24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Það koma alveg stundum tímabil sem maður óskaði
sér að hann væri að þjálfa karlalið ekki kvennalið,
en við látum þetta ekki hafa nein áhrif á okkur. Við látum
þetta bara ganga, svo einfalt er það.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Íslandsmótið í handknattleik
kvenna hófst á laugardaginn. Stór-
leikur fyrstu umferðar var á milli
Hauka og Stjörnunnar og mynd-
irnar eru þaðan. Stjarnan hafði
betur, 29:26, en þessi lið eru talin
líkleg til að berjast um titilinn
ásamt Val og Fram. HK vann
óvæntan sigur á Fram, Grótta
lagði FH naumlega og Valur burst-
aði Fylkiskonur í hinum leikj-
unum á fyrsta deginum.
Íslandsmótið í handknattleik kvenna er byrjað
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@24stundir.is
Síðasta tímabil háði Stjarnan harða
baráttu við Fram um Íslandsmeist-
aratitilinn og var mikil spenna allt
fram í lokaumferðina hvort bikar-
inn yrði áfram í Garðabænum eða
færi í Safamýrina. Kristín hafði bet-
ur gegn Einari í þeirri baráttu.
„Við reynum auðvitað alltaf að
láta þetta hafa sem minnst áhrif á
okkur þó ég spili með Stjörnunni
og Einar sé að þjálfa Fram. Þetta
hafði samt pínu áhrif í vor þegar
spennan í deildinni milli liðanna
var í algleymingi. Það var mjög erf-
itt. Það koma stundum tímabil sem
maður óskaði sér alveg að hann
væri að þjálfa karlalið, ekki kvenna-
lið, en við látum þetta ekki hafa
nein áhrif á okkur. Við látum þetta
bara ganga, svo einfalt er það.“
Mikið talað um handbolta
Kristín segir að það sé mikið tal-
að um handbolta á heimilinu. „Við
þurfum oft að passa okkur á því að
tala ekki of mikið um handbolta af
því það er áhugamál okkar beggja
og því auðvelt fyrir okkur að tala
varla um annað stundum.“
En gæti Kristín hugsað sér að
spila einhvern tímann undir stjórn
bónda síns ? „Nei, það gæti ég aldr-
ei. Ég myndi ekki vilja búa með
þjálfaranum mínum. Það kæmi
ekki til greina. Þess vegna erum við
bara hvort í sínu liðinu og getum
því búið hamingjusamlega saman,“
sagði Kristín Clausen, sem telur að
auk Stjörnunnar verði það Valur,
Fram og Haukar sem muni berjast
um titilinn og jafnvel Grótta muni
koma á óvart.
Mörg sterk lið í deildinni
Kristín hefur verið lengi í liði
Stjörnunnar og á meðal annars að
baki 12 A-landsleiki. „Þetta tímabil
leggst bara mjög vel í mig. Við er-
um núna búnar að ná fyrsta sigr-
inum af mörgum, vona ég. Mér
sýnist allt á öllu að það séu mörg
sterk lið í deildinni og held að það
sé spennandi keppni framundan.
Við erum með svipað lið og í
fyrra. Reyndar misstum við leik-
menn eins og gengur og gerist milli
tímabila. Við misstum sterka leik-
menn á borð við Rakeli Dögg
Bragadóttur en fengum líka aftur á
móti líka góða leikmenn eins og
Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur.
Auk þess eru yngri leikmenn líka
orðnir reynslumeiri, þannig að ég
myndi telja að liðið væri ósköp
svipað að styrkleika núna og í
fyrra,“ sagði hin 25 ára gamla
Kristín Clausen.
Gott fyrir Aðalstein að skipta
Aðalsteinn Eyjólfsson hætti með
Stjörnuna eftir síðasta tímabil eftir
að hafa náð góðum árangri og eftir
að hafa þjálfað margar af leik-
mönnum meistaraflokks Stjörn-
unnar frá því þær léku með yngri
flokkum félagsins. Aðalsteinn tók
svo við liði Fylkis.
Kristín telur þó að Stjarnan sé
ekkert veikari fyrir vikið. „Aðal-
steinn var búinn að vinna frábæra
hluti í félaginu og fyrir liðið, en það
var kannski komið að endalokum
hjá honum hjá okkur eftir þrjú ár
með meistaraflokkinn og jafnvel
gott fyrir hann að taka við nýju liði
og hefja þar mikið og gott upp-
byggingarstarf.
Við stöndum alls ekkert veikari
eftir með Ragnar Hermannsson
sem þjálfara.“
Samhent Kristín og
Einar láta ekki baráttu
Stjörnunnar og fram
innan vallar hafa áhrif
á sambandið.
Kæmi ekki til greina að búa
með þjálfaranum mínum
Kristín Clausen leikur með Stjörnunni en sambýlismaðurinn þjálfar
andstæðingana í Fram Vill alls ekki leika undir hans stjórn
➤ Kristín og samherjar hennar íStjörnunni byrjuðu tímabilið
vel og sigruðu Hauka á úti-
velli, 29:26, á laugardaginn.
➤ Byrjunin hjá Einari og hansliði var ekki eins góð því
Framkonur töpuðu mjög
óvænt fyrir HK í Digranesi,
21:19.
KRISTÍN OG EINARÍslandsmót kvenna í
handknattleik hófst um
síðustu helgi með heilli
umferð. Átta lið leika í
deildinni og er það
Stjarnan sem á titil að
verja. Reyndar hefur
Stjarnan orðið Íslands-
meistari síðustu tvö árin
og byrjaði liðið titilbar-
áttu sína með útisigri á
Haukum um helgina,
29:26. Kristín Clausen er í
stóru hlutverki hjá
Stjörnunni og verður í
þeirri einkennilegu stöðu
að verða andstæðingur
sambýlismanns síns, Ein-
ars Jónssonar, sem þjálf-
ar kvennalið Fram.
24stundir/Ómar