24 stundir - 23.09.2008, Page 6

24 stundir - 23.09.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir Nágranni konu sem handtekin var í tengslum við fíkniefnamál á Sauðárkróki segist ekki hissa á handtökunni. Mikil umferð hafi verið heim til konunnar um langt skeið, bílar komið og stoppað stutt fyrir utan. Sérstaklega hafi þetta ver- ið algengt á fimmtudagskvöldum og um helgar. „Það vissu þetta allir í bænum og almennt segist fólk vera hissa á að lögreglan hafi ekki gripið til þessa fyrir löngu.“ Lögreglan handtók konuna sam- hliða því sem húsleit var gerð á heimili hennar. Við húsleitina fannst umtalsvert magn fíkniefna af ýmsum tegundum en lögreglan hef- ur ekki viljað gefa upp hversu mikið magnið er né af hvaða tagi fíkniefn- in eru. Stefán Vagn Stefánsson yfir- lögregluþjónn á Sauðárkróki stað- festir þó að lögreglan þar hafi aldrei haldlagt jafnmikið magn fíkniefna í einu áður. „Við rannsökum málið með tilliti til þess að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar.“ Við húsleitina á Sauðárkróki fundust vísbendingar sem leiddu til þess að húsleit var gerð á höfuð- borgarsvæðinu. Við þá húsleit fund- ust bæði vopn og fíkniefni í litlum mæli. Enginn var þó handtekinn í tengslum við þá húsleit. Konan sem handtekin var hefur áður komið við sögu lögreglu. „Við vitum alveg hver þessi kona er og höfum fylgst með henni um nokk- urt skeið.“ Konan var úrskurðuð í gæslu- varðhald til fimmtudags og ef ekki verður farið fram á framlengingu sleppur hún því út daginn sem hún verður 47 ára. freyr@24stundir.is Lögreglan á Sauðárkróki lagði hald á mikið magn fíkniefna í húsleit aðfaranótt laugardags Nágranni segir mikla umferð hafa verið í húsið ➤ Stefán Vagn segir að aukinsamvinna lögreglu á Norður- landi í fíkniefnamálum hafi þarna sannað gildi sítt. ➤ Ellefu lögreglumenn tókuþátt í húsleitinni ásamt fíkni- efnahundi. AÐGERÐIN Sauðárkrókur Lögreglan á Sauð- árkróki hefur ekki áður fundið jafn- mikið magn fíkniefna í einu. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það þýðir auðvitað ekkert að hafa skipin bundin við bryggju. Mér finnst það blasa við að þegar olíu- verð hækkar eins það hefur gert þá hljóti það að leiða til þess að fjár- veitingar séu hækkaðar til nauðsyn- legra verkefna eins og Landhelgis- gæslunnar,“ segir Friðrik Jón Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ). 24 stundir sögðu frá því á laugardag að varðskip Land- helgisgæslunnar mundu í auknum mæli liggja við bryggju til þess að mæta auknum eldsneytiskostnaði. Friðrik Jón kallar á að virðisauka- skattur af olíukaupum Landhelgis- gæslunnar verði felldur niður. Georg Lárusson forstjóri Land- helgisgæslunnar segir að kostnaðar- aukning vegna eldsneytisverðs- hækkana á árinu 2008 sé gróflega áætluð um 120 til 130 milljónir króna. Skerðing óumflýjanleg Georg segir að hjá Landhelgis- gæslunni sé nú reynt að sigla minna, hafa túrana styttri og að eitt skip muni verða við bryggju fyrst um sinn. „Það skip verður reiðubúið við bryggju með áhöfn og við erum ekki búin að segja upp mannskap. Þannig að það hefur engu verið lagt,“ segir hann en viðurkennir að ekki verði komist hjá því að einhver skerðing verði á þjónustu. „Skipin verða hugsanlega eitthvað lengra frá vettvangi í einhverjum tilvikum.“ Ekki rekstrarvandi Georg segir Landhelgisgæsluna ekki eiga við rekstrarvanda að etja og ekki kvarta yfir því að fá ekki auka-fjárframlög. „Þetta er nokkuð sem allir í landinu eru að glíma við og við erum bara að reyna að gera ráðstafanir til þess að láta enda ná saman. Þetta er í rauninni það minnsta sem við getum gert.“ Þarf frekar að efla starfsemina Friðrik Jón segir að afstaða LÍÚ sé alveg skýr. „Það þarf að efla starf- semi Landhelgisgæslunnar frekar en hitt,“ segir hann og heldur áfram: „Það eru næg verkefni. Bæði er það öryggishlutverkið og verkefni við gæslu- og vöktunarstörf sem Land- helgisgæslan hefur ekki getað sinnt jafn vel og hún hefði viljað vegna fjárskorts.“ Hann nefnir sem dæmi að fylgjast þurfi betur með veiðum sem stundaðar eru við landhelgis- línuna. Vill fella niður virðisaukaskatt Friðik Jón vill að hætt verði að krefja Landhelgisgæsluna um virð- isaukaskatt af olíunni. „Ríkið er bara að færa peninga úr einum vasa í annan.“ Georg segir að það kæmi sér að sjálfsögðu vel fyrir Landhelgisgæsl- una og segir viðræður um slíkt hafa átt sér stað við stjórnvöld. „Það hef- ur ekki borið árangur. Til þess að svo geti orðið þyrfti að breyta ís- lenskum skattareglum sem heimila ekki slíka niðurfellingu,“ segir hann. Vill að auknum kostnaði verði mætt  Framkvæmdastjóri LÍÚ vill að Landhelgisgæslan fái auknar fjárveitingar til að mæta hærra olíuverði  Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir kostnaðaraukann 120 milljónir Saman við bryggju Það mun verða algengari sjón að sjá bæði varðskipin, Ægir og Týr, saman við bryggju. ➤ Aukakostnaður Landhelgis-gæslunnar vegna hækkana á olíu er 120-130 milljónir króna á árinu 2008. ➤ Landhelgisgæslan hefurstundum siglt til Færeyja og keypt þar olíu því þar greiðir hún ekki virðisaukaskatt. OLÍUKOSTNAÐUR „Það koma nýjar tölur á mið- vikudaginn. Ég er jákvæð því ég veit að það voru tekin inn töluvert mörg börn í dag,“ segir Soffía Páls- dóttir, æskulýðsfulltrúi íþrótta- og tómstundaráðs, um þá stöðu sem er á frístundarheimilunum núna. „Listinn er orðinn minni og við stefnum auðvitað að því að allir fái pláss. Það hafa nýir starfsmenn bæst í hópinn okkar. Það verður eitthvað áfram um að tekin verði inn börn í vikunni.“ Soffía segist skilja vel að foreldr- ar þeirra barna sem ekki hafa feng- ið pláss séu áhyggjufullir en verið sé að vinna í þessu öllu saman. „Ég er að skoða samsetningu á biðlist- anum og fara yfir þessi mál.“ kristing@24stundir.is Frístundaheimilin fá inn fleira starfsfólk Biðlistar minnka „Það er verið að taka viðtöl og skoða mál þeirra,“ segir Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlend- ingastofnunar, um hælisleitend- urna sem gerð var húsleit hjá á Suðurnesjum í næstsíðustu viku. Lögreglan hefur látið Útlend- ingastofnun hafa gögnin um mál- ið og nú er verið að vinna í því að taka viðtöl við fólkið og kanna mál þess. Haukur segir þau hafa verið með viðtöl fyrir helgi og þau verði fleiri í þessari viku. „Í einstökum tilvikum erum við búin að segja fólki að við ætl- um ekki að greiða fyrir það kostnað í bili. Reykjanesbær ætlar þá að leyfa fólkinu að greiða sjálft það sem framfærslan kostar. Annars getur fólk bara farið á hótel ef það vill,“ segir hann. „Það hefur verið fullyrt að yf- irvöld skuldi skýringar á þessum aðgerðum. Við erum búin að svara þessu og segja af hverju að- gerðin var gerð. Það var grunur um fölsuð skilríki og fólk var með furðulegar sögur um það af hverju það væri hér á landi. Reynslan hefur kennt okkur hvað þarf að gera.“ kristing@24stundir.is Útlendingastofnun er að vinna að máli hælisleitenda Hælisleitendur í viðtölum Í vinnslu Mál hælisleit- endar eru til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Karlmaður og kona voru úr- skurðuð í gæsluvarðhald á Akureyri síðasta föstudag sök- um þjófnaðar og húsbrota. Á föstudag voru þau handtekin vegna stuldar á bifreið og í kjölfarið kom í ljós að þau hefðu framið ýmis önnur brot. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim til 26. september næstkomandi. Ver- ið er að rannsaka mál þeirra og er talið að þau hafi einnig framið afbrot í Reykjavík. kyg Tvennt í gæsluvarðhald Stálu bifreið á Akureyri Hjón sem grunuð eru um fólskulega árás í Þorlákshöfn í síðustu viku hafa verið úr- skurðuð í farbann til 1. des- ember. Héraðsdómur Suður- lands féllst ekki á kröfu lögreglunnar á Selfossi um að þau sætu áfram í gæslu- varðhaldi. Fimm voru handtekin vegna málsins en hafa nú verið leyst úr haldi. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins langt kom- in. aak Líkamsárásarmál Féllst ekki á gæsluvarðhald

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.