24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 19
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 19 Eftir Ragnhildi Sigurðard. rs@24stundir.is Herdís er ekki ókunn sviðinu en frá því hún var lítil stúlka á Ísafirði hefur tónlistin skipað ríkan sess í lífi hennar og fjölskyldu hennar. Hún lærði á píanó og fiðlu í Tón- listarskóla Ísafjarðar og steig einnig á svið við uppsetningu leikrita og söngleikja strax á unga aldri. Frá Ísafirði lá leið hennar til Reykjavík- ur þar sem hún tók BA-gráðu í söng frá LHÍ en því næst hélt hún utan til að sérhæfa sig í óperusöng. Fjölbreytt verkefni Herdís segist hafa fundið mikið frelsi í listsköpun sinni við að fara til Berlínar. Hún segir þau verkefni sem hún vinni við fjölbreytt og fara út fyrir mörk hefðbundinnar óp- eru. „Í skólanum er til dæmis leik- stjórnardeild sem kemur með hug- myndir að ýmsum nýstárlegum uppsetningum og prófar sig áfram með að brjóta upp formið,“ segir Herdís og bætir við að það sé mjög í takt við það sem sé að gerast í Berlín um þessar mundir. „Hér er nánast allt leyfilegt. Berl- ín er mikil umbrotaborg og hér er mikið af ungu fólki með ferskar hugmyndir.“ Lifandi borg Hún segir einnig gott að búa í borginni. „Þetta er lifandi staður og jafnframt mikil gróska og auð- velt að drífa hlutina áfram.“ Fyrir vikið gefast tækifæri fyrir ungt fólk sem er að hefja feril sinn en um leið meira krafist af henni um að fara út fyrir mörkin og stuðla þannig að nýsköpun. Sem dæmi um eftirminnilegar og óhefðbundnar sýningar nefnir hún Parsifal eftir Richard Wagner sem sýnd var í Neuköllner-óper- unni. „Við brutum alla óperuna upp og gerðum hana að samfélags- ádeilu, tókum til að mynda fyrir útlendingahatur,“ en Neuköllner- óperan er einmitt til húsa í hverfi sem margir Tyrkir byggja. „Í Leð- urblökunni söng ég líka Adele og þurfti að boxa í aríunni minni,“ bætir hún við. Langar að starfa í Berlín Um framtíðarplön segist Herdís hugsa sér að starfa áfram í Berlín en þó togi ræturnar líka. „Ég er ný- komin að vestan og langaði mest að flytja aftur þangað,“ segir hún í nostalgíutón. „Ég hyggst samt dvelja þar sem tækifærin til að starfa við óperu gefast.“ Spurð hvort hún elski sviðið neitar hún því ekki en aðspurð hvort það sé stóra ástin í lífi hennar hlær hún bara en bætir þó við að það skipi vissulega stóran sess í lífi hennar um þessar mundir. Herdís snýr brátt aftur til Berl- ínar en landanum gefst þó tækifæri til að heyra söng hennar á hádeg- istónleikum í Fella- og Hólakirkju í dag kl. 12. Þar koma einnig fram Hrólfur Sæmundsson barítón og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Á dagskránni verður íslensk tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson (afmæl- isbarn), Hjálmar H. Ragnarsson og fleiri. Herdís Anna Jónasdóttir nemur óperusöng í Berlín Boxað í óperunni Herdís Anna Jónasdóttir er ungur Ísfirðingur sem nemur óperusöng við Hanns Eisler-tónlist- arháskólann í Berlín. Hún glímir þar við verk gömlu meistaranna sem og að feta ótroðnar slóðir í spennandi heimi óper- unnar. Acis og Galatea eftir Händel Herdís í hlutverki Galateu. ➤ Óperan lifir góðu lífi í Berlín.Helstu óperuhúsin eru: Die Deutsche Oper Berlin, Die Komische Oper Berlin og Die Staatsoper Unter den Linden. ➤ Einnig má nefna StaatsballettBerlin og Der Bühnenservice. MENNINGARBORG Nýjar vörur Kjólar toppar og pils Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, er nú að fara í hönd og hefst 25. september næst- komandi og stendur til 5. október. Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og fer hún vaxandi ár hvert. Á heimasíðu hátíðarinnar www.riff.is, er hægt að lesa sér til um myndirnar sem sýndar verða og höfunda þeirra. Margt áhugavert er á dagskrá og er þetta kjörið tækifæri fyrir kvik- myndaunnendur til að sjá þver- skurð mynda víða að í heiminum. Erlendar verðlaunamyndir í fullri lengd skipa flokk sem kallast Fyrir opnu hafi og gefur þar að líta myndir sem í mörgum tilfellum yrðu ekki sýndar á Íslandi ef hátíð- arinnar nyti ekki við. Einnig verður sýndur fjöldi stutt- og heimilda- mynda, íslenskar sem og erlendar. Af íslenskum myndum má nefna myndina Rafmögnuð Reykjavík sem er heimildamynd eftir Arnar Jónasson og stuttmyndirnar Smá- fugla eftir Rúnar Rúnarsson og All- ir mættir eftir Maríu Guðmunds- dóttur svo eitthvað sé nefnt. Sýningar fara fram í Regnbogan- um, Iðnó og Norræna húsinu. Passi á allar myndir hátíðarinnar kostar 7000 kr en einnig er hægt að kaupa staka miða. Ýmislegt fleira er á dagskrá í tengslum við hátíð- ina svo sem umræður við höfunda og aðstandendur myndanna sem sýndar eru og tónleikar. Einnig verður hægt að fara bílabíó í Kringlunni 28. september. Sigurmynd hátíðarinnar hlýtur titilinn „Uppgötvun ársins“ og Gullna lundann að launum. Við lok hátíðarinnar verða einnig veitt áhorfendaverðlaun við skemmti- lega athöfn, en fólk getur greitt at- kvæði sitt á mbl.is. rs Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst á fimmtudaginn Úrval gæðamynda Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anóleikari ætlar að koma Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi á óvart þegar hann flytur verk hans Gloríu á tónleikum í Listasafni Íslands í kvöld. Þetta eru lokatónleikar á há- tíðinni sem haldin er til heiðurs Atla Heimi í tilefni af sjötíu ára af- mæli hans. „Ég breyti auðvitað ekki verki Atla en geri það aðeins öðruvísi enda gefur verkið mögu- leika á því að túlkunin verði mín,“ sagði Víkingur í samtali við 24 stundir. „Gloría er afar skemmti- legt einleiksverk, eins konar píanó- messa þar sem fjallað er um söng englanna þegar Jesús fæddist, enda er Atli Heimir mjög kaþólskur,“ sagði Víkingur ennfremur. Auk einleiksins leikur hann undir með söngvurunum Bergþóri Pálssyni, Sólrúnu Bragadóttur og Ágústi Ólafssyni en hann segist aldrei fyrr hafa leikið undir hjá þeim. „Mér hefur þótt undirbúningur fyrir þessa tónleika mjög skemmti- legur og gaman að vinna með þessu fólki. Þar fyrir utan fyllist maður þjóðerniskennd þar sem ljóð Einars Benediktssonar eru flutt við lög Atla og þau eru öll svo gjörólík,“ segir Víkingur. Þá verður frumflutningur á verkinu Útsæ sem Sólrún Braga- dóttir flytur. Fleira þekkt tónlistarfólk kemur fram á tónleikunum og má þar nefna Eydísi Franzdóttur sem leik- ur á óbó, Bryndísi Höllu Gylfadótt- ur sem leikur á selló og Camillu Söderberg sem leikur á tenór- blokkflautu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í kvöld í Listasafni Íslands og kostar 1.500 krónur inn en 750 fyr- ir eldri borgara og námsmenn. elin@24stundir.is Víkingur kemur á óvart Flytur verk Atla Heimis á tónleikum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Berlín er mikil umbrotaborg og hér er mikið af ungu fólki með ferskar hugmyndir. At og aðrar sögur er ný bók sem Mál og menning hefur gefið út. Þar eru samankomnar sextán nýjar og spennandi draugasögur fyrir börn frá níu ára aldri. Bókin kemur út í tengslum við al- þjóðlegu barnabókahátíðina Draugur úti í mýri sem haldin er í Norræna húsinu og er afrakstur smásagnasamkeppni sem Forlag- ið og barnabókahátíðin Mýrin stóðu fyrir fyrr á þessu ári. Fyrstu verðlaun hlaut sagan At eftir Guðmund Brynjólfsson, önnur verðlaun fékk Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir söguna Rauða húfu og Iðunn Steinsdóttir hlaut þriðju verðlaun fyrir sög- una Allra sálna messu. Draugasögur fyrir börn Andinn í borginni Bókin Andi Reykjavíkur eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt er komin út hjá JPV-útgáfu. Í bók- inni er fjallað um bygging- arsöguleg einkenni Reykjavíkur. Skoðað er hvað hefur farið miður í þróun borgarinnar og hvers vegna umhyggja fyrir miðbænum gagn- vart sögulegu hlutverki hans hafi ekki verið í samræmi við gildismat sem hæfir menningu landsins. Texti bókarinnar er beinskeyttur og höfundur dregur ekkert und- an og er gagnrýninn á núverandi ástand borgarinnar. Að mati Hjörleifs er ástandið í borginni vægast sagt skelfilegt og hverjum manni augljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. menning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.