24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 23.09.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 24stundirHeilsa Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Á síðastliðnum 25 árum hefur starfsgreinin í tengslum við lík- amsrækt og dans styrkst mikið. Þó má enn gera betur og mér finnst að það megi vera meiri stefna innan skóla landsins að bæta almenna lýðheilsu. Það er endalaust hægt að finna góðar hugmyndir að nýrri líkamsrækt sem er einmitt það sem við Íslendingar þurfum þar sem við fáum fljótt leiða á hlutunum. Í ár er ég einmitt mjög ánægð með að hafa fengið til mín marga ís- lenska kennara,“ segir Unnur Pálmarsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Fusion, sem stendur á bak við heilsuhátíðina Fusion Fit- ness Festival, en hátíðin verður haldin í World Class Laugum næstkomandi helgi. Allsherjar hreyfingarveisla Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn, en þetta er annað árið í röð sem Fusion og World Class taka höndum saman um að styrkja gott málefni með allsherjar dans- og þolfimiveislu sem verður haldin í World Class næstkomandi föstu- dag. Í ár rennur ágóði tímans til KRAFTS, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. „Allir geta tekið þátt í tímanum, jafnt byrjendur sem lengra komnir og sérstaklega ánægjulegt að láta gott af sér leiða með því að svitna og skemmta sér. Kennarar frá Ís- landi, Danmörku, Bretlandi og Ungverjalandi sjá um kennslu í tímanum og Páll Óskar um tónlist- ina svo það verður stuð. Aðgangs- eyrir í tímann er 1.200 kr. en Krafti verður afhent upphæðin sem safn- ast hefur saman strax í lok tím- ans,“ segir Unnur. Batuka og Thriller Hugmyndin að hátíðinni er að erlendri fyrirmynd þar sem þeir sem hafa eitthvað nýtt fram að færa í hreyfingu og líkamsrækt geta kynnt það landanum. Raun- veruleikaþættir í sjónvarpi hafa upp á síðkastið haft nokkur áhrif á að móta líkamsræktar- og dans- tíma en lokatími hátíðarinnar verður til að mynda Wild Dances- tími frá X Factor þar sem Máni og Hara-systur munu leiða gesti áfram í fjörugum dansi. Þá verður Batuka-líkamsræktarkerfið kynnt sem er blanda af kickbox og salsa. Það kemur frá Spáni þar sem það var byggt upp fyrir spænska X Fac- tor-þátttakendur. Fit Pilates, Soft- ball, Crossfit og meðgönguleikfimi verða einnig á dagskránni svo og Eurovison-þrektími og Thriller, dans- og þolfimitími með einföld- um sporum við lög Michaels Jack- sons. Hann kennir Neil Bates sem hefur tvisvar verið kjörinn besti kennari ársins í Bretlandi. Þaulreynd Unnur steig fyrst inn í líkamsræktarstöð 12 ára gömul. Svitnað og púlað í nafni Krafts undir tónum Páls Óskars Fjölbreytt dagskrá á Fusion Fitness ➤ Annað árið í röð taka Fusionog World Class höndum sam- an um að styrkja gott mál- efni. ➤ Batuka-líkamsræktarkerfið erblanda af kickbox og salsa og notað til að koma spænskum X Factor-keppendum í form. ➤ Endalaust hægt að finna hug-myndir að nýrri líkamsrækt. FUSION FITNESS Nú er um að gera að rífa sig upp úr haustlægðar- doðanum og byrja að æfa af fullum krafti. Á Fusion Fitness-hátíðinni gefst tækifæri til að prófa fjölda mismunandi lík- amsræktartíma og verður gleðin sett í fyrsta sæti. 24stundir/Valli Þegar rútínan fer aftur af stað eftir sumarfrí getur verið erfitt að koma sér í gang. Hjá mörgum eru þyngsli og leiði tímabundið ástand en hjá sumum get- ur ástandið orðið alvarlegra. Það er mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér og kunna að þekkja einkenni sem gætu bent til þess að til einhverra ráða þurfi að grípa. Breytingar á persónuleika Viðvörunarbjöllur gætu hringt ef viðhorf þitt til vinnunnar hefur breyst til muna á nokkrum mán- uðum og ef þeim sem standa þér næst þykir þú hafa breyst mikið eða þeir hafa áhyggjur af velferð þinni. Sífelld veikindi geta líka verið merki þess að ekki sé allt með felldu á sálinni svo og óeðlilegt þyngdartap eða -aukning. Einnig ef þú hefur átt erfitt með svefn eða þurft mun meiri svefn en venjulega svo og ef kynþörf þín hefur minnkað verulega. Hafir þú fundið fyrir ein- hverju af ofantöldu má nota ýmsar leiðir til að laga og létta skapið. Hlustaðu á hugsanir þínar og ef þær hljóma neikvæðar hugsaðu þá vandamál þín upp á nýtt, hvað olli þeim og hvort þú getir ekki hætt að láta þau angra þig. Einnig er mikilvægt að stunda reglulega hreyfingu því það hefur góð áhrif á hugann. Ef allt um þrýtur getur verið nauðsynlegt að leita utanaðkom- andi hjálpar. maria@24stundir.is Rútínan getur valdið leiða og doða Endurhugsaðu vandamálin Hjálp Ýmsar aðferðir má nota til að losna við leiða. Ég kynntist Aloe Vera vörunum árið 1999 og hafði þá til margra ára átt við ristil og magavandamál að stríða. Aloe Vera Gel drykkurinn í stuttu máli leysti þann vanda strax. Ég hef verið dreifingaraðili æ síðan og upplifað margan batann hjá þeim sem hafa nýtt sér þessa frábæru vöru. GAJ ALOE VERA GEL Nánari upplýsingar á www.4ever.is Sjálfstæður dreifingaraðili FLP. Guðmundur A Jóhannsson Sími. 662-2445 Fyrir allar konur sem elska salsa, mambó og chacha. Frábær suðræn tónlist, góðar æfingar með þaulreyndum kennara í fjölskylduvænu umhverfi. Ertu með nýfætt barn og vilt koma þér Í FYRRA FORM á heilsusalegan hátt?

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.