24 stundir - 20.09.2008, Side 19

24 stundir - 20.09.2008, Side 19
24stundir LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Óhætt er að fullyrða að bæði Dóra María Lárusdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir séu glæsilegar fyrir- myndir í íslenska kvennaboltanum. Báðar hafa sannað sig svo um mun- ar bæði með félagsliðum sínum og ekki síður með landsliðinu sem hefur staðið sig stórkostlega und- anfarin misseri. Þó að vinátta ríki milli þeirra dagsdaglega er víst að hvorug mun vanda kveðjurnar mikið í dag þegar félagslið þeirra, Valur og KR, mæt- ast í úrslitum Visa-bikarkeppninn- ar en þessi tvö félög eru í algjörum sérflokki í kvennaboltanum. Uppgjör óumflýjanlegt Með tilliti til þess að Dóra María er sóknarmaður en Guðrún Sóley varnarmaður er uppgjör milli þeirra í leiknum óumflýjanlegt. Sjálfar eru þær þó lítið fyrir skot þess vegna. Guðrún: „Það er ekki ólíklegt að ég þurfi að passa upp á Dóru í leiknum og koma í veg fyrir að hún ógni okkur mikið enda skeinuhætt en ég er hundrað prósent tilbúin í það verkefni. Við misstum af Ís- landsmeistaratitlinum en ætlum okkur að tryggja okkur bikarmeist- aratitilinn í staðinn. Leikur endar 3:1 fyrir okkur.“ Þessu mati Guðrúnar er Dóra María eðlilega ekki alveg samþykk en spáir sínu liði engum stórsigri þó. Dóra: „Ég giska á 1:0 fyrir okkur. Það yrðu góð úrslit enda alltof langt síðan við unnum þennan bikar síð- ast.“ Munurinn Valsliðið hefur orðið Íslands- meistari þrjú ár í röð en KR fylgt þeim eftir eins og skugginn að mestu þann tíma. En hver er mun- urinn á þessum tveimur liðum? Dóra: „Mér finnst munurinn persónulega ekki mikill. Þau skipti sem þessi lið mætast er sjaldnast mikill munur á þeim og kannski bara dagsformið hverju sinni sem ræður því hvort félagið sigrar þann daginn. En þær eru ekkert með lak- ari mannskap finnst mér.“ Þessu jánkar Guðrún og tekur undir að erfitt sé að setja einn fing- ur nákvæmlega á hvað geri félögin tvö frábrugðin. Söknuður Breytingar eru í nánd hjá báðum félögum. Helena Ólafsdóttir er að hætta sem þjálfari KR eftir gott starf og íþróttamaður ársins, Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val, hyggst reyna fyrir sér erlendis á næstu leik- tíð. Guðrún: „Það verður missir að Helenu enda hefur hún verið hjá okkur lengi og er ein af hópnum. Hvað gerist í framhaldinu verður bara að koma í ljós en hún hefur staðið sig vel sem þjálfari að mínu viti.“ Dóra: „Margrét ætlar að fara og mér finnst það frábært og nauðsyn- legt skref hjá henni. Auðvitað sjáum við eftir henni, annað er ekki hægt, en við munum áfram pluma okkur í boltanum tel ég örugglega því bæði kemur maður í manns stað og liðið er með góða breidd þó að auðvitað fari enginn auðveldlega í hennar skó.“ Kvennadeildin í sumar Mörgum áhugamönnunum um kvennafótbolta verður tíðrætt um deildina sem ár eftir ár virðist lítið breytast. Valur og KR og mögulega eitt annað lið berjast á toppnum hálfpartinn eins og í lokuðum klúbbi þar sem önnur félög fá ekki félagsaðild svo auðveldlega. Guðrún: „Vissulega er leiðigjarnt þetta mikla bil sem virðist alltaf vera fyrir hendi í deildinni. Mér finnst engu að síður hlutnirnir hafa breyst aðeins til batnaðar. Fyrripart þessa sumars var hending að sjá einhverja stórsigra en það reyndar breyttist þegar líða fór á sumarið. Það er engin töfralausn til í þessu en ég held að það sé góð þróun fyrir smærri félögin að reyna að laða til sín hæfa erlenda leikmenn.“ Dóra: „Það kemur fyrir að það dofnar yfir hópnum þegar staðan er 4:0 eða 5:0 í hálfleik og það er engin kjörstaða. Spennandi leikir eru allt- af skemmtilegastir, ekki bara fyrir okkur heldur áhorfendur líka. Stöku félög hafa sýnt ágæta hluti og ég vona að sú þróun haldi áfram.“  Þær eru samherjar í landsliðinu og þeim kemur vel saman í daglegu lífi  Vinahótin fara þó fyrir lítið í dag þegar þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir mætast í úrslitaleik Visa-bikars kvenna Blaðamaður átti jafnvel von á kýlingum, spörkum og látum þegar ákveðið var að leiða saman í spjall einn besta varnarmann- inn og eina mestu marka- maskínuna í kvennabolt- anum hérlendis en þær mæta hvor annarri í dag þegar úrslitaleikurinn í Visa-bikarkeppni kvenna fer fram á Laugardals- velli. Lítið fór hins vegar fyrir látunum enda ágæt- ar vinkonur utan vallar. Dóra María Lárusdóttir ➤ Leikurinn hefst á Laugardals-vellinum klukkan fjögur í dag. ➤ KR er núverandi bikarmeist-ari en þann titil hafa þær unn- ið þrívegis. ➤ Valur á hins vegar heldur bet-ur metið þegar kemur að fjölda bikarmeistaratitla. Þær hafa unnið hann tíu sinnum. LEIKURINN Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Verðum ekki vinkonur í dag ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það er ekkert ólíklegt að ég þurfi að passa upp á Dóru í leiknum og koma í veg fyrir að hún ógni mikið enda skeinuhætt. Ég er hundrað prósent tilbúin í það verkefni. ÚR MÍNUS Í PLÚS ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM TIL AÐ: ...Greiða hratt niður skuldir ...Byggja upp sparnað og eignir ...Hafa gaman af að eyða peningum EFTIRFARANDI NÁMSKEIÐ VERÐA Í BOÐI Í HAUST FJÁRHAGSKERFI HEIMILISINS Akureyri 30. sept. Reykjanesbær 7. okt. Reykjavík 13. okt. Egilsstaðir 21. okt. Reykjavík 3. nóv. Selfoss 11. nóv. Borgarnes 3. nóv. Nýtt tölvukerfi verður kynnt á námskeiðinu sem sameinar bókhalds- og uppgreiðslukerfi spara.is og ýmsar reiknivélar sem finna hagstæðasta lánið og besta sparnaðinn. Þetta er fjárhagskerfi fyrir þá sem vilja ná árangri í fjármálum og hafa gaman af peningunum sínum. Námskeið byrja kl 18:15 og eru til 22:15

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.