24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Kennarar, skólastjórnendur og
annað starfsfólk í leikskólum og
grunnskólum Garðabæjar, alls um
350 manns, sóttu á föstudag
fræðslufund um samskipti í skóla-
starfi. Fyrirlesari og leiðbeinandi
var Sigrún Aðalbjarnardóttir, pró-
fessor í uppeldis- og menntunar-
fræði við Háskóla Íslands. Sigrún
fjallaði meðal annars um hvað
starfsfólki finnst einkenna góð
samskipti starfsfólks og nemenda.
„Þeir kennarar sem ég hef talað við
nefna traust, virðingu, væntum-
þykju og öryggi. Þeir leggja áherslu
á við nemendur að þeir treysti
þeim, að það ríki gagnkvæm virð-
ing, að nemendur finni að kenn-
urunum þyki vænt um þá og að
skapa öryggiskennd. Mér finnst
einmitt birtast í þessu umhyggja
fyrir velferð nemenda,“ segir Sig-
rún.
Einnig fjallaði hún um hvað góð
samskiptahæfni skiptir miklu máli
í lífinu og benti meðal annars á að
börn sem sýni betri samskipta-
hæfni líði betur, nái betri náms-
árangri og neyti síður vímuefna.
Umræður mikilvægar
Í kjölfarið fór Sigrún inn á leiðir
til að efla samskiptahæfni nem-
enda. „Þar sem við höfðum ekki
nema einn dag ákvað ég að taka að-
eins einn þátt fyrir sem mér er
mjög annt um en það eru umræð-
ur,“ segir Sigrún sem lagði til dæm-
is áherslu hvernig best sé að taka á
ágreiningi og árekstrum. „Ég gaf
dæmi um hvernig við getum tekið
mjög markvisst á ágreiningsmálum
með því að nota ákveðnar spurn-
ingar sem laða fram hugsun nem-
endanna. Áherslan hjá mér er að
þroska hugsun nemendanna þann-
ig að þeir átti sig á orsökum og af-
leiðingum gerða sinna,“ segir Sig-
rún og bætir við að þar skipti máli
að fá nemendur til að setja sig í
spor annarra.
Sigrún leggur áherslu á að kenn-
arar og aðrir sem vinna með börn-
um og ungmennum gefi sér tíma
til slíkrar umræðu. „Ég held að
þetta sé spurning um forgangsröð-
un. Auðvitað þarf kennarinn líka
að hafa trú á að umræðurnar skili
árangri því að annars ver hann ekki
tíma sínum í þær,“ segir Sigrún og
bætir við að umræðurnar megi
ekki verða of langar því að börnin
þreytist fljótt. „Það er heilmikil list
að stýra svona umræðum en það er
líka mjög gefandi,“ segir Sigrún
sem er ánægð með fundinn. „Það
var afskaplega ánægjulegt og gef-
andi að vinna með starfsfólki skól-
anna þennan dag.“
Öll börn fá að blómstra
Ragný Þóra Guðjohnsen, for-
maður forvarnanefndar Garða-
bæjar, segir að fræðslufundurinn sé
liður í stóru, heildstæðu verkefni
sem unnið sé að í bæjarfélaginu.
„Leiðarljós forvarnastefnu Garða-
bæjar er að öll börn eigi að fá tæki-
færi til að blómstra. Við hugum að
því hvernig við getum hagað vinnu
með börnum þannig að það fái
örugglega allir að blómstra þó að
við séum misjöfn og styrkleikar
okkar liggi á mismunandi sviðum,“
segir Ragný Þóra og bætir við að
mikilvægt sé að þeir sem vinni með
börnum stígi allir í takt. „Það er
búið að leggja mikla vinnu í það
hjá sveitarfélögunum að búa til
skólastefnu, fjölskyldustefnu og
forvarnastefnu en þessar stefnur
virka ekki nema fólkið sem er á
vettvangi með börnunum alla daga
sé meðvitað um það og við ræðum
svolítið það sem við erum að gera,“
segir Ragný Þóra að lokum.
Samskipti í skólastarfi Sigrún Að-
albjarnardóttir, Margrét Björk Svav-
arsdóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen og
Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir.
350 skólastarfsmenn sóttu námskeið um samskipti í skólastarfi
Þarf gagnkvæma virðingu
Allir starfsmenn skóla
Garðabæjar sóttu á dög-
unum fræðslufund um
samskipti starfsfólks og
nemenda. Þar var meðal
annars fjallað um gildi
góðrar samskiptahæfni
og hvernig best sé að
taka á ágreiningsmálum.
➤ Í október verður sams konarnámskeið haldið fyrir þá sem
vinna með börnum og ung-
mennum utan skóla.
➤ Námskeiðið tengist bókinniVirðing og umhyggja – Ákall
21. aldar eftir Sigrúnu. Henni
hefur verið dreift til þeirra
sem starfa með börnum og
ungmennum í Garðabæ.
NÁMSKEIÐIÐ
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundir
Vika símenntunar er nýhafin en
markmið hennar er að auka sí-
menntun í atvinnulífinu og hvetja
fólk til að leita sér þekkingar alla
ævi. Sérstök áhersla er lögð á
fræðslu í fyrirtækjum og að ná til
þeirra sem hafa litla formlega
menntun.
Hápunktur vikunnar er hinn ár-
legi símenntunardagur í fyrirtækj-
um og stofnunum sem haldinn er á
morgun, miðvikudaginn 24. sept-
ember. Fyrirtæki eru hvött til að
tileinka þann dag fræðslumálum,
til dæmis með því að kynna starfs-
mönnum fræðslustefnu fyrirtækis-
ins, bjóða upp á námskeið eða fá
kynningar frá fræðsluaðilum, stétt-
arfélögum eða styrktarsjóðum.
Jafnframt verða haldnir fundir og
málþing í tilefni vikunnar.
Menntamálaráðuneytið stendur
fyrir viku símenntunar í samstarfi
við símenntunarstöðvar á lands-
byggðinni, Mími-símenntun og
Framvegis á höfuðborgarsvæðinu.
Nánari upplýsingar um Viku sí-
menntunar má nálgast á vefsíðu
menntamálaráðuneytisins
www.menntamalaraduneyti.is.
einarj@24stundir.is
Vika símenntunar stendur sem hæst
Áhersla á fræðslu í fyrirtækjum
Fyrirtækjafræðsla
Áhersla er lögð á
fræðslu í fyrirtækjum í
viku símenntunar.
Á Íslandi var stærri hluti þjóð-
arinnar innritaður í formlegt
nám en í nokkru öðru landi Efna-
hags- og framfarastofnunarinnar
(OECD), eða 30,3%, árið 2006.
Þetta kemur fram í árlegri
skýrslu stofnunarinnar um
menntamál.
Innritunarhlutfall í fræðilegt há-
skólanám var það næsthæsta inn-
an OECD og voru konur 60% ný-
nema, sem er hæsta hlutfall
OECD.
Hærra hlutfall kvenna innritaði
sig í vísindagreinar við háskóla
en annars staðar og af þeim sem
útskrifuðust með æðri há-
skólagráðu var meira en helm-
ingur konur.
Í grunnskóla voru að meðaltali 18
nemendur í hverjum bekk og
rúmlega tíu nemendur á hvern
kennara, en innan OECD er með-
altalið 13,5 nemar á kennara. Ís-
land varði stærri hluta af sinni
landsframleiðslu til menntamála
en nokkurt annað land OECD,
eða 8%, sem er 18% af heildar-
útgjöldum hins opinbera.
Stutta samantekt úr skýrslunni
má nálgast á vef Hagstofu Ís-
lands, www.hagstofa.is.
ej
Ísland og önnur
lönd OECD
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra kynnir nýja
menntastefnu á fundi í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja í Reykja-
nesbæ í kvöld kl. 20. Fundurinn
markar upphaf fundaraðar um
land allt þar sem stefnan verður
kynnt.
ej
Menntastefna í
Reykjanesbæ
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Þeir leggja áherslu á við nemendur að þeir
treysti þeim, að það ríki gagnkvæm virðing,
að nemendur finni að kennurunum þyki vænt um
þá og að skapa öryggiskennd. menntun
Vísindavaka RANNÍS verður
haldin föstudaginn 26. september
í Listasafni Reykjavíkur við
Tryggvagötu kl. 17-22. Dagurinn
er tileinkaður evrópskum vís-
indamönnum og haldinn hátíð-
legur í helstu borgum Evrópu.
Markmiðið með Vísindavöku er
að kynna fólkið á bak við rann-
sóknirnar og viðfangsefni þess.
ej
Vísindavaka
Af fyrirlestrinum Námskeiðið tengist bókinni Virðing og umhyggja - Ákall 21. aldar.
24stundir/Valdís