24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 19
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Óhætt er að fullyrða að bæði Dóra María Lárusdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir séu glæsilegar fyrir- myndir í íslenska kvennaboltanum. Báðar hafa sannað sig svo um mun- ar bæði með félagsliðum sínum og ekki síður með landsliðinu sem hefur staðið sig stórkostlega und- anfarin misseri. Þó að vinátta ríki milli þeirra dagsdaglega er víst að hvorug mun vanda kveðjurnar mikið í dag þegar félagslið þeirra, Valur og KR, mæt- ast í úrslitum Visa-bikarkeppninn- ar en þessi tvö félög eru í algjörum sérflokki í kvennaboltanum. Uppgjör óumflýjanlegt Með tilliti til þess að Dóra María er sóknarmaður en Guðrún Sóley varnarmaður er uppgjör milli þeirra í leiknum óumflýjanlegt. Sjálfar eru þær þó lítið fyrir skot þess vegna. Guðrún: „Það er ekki ólíklegt að ég þurfi að passa upp á Dóru í leiknum og koma í veg fyrir að hún ógni okkur mikið enda skeinuhætt en ég er hundrað prósent tilbúin í það verkefni. Við misstum af Ís- landsmeistaratitlinum en ætlum okkur að tryggja okkur bikarmeist- aratitilinn í staðinn. Leikur endar 3:1 fyrir okkur.“ Þessu mati Guðrúnar er Dóra María eðlilega ekki alveg samþykk en spáir sínu liði engum stórsigri þó. Dóra: „Ég giska á 1:0 fyrir okkur. Það yrðu góð úrslit enda alltof langt síðan við unnum þennan bikar síð- ast.“ Munurinn Valsliðið hefur orðið Íslands- meistari þrjú ár í röð en KR fylgt þeim eftir eins og skugginn að mestu þann tíma. En hver er mun- urinn á þessum tveimur liðum? Dóra: „Mér finnst munurinn persónulega ekki mikill. Þau skipti sem þessi lið mætast er sjaldnast mikill munur á þeim og kannski bara dagsformið hverju sinni sem ræður því hvort félagið sigrar þann daginn. En þær eru ekkert með lak- ari mannskap finnst mér.“ Þessu jánkar Guðrún og tekur undir að erfitt sé að setja einn fing- ur nákvæmlega á hvað geri félögin tvö frábrugðin. Söknuður Breytingar eru í nánd hjá báðum félögum. Helena Ólafsdóttir er að hætta sem þjálfari KR eftir gott starf og íþróttamaður ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val, hyggst reyna fyrir sér erlendis á næstu leik- tíð. Guðrún: „Það verður missir að Helenu enda hefur hún verið hjá okkur lengi og er ein af hópnum. Hvað gerist í framhaldinu verður bara að koma í ljós en hún hefur staðið sig vel sem þjálfari að mínu viti.“ Dóra: „Margrét ætlar að fara og mér finnst það frábært og nauðsyn- legt skref hjá henni. Auðvitað sjáum við eftir henni, annað er ekki hægt, en við munum áfram pluma okkur í boltanum tel ég örugglega því bæði kemur maður í manns stað og liðið er með góða breidd þó að auðvitað fari enginn auðveldlega í hennar skó.“ Kvennadeildin í sumar Mörgum áhugamönnunum um kvennafótbolta verður tíðrætt um deildina sem ár eftir ár virðist lítið breytast. Valur og KR og mögulega eitt annað lið berjast á toppnum hálfpartinn eins og í lokuðum klúbbi þar sem önnur félög fá ekki félagsaðild svo auðveldlega. Guðrún: „Vissulega er leiðigjarnt þetta mikla bil sem virðist alltaf vera fyrir hendi í deildinni. Mér finnst engu að síður hlutnirnir hafa breyst aðeins til batnaðar. Fyrripart þessa sumars var hending að sjá einhverja stórsigra en það reyndar breyttist þegar líða fór á sumarið. Það er engin töfralausn til í þessu en ég held að það sé góð þróun fyrir smærri félögin að reyna að laða til sín hæfa erlenda leikmenn.“ Dóra: „Það kemur fyrir að það dofnar yfir hópnum þegar staðan er 4:0 eða 5:0 í hálfleik og það er engin kjörstaða. Spennandi leikir eru allt- af skemmtilegastir, ekki bara fyrir okkur heldur áhorfendur líka. Stöku félög hafa sýnt ágæta hluti og ég vona að sú þróun haldi áfram.“  Þær eru samherjar í landsliðinu og þeim kemur vel saman í daglegu lífi  Vinahótin fara þó fyrir lítið í dag þegar þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir mætast í úrslitaleik Visa-bikars kvenna Blaðamaður átti jafnvel von á kýlingum, spörkum og látum þegar ákveðið var að leiða saman í spjall einn besta varnarmann- inn og eina mestu marka- maskínuna í kvennabolt- anum hérlendis en þær mæta hvor annarri í dag þegar úrslitaleikurinn í Visa-bikarkeppni kvenna fer fram á Laugardals- velli. Lítið fór hins vegar fyrir látunum enda ágæt- ar vinkonur utan vallar. Dóra María Lárusdóttir ➤ Leikurinn hefst á Laugardals-vellinum klukkan fjögur í dag. ➤ KR er núverandi bikarmeist-ari en þann titil hafa þær unn- ið þrívegis. ➤ Valur á hins vegar heldur bet-ur metið þegar kemur að fjölda bikarmeistaratitla. Þær hafa unnið hann tíu sinnum. LEIKURINN Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Verðum ekki vinkonur í dag ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það er ekkert ólíklegt að ég þurfi að passa upp á Dóru í leiknum og koma í veg fyrir að hún ógni mikið enda skeinuhætt. Ég er hundrað prósent tilbúin í það verkefni. ÚR MÍNUS Í PLÚS ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM TIL AÐ: ...Greiða hratt niður skuldir ...Byggja upp sparnað og eignir ...Hafa gaman af að eyða peningum EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐ VERÐA Í BOÐI Í HAUST FJÁRHAGSKERFI HEIMILISINS Akureyri 30. sept. Reykjanesbær 7. okt. Reykjavík 13. okt. Egilsstaðir 21. okt. Reykjavík 3. nóv. Selfoss 11. nóv. Borgarnes 3. nóv. Nýtt tölvukerfi verður kynnt á námskeiðinu sem sameinar bókhalds- og uppgreiðslukerfi spara.is og ýmsar reiknivélar sem finna hagstæðasta lánið og besta sparnaðinn. Þetta er fjárhagskerfi fyrir þá sem vilja ná árangri í fjármálum og hafa gaman af peningunum sínum. Námskeið byrja kl 18:15 og eru til 22:15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.