði því að hoppa í hlutverkið fyrir hana. En ég var búin að vera rosalega metn- aðarfull og dugleg og kunni leikritið eig- inlega alveg utan að þannig að ég sá þetta sem tækifæri til að sýna hvað í mér bjó. Það voru bara tveir klukkutímar í sýningu þegar hann hringdi þannig að ég fór beint að lesa yfir handritið og læra þetta utan að. Svo fór ég upp í leikhús og fór í búning og smink. Búningarnir og förðunin voru svona frekar ýkt og það vildi svo til að þessi leik- kona var svona næstum því einum metra minni en ég svo að búningurinn var allt of lítill. Svo kem ég niður á svið, rosalega stressuð og rosalega undirbúin og þá sé ég þessa leikkonu labba til mín. En hún var ekki með neitt gifs. Og þá segir allur leikhóp- urinn í einum kór: Fyrsti apríl!“ Dóra Jóhannsdóttir leikkona. Óvænt tækifæri til að sanna sig „Nýjasta dæmið gerðist á síðustu sýningu á Fló á skinni sem nú er verið að sýna við góð- ar undirtektir í Borgarleikhúsinu. Þá lenti ég í vægast sagt mjög sérkennilegu atviki. Ég beið rólegur á hliðarsviðinu eftir því að fara á svið þegar nefið á mér bara sprakk allt í einu og það byrjaði að fossblæða úr því. Ég varð að hlaupa fram og samleikarar mínir, sem áttu að koma inn á svið með mér, urðu að fara einir og spinna smá á meðan ein- hverju var troðið í nefið á mér til að reyna að stoppa þessa blæðingu. Svo kom ég loks inn á svið með bómull í nefinu og mjög nef- mæltur. Ég veit nú ekki alveg hvort fólk tók eftir þessu en þetta var allavega dálítið baga- legt. Annars hef ég nú lent í ýmsu öðru. Þegar ég var í Hárinu árið 2004 var ég í einu dans- númeri og var eitthvað ofboðslega orkumik- ill. Við áttum að hlaupa fram á sviðinu og hoppa og lenda á sviðsbrúninni. En ég gaf mig kannski aðeins of mikið í þetta atriði því ég lenti beint á milli brjóstanna á konu á fremsta bekk. Sem var líka mjög bagalegt. Það má því segja að ég sé svolítið þessi óheppni gaur. Ég gæti allavega komið með margar fleiri sögur.“ Guðjón Davíð Karlsson leikari. Lenti á milli brjóstanna „Ég man eftir einu atviki þegar ég var að leika í Eldað með Elvis í Loftkastalanum og brunabjallan fór skyndilega í gang í miðri sýningu. Fyrst reyndum við að tala ofan í hávaðann en það bara heyrðist ekkert í okk- ur. Þá hættum við að tala og stóðum eins og fífl á sviðinu. En eftir svona tvær mínútur var þetta orðið fullvandræðalegt og áhorf- endur voru farnir að hlæja og við eiginlega líka. Þannig að það endaði með því að við bara löbbuðum út af sviðinu og biðum bak- sviðs þar til bjallan hætti. Svo þurftum við að halda áfram eins og ekkert hefði ískorist. Við reyndum fyrst að halda karakter en maður getur ekki haldið endalaust áfram þegar ekkert heyrist í manni. Þá er vegg- urinn á milli áhorfandans og leikarans brostinn. Þegar áhorfandinn sér leikarann í aðstæðum sem hann ræður ekki við. En það skapast svolítið skemmtilegt sam- band þegar áhorfendur og leikarar fara í raun að hlæja saman. Það kom í ljós að gleymst hafði að slökkva á sturtum baksvið og gufan setti kerfið í gang. En þetta var bara skemmtilegt þó að það hafi verið smá panik meðan á þessu stóð.“ Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir leikkona. Brunabjalla í gang í miðri sýningu Fyndin óhöpp og atvik á fjölunum Þegar við förum í leikhús setjumst við niður og búum okkur und- ir að vera leidd inn í annan raunveruleika af leikurunum. En stundum verður þessi raunveruleiki af einhverjum ástæðum allt öðruvísi en leikarar lögðu upp með. Óhöpp, mistök og skondin atvik valda því að verkið hrekkur af sporinu, leikararnir standa berskjaldaðir á sviðinu, jafnóvissir og áhorfandinn um hvað ger- ist næst. Nokkrir þjóðþekktir leikarar deila með okkur sögum af eftirminnilegum atvikum sem eru stundum þau sem lifa lengst, bæði í hugum leikenda og áhorfenda. haukurj@24stundir.is LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég heyrði hina leikarana byrja að springa úr hlátri en áhorfendur skildu auðvitað ekkert því þeir sáu ekki rassinn á mér. spjallið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.