24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss EF ÞÚ KEMST EKKI HRINGINN Á EINUM TANKI ÞÁ ERTU Á RÖNGUM BÍL. SIMPLY CLEVER Úthlutun lóðar á Tryggvagötu 13 til Ung- mennafélags Íslands (UMFÍ) hefur enn ekki verið tekin til umfjöllunar í borgarráði þrátt fyr- ir að umsögn framkvæmda- og eignasviðs og skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar um málið hafi legið fyrir um hríð. Heimildir 24 stunda herma að borgaryfirvöld séu treg til að taka málið fyrir vegna deilna Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) og UMFÍ en ÍBR hefur um árabil sóst eftir inngöngu í UMFÍ. Telja forsvars- menn ÍBR óeðlilegt að úthluta lóð til félagsskap- ar sem útilokar borgarbúa frá starfi sínu. Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, segir að þar á bæ hafi menn bent borgarfulltrúum á þetta ósamræmi. „Okkur finnst óeðlilegt að þessum gæðum sé úthlutað á kostnað borgar- búa án þess að þeir eigi kost á að taka þátt í starfi UMFÍ. Okkar skoðun er sú að UMFÍ sé ekki stætt á að synja okkur um aðild og ég veit að það er skilningur á okkar afstöðu innan borgar- kerfisins. Hins vegar hafa forsvarsmenn UMFÍ ekki nálgast okkur á neinn hátt með þetta mál.“ Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir að hann hafi heyrt orðróm þess efnis að beðið sé með úthlutun lóðarinnar vegna deilna félagsins og ÍBR. Hins vegar hafi engin formleg erindi þess efnis borist. „Mér finnst það mjög sérkennilegt ef það er rétt því að þetta eru bara tvö aðskilin mál. Mér finnst algjörlega fá- ránlegt ef þessar deilur ÍBR við okkur eiga að stoppa úthlutun á þessari lóð og tefja uppbygg- ingu af hálfu félagsins þar.“ Sæmundur segir að hjá UMFÍ vilji menn gjarnan fara að fá lendingu í málið. „Næstu skref ættu bara að vera að taka málið fyrir í borgarráði og klára það.“ freyr@24stundir.is Úthlutun á lóð til Ungmennafélags Íslands hefur enn ekki verið tekin fyrir í borgarráði Deilur UMFÍ og ÍBR tefja lóðaúthlutun 24stundir/Kristinn Tryggvagata 13 Enn er beðið eftir ákvörðun borg- arráðs um úthlutun lóðarinnar til UMFÍ Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is Jón Víðis Jakobsson er umsjón- armaður frístundaheimilis í Breiðholti. Heimilið heitir Álf- heimar og er við Hólabrekku- skóla. Hann leyfir okkur að fylgj- ast með einum degi hjá sér. 05:00 Vaknaði til að keyrapabba minn út á flugvöll. 08:00 Mætti í vinnuna eld-snemma, er venju- lega mættur um níu. Það var haldinn Bjössafundur sem er dagskrárfundur sem hald- inn er einu sinni í viku. Þar er farið yfir hvað hægt er að gera betur og hvað við getum lært hvert af öðru í starfinu. Eftir það fór ég í innkaupaleið- angur því við vorum að byrja með klúbba sem þurfti að kaupa inn fyrir. Það eru prjónaklúbbur, fönd- urklúbbur og tilraunaklúbbur. 12:00 Fékk mér hádegis-mat og mætti á frí- stundaheimilið og fór að undirbúa daginn. 14:00 Krakkarnir eru allirmættir og þá er sam- verustund með þeim. Svo er hress- ing og þá er þeim gefið eitthvað létt að borða. Það var skyr og kíví í þetta skiptið. 15:00 Skipti krökkunumniður í val, þeir sem völdu klúbba fóru í þá. Ég sé um tilraunaklúbb og við bjuggum til sprengjur. Eftir klúbbastarf bjuggum við til brúður. Ég settist niður með nokkrum krökkum sem ég tók mynd af dag- inn áður og við bjuggum til brúður úr andlitunum á þeim. Þetta vakti mikla lukku hjá þeim sem voru í þessu með mér. Aðrir voru í frjáls- um tíma þar sem þau mega ráða hvað þau langar að gera. 17:00 Byrjað er að sækjakrakkana um fjögur og klukkan fimm eru allir farnir heim og við lokum. 18:00 Fór heim og settiupp skeggið og mætti í barnaafmæli því ég er töframaður. Þar töfraði ég fyrir krakka og lét hluti birtast og hverfa og bjó til peninga, einnig bakaði ég kökur og allt mögulegt. 20:00 Fékk mér að borðaog horfði á sjón- varpið um kvöldið þar til ég fór að sofa. Finnst frábært að starfa með börnum  24stundir með Jóni Víðis Jakobssyni sem er umsjónarmaður frístundaheimilis ➤ Er átta ára og er búinn aðvera það í þrjátíu ár. ➤ Búinn að vinna hjá ÍTR í 5 ár.Var áður í barnastarfi hjá al- þjóðlegum sumarbúðum barna. Fór út um allan heim í sumarbúðir með því félagi. ➤ Er töframaður og hefurstundað töfrabrögð í tíu ár. Hefur gefið út töfrabragða- bók. ➤ Er formaður í hinu Íslenskatöframannagildi. MAÐURINN 24 stundir/Valdís Thor Jón Hefur gaman af því að starfa með börnum og leggur upp úr því að hafa starfið sitt sem skemmtilegast Samþykkt hefur verið af bæj- arráði Árborgar að óska eftir því að Vegagerðin kanni möguleika á að gerð verði jarðgöng undir Ölfusá í stað brúar. Möguleiki er að í því brúarstæði sem hefur verið á skipulagi er að brúin fari yfir náttúruminjar. Talið var rétt að skoða möguleika á jarð- göngum. Sú ákvörðun á ekki að tefja tvöföldun Suður- landsvegar. Jarðgöng undir Ölfusá Jarðgöng í stað brúar Keilir festi á miðvikudag kaup á fimm nýjum kennsluflug- vélum fyrir Flugakademíu skólans. Kaupin fóru fram í Vínarborg. Kaupverðið, tæpar 200 milljónir króna, er að mestu fjármagnað af seljand- anum Diamond Aircraft Ind- ustries og Bank Austria. Flugakademía Keilis Keilir kaupir fimm flugvélar STUTT ● Löggæsla Bæjarráð Grinda- víkur mótmælir því harðlega að ekki hafi verið staðið við samn- inga og fyrirheit um aukna lög- gæslu í bæjarfélaginu. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs. Þar er vísað til fyrirheita sem gefin voru við nýskipan lög- reglu um næstsíðustu áramót. Einnig er vísað í samning sem gerður var árið 2000 milli bæj- aryfirvalda og sýslumanns. ● Menning í landslagi Ráð- stefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi á Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00. Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararf- inn, skipulag, íslenska bygg- ingarlist í dreifbýli og list í landslagi. Opið öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.