24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 20.09.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 24stundir Einu sinni, ætli séu ekki rúm tíu ár síðan, þá sendi ég inn til- lögu í samkeppni um útilistaverk í Reykjavík. Ég man ekki hvaða samkeppni þetta var, ég man ekki hverjir báru sigur úr býtum eða hvort einhver listaverk voru raunverulega reist eftir sam- keppnina. En ég man að ég fékk á end- anum kurteislegt bréf um að hugmynd mín um nýja styttu í Reykjavík hefði ekki hlotið brautargengi. Það þótti mér leiðinlegt því ég var blankur um þær mundir og hafði sent inn tillöguna bara til að reyna að reyna að fá fé í kass- ann. Mig minnir það hafi verið fáeinir hundraðþúsundkallar í verðlaun fyrir tillögur sem ástæða þætti til að þróa framar. Ég hafði reyndar stolið hug- myndinni. Í stórri og mikilli skáldsögu sem ég var þá öðru hverju að dútla við var myndlist- arkona sem átti þessa hugmynd. Í sögunni varð hugmyndin reyndar að veruleika, en var ekki hafnað eins og í raunveruleikanum. Stytta sem ryðgar Þetta átti að vera stytta af manni. Bara einhverjum manni, þó myndlistarkonan í sögunni minni hafi reyndar haft manninn sinn í huga þegar hún bjó til styttuna. En til að útskýra það nánar þyrfti ég að birta hér lang- an kafla úr hinni ókláruðu skáld- sögu, og það ætla ég ekki að gera. Alla vega, styttan af mannin- um átti að vera svona frekar groddaleg og úr grófu járni. Sem ryðgaði. Það var þungamiðja hugmynd- arinnar. Að styttan ætti að ryðga. Járnið átti að vera sérvalið til þess að ryðga burt á nokkrum áratugum. Misjafnlega hratt svo eftir svona 50 ár yrði styttan vandlega hönnuð rúst, rétt eins og Albert Speer hannaði stór- byggingar sínar fyrir Hitler með sérstöku tilliti til þess að þær yrðu á endanum tilkomumiklar rústir. Nema hvað innan í járnstytt- unni átti að vera önnur stytta úr skínandi níðsterku stáli. Sem kæmi í ljós jafnóðum og ytri styttan ryðgaði burt. Þetta fannst mér sallafín hug- mynd hjá myndlistarkonunni minni og finnst enn. Þótt ekki dygði hún mér til að redda hin- um tímabundnu blankheitum þarna fyrir þessum rúmu tíu ár- um síðan. Af hverju ekki stytta af Steini? Styttur hafa komist svolítið í umræðuna í Reykjavík upp á síð- kastið af því hinn nýi borgar- stjórarmeirihluti ætlar að láta reisa styttu af Tómasi Guð- mundssyni. Ótrúlegt nokk hefur það vakið pólitískar deilur, að minnsta kosti á internetinu, af því Tómas var á sínum tíma kenndur við Sjálfstæðisflokkinn, einn fárra skálda á 20. öld. Og menn spyrja: Af hverju styttu af Tómasi, en ekki vinstrimannin- um Steini Steinarr? Og af hverju ekki styttu af Megasi? Þetta eru auðvitað bjánalegar umræður. Ef Tómas var gott skáld á hann alla viðurkenningu skilið burtséð frá einhverjum pólitískum skoðunum í kalda stríðinu. Ég hef að vísu aldrei náð neinu sambandi við Tómas Guðmundsson, nema ég hafði gaman af Urð og grjót þegar ég var barn. Og ykkur að segja þá efast ég um að nýjar kynslóðir Ís- lendinga muni lesa Tómas að nokkru ráði. En hafi ég rangt fyr- ir mér, þá þætti mér bara við- kunnanlegt að rekast á styttu af honum einhvers staðar í bænum. Ljótt minnismerki um Thor Jensen Ég er nefnilega veikur fyrir styttum. Því er ég eindregið fylgj- andi hugmynd Hönnu Birnu og félaga, þó Tómas verði vísast ekki mín uppáhaldsstytta. Undanfarna áratugi hafa styttur ekki verið beinlínis í tísku, þær hafa verið taldar gamaldags og asnalegar. Minnisvarðar um fólk hafa alls ekki mátt vera í líkamslíki. Því var reist þetta ljóta minnismerki um Thor Jensen og konu hans í Hallargarðinum í Reykjavík, þeg- ar venjuleg klassísk stytta hefði auðvitað verið það eina rétta fyr- ir þau sómahjón. Vonandi að þeir Björgólfar hafi rænu og ráð á að láta nútímalistaverkið hverfa og reisa almennilega styttu í stað- inn. Upp á síðkastið hefur þess reyndar orðið vart, mér til óblandinnar gleði, að styttur séu kannski að komast aftur í tísku. Steinunn Þórarinsdóttir og fígúr- ustytturnar hennar eru til marks um það, og Óþekkti skrifstofu- maðurinn hans Magnúsar Tóm- assonar sem er frábært verk sem alltof fáir sjá þar sem það leynist milli húsanna í miðbænum. Sú stytta er til marks um hvernig nota má nýstárlegar hugmyndir í bland við gamaldags styttur. Megas í Norðurmýri Því er ósvikið gleðiefni að fá fleiri styttur í Reykjavík. Tómas, ókei, en pant líka Stein Steinarr. Hann gæti til dæmis farið vel sem ryðgaða styttan mín. Hrjúfur á yfirborðinu en skínandi fín- legur undir niðri. Megas gæti verið fimm metra hár haus sem gægðist hálfur upp úr jörðinni á Klambratúni og horfði yfir í Norðurmýrina. Stytta af Vigdísi Finnbogadóttur gæti verið á svöl- unum á húsinu við Aragötuna þar sem hún stóð þegar mann- fjöldi fagnaði kjöri hennar í emb- ætti forseta. Stytta af Davíð gæti verið meitluð inn í vegg Stjórn- arráðsins. Og svo framvegis. Það kemur altso margt til greina nú þegar endurreisa á styttukúltúr Reykjavíkur. Ég sé það núna að Hanna Birna ætti þegar í stað að ráða mig sem styttustjóra borgarinnar. Úpps! Fleiri styttur! aIllugi Jökulsson skrifar um styttur Það kemur altso margt til greina nú þegar end- urreisa á styttukúltúr Reykjavíkur. Ég sé það núna að Hanna Birna ætti þegar í stað að ráða mig sem styttustjóra borgar- innar. Styttur Hanna Birna ætti þegar í stað að ráða mig sem styttustjóra borg- arinnar. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.